Upphitun: Síðasta keppni fyrir sumarfrí Bragi Þórðarson skrifar 1. ágúst 2019 18:00 Max Verstappen stóð uppi sem sigurvegari í rigningunni í Þýskalandi fyrir viku. Getty Tólfta umferðin í Formúlu 1 fer fram á Hungaroring brautinni í Ungverjalandi um helgina. Liðin fá aðeins tæpa viku til að ferðast frá Þýskalandi þar sem einn magnaðasti kappakstur sögunnar átti sér stað um síðustu helgi. ,,Þetta var versta keppnin mín á ferlinum’’ sagði Lewis Hamilton í rigningunni á Hockenheim. Þrátt fyrir það jók hann forskot sitt í heimsmeistaramótinu á liðsfélaga sinn, Valtteri Bottas, um tvö stig þar sem Bottas datt úr leik eftir að hafa klesst á vegg. Takist Max Verstappen að ná öðrum sigri um helgina gæti hann sett pressu á Mercedes ökumennina þó að staða þeirra í mótinu virðist nánast örugg. Eftir keppnina í Búdapest um helgina fer Formúlan í mánaðar sumarfrí. Næsta umferð fer fram í Belgíu um næstu mánaðarmót.Lewis Hamilton vann ungverska kappaksturinn í fyrra.GettyErfitt að taka framúrTímatökurnar verða mjög mikilvægar, erfitt er að taka framúr á brautinni í Búdapest og verður því lykilatriði að ná ráspól á laugardaginn. Hamilton er sigursælasti ökuþórinn á Hungaroring brautinni með sex sigra. Keppnin hefur verið haldin hvert einasta ár síðan 1986 og laðar að á milli 200 og 300 þúsund manns ár hvert. Íslendingurinn Baldvin Hansson verður starfsmaður á keppninni um helgina. Hann verður aðstoðarmaður brautarstjóra og situr þá einnig í keppnisstjórn. ,,Ég er hér til að safna þekkingu sem mun nýtast okkur beint við starfið á hringakstursbraut Kvartmíluklúbbsins’’ sagði Baldvin í samtali við Vísi. Útsending frá keppninni hefst á sunnudag klukkan 12:50 á Stöð 2 Sport 2. Tímatökur hefjast á sama tíma á laugardaginn og æfing verður einnig í beinni á laugardaginn klukkan 09:50. Formúla Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Tólfta umferðin í Formúlu 1 fer fram á Hungaroring brautinni í Ungverjalandi um helgina. Liðin fá aðeins tæpa viku til að ferðast frá Þýskalandi þar sem einn magnaðasti kappakstur sögunnar átti sér stað um síðustu helgi. ,,Þetta var versta keppnin mín á ferlinum’’ sagði Lewis Hamilton í rigningunni á Hockenheim. Þrátt fyrir það jók hann forskot sitt í heimsmeistaramótinu á liðsfélaga sinn, Valtteri Bottas, um tvö stig þar sem Bottas datt úr leik eftir að hafa klesst á vegg. Takist Max Verstappen að ná öðrum sigri um helgina gæti hann sett pressu á Mercedes ökumennina þó að staða þeirra í mótinu virðist nánast örugg. Eftir keppnina í Búdapest um helgina fer Formúlan í mánaðar sumarfrí. Næsta umferð fer fram í Belgíu um næstu mánaðarmót.Lewis Hamilton vann ungverska kappaksturinn í fyrra.GettyErfitt að taka framúrTímatökurnar verða mjög mikilvægar, erfitt er að taka framúr á brautinni í Búdapest og verður því lykilatriði að ná ráspól á laugardaginn. Hamilton er sigursælasti ökuþórinn á Hungaroring brautinni með sex sigra. Keppnin hefur verið haldin hvert einasta ár síðan 1986 og laðar að á milli 200 og 300 þúsund manns ár hvert. Íslendingurinn Baldvin Hansson verður starfsmaður á keppninni um helgina. Hann verður aðstoðarmaður brautarstjóra og situr þá einnig í keppnisstjórn. ,,Ég er hér til að safna þekkingu sem mun nýtast okkur beint við starfið á hringakstursbraut Kvartmíluklúbbsins’’ sagði Baldvin í samtali við Vísi. Útsending frá keppninni hefst á sunnudag klukkan 12:50 á Stöð 2 Sport 2. Tímatökur hefjast á sama tíma á laugardaginn og æfing verður einnig í beinni á laugardaginn klukkan 09:50.
Formúla Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira