Skaðabótamál á hendur Björgólfi Thor aftur í hérað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. júní 2019 10:54 Kristján Loftsson sést hér kampakátur á ársfundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Fréttablaðið/AntonBrink Hæstiréttur hefur vísað rúmlega 600 milljóna króna skaðabótakröfu Fiskveiðihlutafélagsins Venusar hf. og Vogunar hf. á hendur Björgólfi Thor Björgólfssyni aftur heim í hérað. Málin snúast um meintar skyldur eignarhaldsfélagsins Samson gagnvart öðrum hluthöfum í gamla Landsbankanum fyrir hrun. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Björgólf Thor af kröfu félaganna, sem Kristján Loftsson er í forsvari fyrir, á síðasta ári vegna þess að málin voru talin fyrnd. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu í desember á síðasta ári. Forsvarsmenn félaganna töldu sig hafa orðið fyrir tjóni vegna kaupa á hlutabréfum í Landsbankanum sem urðu verðlaus í bankahruninu. Björgólfur Thor var aðaleigandi Landsbankans fyrir hrun í gegnum fjárfestingarfélagið sitt Samson ehf.Eftir dóm Landsréttar sóttu félögin um leyfi til að skjóta málinu til Hæstaréttar sem féllst á málskotsbeiðnina á þeim grundvelli að dómur um fyrningu krafna um skaðabætur utan samninga hefði almennt gildi. Málinu var skipt upp í héraðsdómi á sínum tíma þannig að fyrst yrði leyst úr því hvort ætluð krafa félaganna tveggja væri fyrnd. Í dómum Hæstaréttar í málum félaganna tveggja segir hins vegar að ekki sé hægt að taka afstöðu til fyrningar ætlaðrar skaðabótakröfu félaganna nema fyrst væri leyst úr því hvort hún hefði orðið til, á hvaða grunni það hafi gerst og hvenær. Segir í dómum Hæstaréttar að öðrum kosti fæli niðurstaða málsins í sér getsakir, eftir atvikum valkvæðar, um hvort kröfuréttindi, sem ekki hafi verið staðreynd hvort orðið hafi til, hafi fallið niður eftir fyrir fyrningu. Því væri ljóst að skilyrði hefði brostið með öllu til að skipta sakarefni í málinu, líkt og gert var fyrir héraðsdómi. Voru hinir áfrýjuðu dómar því ómerktir og málunum vísað aftur til héraðsdóms til löglegrar meðferðar. Dómsmál Hrunið Tengdar fréttir Björgólfur sýknaður af 600 milljóna skaðabótakröfu Kröfðust skaðbóta vegna tjóns sem þeir töldu sig hafa orðið fyrir í hruninu. 17. apríl 2018 16:14 Mest lesið Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
Hæstiréttur hefur vísað rúmlega 600 milljóna króna skaðabótakröfu Fiskveiðihlutafélagsins Venusar hf. og Vogunar hf. á hendur Björgólfi Thor Björgólfssyni aftur heim í hérað. Málin snúast um meintar skyldur eignarhaldsfélagsins Samson gagnvart öðrum hluthöfum í gamla Landsbankanum fyrir hrun. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Björgólf Thor af kröfu félaganna, sem Kristján Loftsson er í forsvari fyrir, á síðasta ári vegna þess að málin voru talin fyrnd. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu í desember á síðasta ári. Forsvarsmenn félaganna töldu sig hafa orðið fyrir tjóni vegna kaupa á hlutabréfum í Landsbankanum sem urðu verðlaus í bankahruninu. Björgólfur Thor var aðaleigandi Landsbankans fyrir hrun í gegnum fjárfestingarfélagið sitt Samson ehf.Eftir dóm Landsréttar sóttu félögin um leyfi til að skjóta málinu til Hæstaréttar sem féllst á málskotsbeiðnina á þeim grundvelli að dómur um fyrningu krafna um skaðabætur utan samninga hefði almennt gildi. Málinu var skipt upp í héraðsdómi á sínum tíma þannig að fyrst yrði leyst úr því hvort ætluð krafa félaganna tveggja væri fyrnd. Í dómum Hæstaréttar í málum félaganna tveggja segir hins vegar að ekki sé hægt að taka afstöðu til fyrningar ætlaðrar skaðabótakröfu félaganna nema fyrst væri leyst úr því hvort hún hefði orðið til, á hvaða grunni það hafi gerst og hvenær. Segir í dómum Hæstaréttar að öðrum kosti fæli niðurstaða málsins í sér getsakir, eftir atvikum valkvæðar, um hvort kröfuréttindi, sem ekki hafi verið staðreynd hvort orðið hafi til, hafi fallið niður eftir fyrir fyrningu. Því væri ljóst að skilyrði hefði brostið með öllu til að skipta sakarefni í málinu, líkt og gert var fyrir héraðsdómi. Voru hinir áfrýjuðu dómar því ómerktir og málunum vísað aftur til héraðsdóms til löglegrar meðferðar.
Dómsmál Hrunið Tengdar fréttir Björgólfur sýknaður af 600 milljóna skaðabótakröfu Kröfðust skaðbóta vegna tjóns sem þeir töldu sig hafa orðið fyrir í hruninu. 17. apríl 2018 16:14 Mest lesið Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
Björgólfur sýknaður af 600 milljóna skaðabótakröfu Kröfðust skaðbóta vegna tjóns sem þeir töldu sig hafa orðið fyrir í hruninu. 17. apríl 2018 16:14