Haustgestir Guðmundur Brynjólfsson skrifar 2. september 2019 08:00 Nú eru skólarnir byrjaðir. Bráðum koma blessuð bréfin. Fasískir pappírar þar sem mælt er með útrýmingu á tveimur dýrategundum. Njálg og lús. Það má heita merkilegt að í allri umræðu um dýravernd og virðingu fyrir lífríkinu er litið með velþóknun á fjöldamorð á lús og njálg. Ekki er hægt að segja að þessi litlu dýr reki svo heiftarlega við að þau framleiði jafn mikið af gróðurhúsalofttegundum á ári og bíll sem ekið er rúma 62.000 kílómetra – eða hvað það nú var sem ein belja átti að kosta andrúmsloftið. Nei, njálgurinn og lúsin eru vinveitt vistkerfinu, dvelja við mannslíkamann og dunda sér þar í sakleysi, geta valdið kláða, en hvað er það í samfélagi sem gengur út á spekina: „Ef þú klórar mér skal ég klóra þér.“ Þá er ótalin sú matarsóun sem felst í því að drepa þessi varnarlausu grey með lyfjum og lút. Eða hefur það fólk sem með miskunnarleysi ræðst að þessum smádýrum ekki fylgst með umræðum um að í náinni framtíð muni mannskepnan þurfa að leita í aðrar fæðutegundir en hún borðar nú? Hafa ýmis smádýr verið nefnd sem framtíðarfæða. Ég tel einboðið að njálgurinn hljóti að fara vel í maga því sú tegund þekkir sig, og kann sig, í meltingarfærum okkar og því litlar líkur á að okkur verði bumbult af að snæða þessa litlu próteinríku orma sem líður best í hringferð um okkur sjálf. Um lúsina þarf ekki að hafa mörg orð í þessu sambandi, þekkt er að frændur okkar aparnir éta lýsnar hver af öðrum og því þá ekki við? Maður getur jafnvel séð fyrir sér samkvæmisleiki tengda lúsaleit og -áti. Gefum grið lúsinni og njálgnum. Verndum allt lífríkið! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Nú eru skólarnir byrjaðir. Bráðum koma blessuð bréfin. Fasískir pappírar þar sem mælt er með útrýmingu á tveimur dýrategundum. Njálg og lús. Það má heita merkilegt að í allri umræðu um dýravernd og virðingu fyrir lífríkinu er litið með velþóknun á fjöldamorð á lús og njálg. Ekki er hægt að segja að þessi litlu dýr reki svo heiftarlega við að þau framleiði jafn mikið af gróðurhúsalofttegundum á ári og bíll sem ekið er rúma 62.000 kílómetra – eða hvað það nú var sem ein belja átti að kosta andrúmsloftið. Nei, njálgurinn og lúsin eru vinveitt vistkerfinu, dvelja við mannslíkamann og dunda sér þar í sakleysi, geta valdið kláða, en hvað er það í samfélagi sem gengur út á spekina: „Ef þú klórar mér skal ég klóra þér.“ Þá er ótalin sú matarsóun sem felst í því að drepa þessi varnarlausu grey með lyfjum og lút. Eða hefur það fólk sem með miskunnarleysi ræðst að þessum smádýrum ekki fylgst með umræðum um að í náinni framtíð muni mannskepnan þurfa að leita í aðrar fæðutegundir en hún borðar nú? Hafa ýmis smádýr verið nefnd sem framtíðarfæða. Ég tel einboðið að njálgurinn hljóti að fara vel í maga því sú tegund þekkir sig, og kann sig, í meltingarfærum okkar og því litlar líkur á að okkur verði bumbult af að snæða þessa litlu próteinríku orma sem líður best í hringferð um okkur sjálf. Um lúsina þarf ekki að hafa mörg orð í þessu sambandi, þekkt er að frændur okkar aparnir éta lýsnar hver af öðrum og því þá ekki við? Maður getur jafnvel séð fyrir sér samkvæmisleiki tengda lúsaleit og -áti. Gefum grið lúsinni og njálgnum. Verndum allt lífríkið!
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar