Menntasjóður, skref í rétta átt? Eyrún Baldursdóttir skrifar 19. nóvember 2019 10:30 Á Alþingi liggur nú fyrir frumvarp sem stúdentar hafa lengi beðið eftir, frumvarp um námslánakerfi að norrænni fyrirmynd. Hér er um að ræða frumvarp um Menntasjóð námsmanna og eitt stærsta hagsmunamál stúdenta. Nú hafa stjórnvöld tækifæri til þess að auka jafnrétti til náms, jafna kjör stúdenta á við aðra hópa og auka aðgengi að menntun og er því mikilvægt að vanda vel til verksins. Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) var stofnaður á sínum tíma til þess að tryggja tækifæri til náms óháð efnahag. Sjóðurinn hefur þó ekki verið gallalaus heldur hafa stúdentar þurft að standa í ströngu til að berjast fyrir boðlegum kjörum. Mikilvægt er að þetta upprunalega hlutverk sjóðsins, að jafna tækifæri til náms, sé tryggt í nýjum lögum og sjóðurinn styðji best við þá stúdenta sem standa höllum fæti í samfélaginu. Í nýju frumvarpi um Menntasjóð námsmanna eru margar góðar úrbætur og þeim ber að fagna. Stuðningur við fjölskyldufólk eykst, kostur er á að fá námslánin greidd út mánaðarlega í stað tvisvar á ári og hluti námslánsins fellur niður að námi loknu ef stúdent klárar á tilsettum tíma, svo helstu dæmi séu tekin. Það er þó margt sem má bæta áður en þetta frumvarp verður að lögum og þá er helst að nefna miklar breytingar á vaxtakjörum. Í núverandi umhverfi hafa vextir verið fastir í 1% síðan lög um lánasjóðinn tóku gildi 1992 og er lögbundið hámark vaxtanna 3%. Í frumvarpinu eiga vextir að verða breytilegir án vaxtahámarks og er það mikil afturför. Þessar stóru breytingar á vaxtakjörum hafa alltof mikla óvissu í för með sér fyrir lántaka og hafa ekki hagsmuni stúdenta að leiðarljósi. Óöruggt vaxtaumhverfi er ekki til þess fallið að auka aðsókn í nám og fer það gegn hlutverki sjóðsins sem félagslegs jöfnunarsjóðs. Ekkert í nýju frumvarpi setur stjórn Menntasjóðs námsmanna skýr fyrirmæli um að framfærslulán, sem ákveðin eru af stjórn með úthlutunarreglum hvert ár, verði að vera nægjanlega há svo stúdentar geti framfleytt sér á þeim. Þó orðalag frumvarpsins um markmið lagasetningarinnar og sjóðsins sé fegrað frá því sem segir í gildandi lögum, þá boðar Menntasjóðurinn hvorki efnislega breytingu á hlutverki sjóðsins né markmiðum hans. Því er ekki fyrirséð að sjóðurinn muni uppfylla hlutverk sitt sem félagslegur jöfnunarsjóður enda er ekki skýrt að stúdentar geti lifað á þeirri framfærslu sem sjóðurinn á að veita. Þeir kostir sem nýtt frumvarp á að hafa í för með sér, að stúdentar klári nám á réttum tíma og skili sér fyrr út á að vinnumarkaðinn, gætu orðið að engu ef stúdentar halda áfram að þurfa að vinna jafn mikið og raun er með námi til að framfleyta sér. Nauðsynlegt er að framfærsla sé tryggð og sjóðsstjórn sé skylt að gera betur en verið hefur gert með LÍN. Eins og frumvarpið stendur í dag er því miður að í finna glötuð tækifæri til þess að auka fjárfestingu í menntun. Það er pólitískt val að stúdentar standi höllum fæti og nú er tækifæri til þess að bæta úr því.Höfundur er aðalfulltrúi í Stúdentaráði Háskóla Íslands og er greinin hluti af herferð LÍS um fjárfestingu í menntun vegna frumvarps um Menntasjóð námsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Námslán Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Á Alþingi liggur nú fyrir frumvarp sem stúdentar hafa lengi beðið eftir, frumvarp um námslánakerfi að norrænni fyrirmynd. Hér er um að ræða frumvarp um Menntasjóð námsmanna og eitt stærsta hagsmunamál stúdenta. Nú hafa stjórnvöld tækifæri til þess að auka jafnrétti til náms, jafna kjör stúdenta á við aðra hópa og auka aðgengi að menntun og er því mikilvægt að vanda vel til verksins. Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) var stofnaður á sínum tíma til þess að tryggja tækifæri til náms óháð efnahag. Sjóðurinn hefur þó ekki verið gallalaus heldur hafa stúdentar þurft að standa í ströngu til að berjast fyrir boðlegum kjörum. Mikilvægt er að þetta upprunalega hlutverk sjóðsins, að jafna tækifæri til náms, sé tryggt í nýjum lögum og sjóðurinn styðji best við þá stúdenta sem standa höllum fæti í samfélaginu. Í nýju frumvarpi um Menntasjóð námsmanna eru margar góðar úrbætur og þeim ber að fagna. Stuðningur við fjölskyldufólk eykst, kostur er á að fá námslánin greidd út mánaðarlega í stað tvisvar á ári og hluti námslánsins fellur niður að námi loknu ef stúdent klárar á tilsettum tíma, svo helstu dæmi séu tekin. Það er þó margt sem má bæta áður en þetta frumvarp verður að lögum og þá er helst að nefna miklar breytingar á vaxtakjörum. Í núverandi umhverfi hafa vextir verið fastir í 1% síðan lög um lánasjóðinn tóku gildi 1992 og er lögbundið hámark vaxtanna 3%. Í frumvarpinu eiga vextir að verða breytilegir án vaxtahámarks og er það mikil afturför. Þessar stóru breytingar á vaxtakjörum hafa alltof mikla óvissu í för með sér fyrir lántaka og hafa ekki hagsmuni stúdenta að leiðarljósi. Óöruggt vaxtaumhverfi er ekki til þess fallið að auka aðsókn í nám og fer það gegn hlutverki sjóðsins sem félagslegs jöfnunarsjóðs. Ekkert í nýju frumvarpi setur stjórn Menntasjóðs námsmanna skýr fyrirmæli um að framfærslulán, sem ákveðin eru af stjórn með úthlutunarreglum hvert ár, verði að vera nægjanlega há svo stúdentar geti framfleytt sér á þeim. Þó orðalag frumvarpsins um markmið lagasetningarinnar og sjóðsins sé fegrað frá því sem segir í gildandi lögum, þá boðar Menntasjóðurinn hvorki efnislega breytingu á hlutverki sjóðsins né markmiðum hans. Því er ekki fyrirséð að sjóðurinn muni uppfylla hlutverk sitt sem félagslegur jöfnunarsjóður enda er ekki skýrt að stúdentar geti lifað á þeirri framfærslu sem sjóðurinn á að veita. Þeir kostir sem nýtt frumvarp á að hafa í för með sér, að stúdentar klári nám á réttum tíma og skili sér fyrr út á að vinnumarkaðinn, gætu orðið að engu ef stúdentar halda áfram að þurfa að vinna jafn mikið og raun er með námi til að framfleyta sér. Nauðsynlegt er að framfærsla sé tryggð og sjóðsstjórn sé skylt að gera betur en verið hefur gert með LÍN. Eins og frumvarpið stendur í dag er því miður að í finna glötuð tækifæri til þess að auka fjárfestingu í menntun. Það er pólitískt val að stúdentar standi höllum fæti og nú er tækifæri til þess að bæta úr því.Höfundur er aðalfulltrúi í Stúdentaráði Háskóla Íslands og er greinin hluti af herferð LÍS um fjárfestingu í menntun vegna frumvarps um Menntasjóð námsmanna.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun