Með Palestínumönnum gegn kúgun Drífa Snædal skrifar 4. nóvember 2019 13:34 Verkamaður í Palestínu sem vinnur í Ísrael þarf að vakna um miðja nótt til að koma sér að aðskilnaðarmúrnum þar sem oft tekur þrjá klukkutíma að koma sér í gegnum öryggishliðið. Hann vinnur kannski í átta tíma og svo tekur múrinn og samskonar bið við á heimleiðinni. Með ferðatímanum er viðkomandi heppinn ef hann nær heilum nætursvefni á milli þess sem hann vinnur og kemur sér í og úr vinnu. Fá atvinnuleyfi eru gefin út og gjarnan þarf að greiða miðlurum meira en helming launa sinna fyrir slíkt leyfi. Palestínumenn vinna hættulegustu og lægst launuðu störfin í Ísrael. Palestínskar konur eru heppnar ef þær fá vinnu yfir höfuð. Palestínumenn mega bara keyra á verri götunum, þeir hafa ekki aðgang að eigin vatnsbólum, ferðafrelsi þeirra er háð Ísraelsmönnum og ef þeir tjá sig um ranglætið getur frelsið verið skert enn frekar. Þetta er staða þeirra sem búa á Vestubakkanum, staða Palestínumanna á Gaza er miklu verri enda það svæði kallað stærsta fangelsi í heimi. Stöðu Palestínumanna má líkja við stöðu blökkumanna í Suður Afríku þegar aðskilnaðarstefnan var þar við lýði. Þeir eru hraktir til að búa á harðbýlustu svæðunum, verða fyrir endalausri hversdagslegri kúgun og litið er á þá sem ódýrt vinnuafl. Stöðugt er þrengt að landi þeirra með svokölluðum landnámsbyggðum Ísraela sem væri réttara að kalla landránsbyggðir. Alþýðusamband Íslands skipulagði ferð til Palestínu fyrir starfsfólk og kjörna fulltrúa og þar hittum við palestínsk systursamtök, friðarsamtök, kvennasamtök, palestínsk stjórnvöld og fjölda annarra sem vinna að því að ljúka upp augum heimsins fyrir ástandinu og vinna að bættum hag. Allir sem við töluðum við lögðu áherslu á friðsama baráttu en áhrifaríkasta baráttuaðferðin er efnahagsleg í gegnum viðskiptabann. Það minnsta sem við getum gert er að kynna okkur ástandið og standa með félögum okkar í Palestínu, vinnandi fólki sem er eins og fólk alls staðar annars staðar í heiminum. Það vill búa við frið, öryggi, mannréttindi og virðingu. Ég hvet lesendur til að kynna sér starfsemi alþjóðlegu BDS-hreyfingarinnar: https://bdsmovement.net/Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Sjá meira
Verkamaður í Palestínu sem vinnur í Ísrael þarf að vakna um miðja nótt til að koma sér að aðskilnaðarmúrnum þar sem oft tekur þrjá klukkutíma að koma sér í gegnum öryggishliðið. Hann vinnur kannski í átta tíma og svo tekur múrinn og samskonar bið við á heimleiðinni. Með ferðatímanum er viðkomandi heppinn ef hann nær heilum nætursvefni á milli þess sem hann vinnur og kemur sér í og úr vinnu. Fá atvinnuleyfi eru gefin út og gjarnan þarf að greiða miðlurum meira en helming launa sinna fyrir slíkt leyfi. Palestínumenn vinna hættulegustu og lægst launuðu störfin í Ísrael. Palestínskar konur eru heppnar ef þær fá vinnu yfir höfuð. Palestínumenn mega bara keyra á verri götunum, þeir hafa ekki aðgang að eigin vatnsbólum, ferðafrelsi þeirra er háð Ísraelsmönnum og ef þeir tjá sig um ranglætið getur frelsið verið skert enn frekar. Þetta er staða þeirra sem búa á Vestubakkanum, staða Palestínumanna á Gaza er miklu verri enda það svæði kallað stærsta fangelsi í heimi. Stöðu Palestínumanna má líkja við stöðu blökkumanna í Suður Afríku þegar aðskilnaðarstefnan var þar við lýði. Þeir eru hraktir til að búa á harðbýlustu svæðunum, verða fyrir endalausri hversdagslegri kúgun og litið er á þá sem ódýrt vinnuafl. Stöðugt er þrengt að landi þeirra með svokölluðum landnámsbyggðum Ísraela sem væri réttara að kalla landránsbyggðir. Alþýðusamband Íslands skipulagði ferð til Palestínu fyrir starfsfólk og kjörna fulltrúa og þar hittum við palestínsk systursamtök, friðarsamtök, kvennasamtök, palestínsk stjórnvöld og fjölda annarra sem vinna að því að ljúka upp augum heimsins fyrir ástandinu og vinna að bættum hag. Allir sem við töluðum við lögðu áherslu á friðsama baráttu en áhrifaríkasta baráttuaðferðin er efnahagsleg í gegnum viðskiptabann. Það minnsta sem við getum gert er að kynna okkur ástandið og standa með félögum okkar í Palestínu, vinnandi fólki sem er eins og fólk alls staðar annars staðar í heiminum. Það vill búa við frið, öryggi, mannréttindi og virðingu. Ég hvet lesendur til að kynna sér starfsemi alþjóðlegu BDS-hreyfingarinnar: https://bdsmovement.net/Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar