Toyota Supra tekin til kostanna á Nürburgring Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 27. desember 2019 07:00 Toyota Supra árgerð 2020. Hraðskreiðari útgáfur eru væntanlegar með tíð og tíma. Vísir/Getty Christian Gebhardt frá Sport Auto tók nýja Toyota Supra til kostanna á hinni frægu Nürburgring braut í Þýskalandi. Afraksturinn má sjá í myndbandi í fréttinni. Toyota hóf formlega sölu á fimmtu kynslóðinni af Supra á þessu ári. Supra er framleidd í samstarfi við BMW og byggð á grunni frá þýska framleiðandanum. BMW framleiðir bíl sem heitir BMW Z4 sem er náskyldur Supra. Tíminn sem Gebhardt náði á Supra var 7 mínútur, 52 sekúndur og 17 hundruðustu úr sekúndu. Skemmst er frá því að segja að Supra skákaði, með naumindum BMW M" Competition sem fór hringinn á 7:52,36 í október í fyrra í höndum sama ökumanns. Fyrir rúmum mánuði síðan fór Gebhardt hringinn á 8:04, þá undir stýri á Volkswagen Golf GTI TCR. Það er því óhætt að segja að Supran standi undir því að vera sportbíll. Supra-n sem Gebhardt notaði er grunnútgáfan, ef undanskilin er fjögurra sílendera útgáfa í Japan. Toyta hefur þegar gefið út að ýmsar öflugri útfærslur af Supra verði fáanlegar. Tíminn sem tekur Supra að fara hringinn á Nürburgring ætti því að lækka umtalsvert á næstu árum. Bílar Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent
Christian Gebhardt frá Sport Auto tók nýja Toyota Supra til kostanna á hinni frægu Nürburgring braut í Þýskalandi. Afraksturinn má sjá í myndbandi í fréttinni. Toyota hóf formlega sölu á fimmtu kynslóðinni af Supra á þessu ári. Supra er framleidd í samstarfi við BMW og byggð á grunni frá þýska framleiðandanum. BMW framleiðir bíl sem heitir BMW Z4 sem er náskyldur Supra. Tíminn sem Gebhardt náði á Supra var 7 mínútur, 52 sekúndur og 17 hundruðustu úr sekúndu. Skemmst er frá því að segja að Supra skákaði, með naumindum BMW M" Competition sem fór hringinn á 7:52,36 í október í fyrra í höndum sama ökumanns. Fyrir rúmum mánuði síðan fór Gebhardt hringinn á 8:04, þá undir stýri á Volkswagen Golf GTI TCR. Það er því óhætt að segja að Supran standi undir því að vera sportbíll. Supra-n sem Gebhardt notaði er grunnútgáfan, ef undanskilin er fjögurra sílendera útgáfa í Japan. Toyta hefur þegar gefið út að ýmsar öflugri útfærslur af Supra verði fáanlegar. Tíminn sem tekur Supra að fara hringinn á Nürburgring ætti því að lækka umtalsvert á næstu árum.
Bílar Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent