Góða veðrið Kristín Þorsteindsdóttir skrifar 15. júní 2019 08:30 Síðasta sumar rennur áhugafólki um veðurfar seint úr minni. Varla sást til sólar framan af sumri og rigningin dundi á landsmönnum. Mörgum tókst ekki að reka endahnútinn á brýn verk utanhúss eða í görðum sínum. Sökum veðurs. Að sumri. Á sama tíma voru ýmis teikn á lofti um að mesta búsældarskeiðinu væri að ljúka. Fregnir fóru að berast af vandræðum flugfélaganna, WOW air og Icelandair. Yfir dundu bölsýnisspár um hvílíkar hörmungar sem fylgdu ef annað þeirra, eða bæði, myndu riða til falls. Stórkostleg fækkun ferðamanna með tilheyrandi tjóni fyrir þjóðarbúið. Margt benti einnig til þess að erfiður vetur væri fram undan á vinnumarkaði. Samningar voru að losna og langt virtist milli stríðandi fylkinga. Verkföll virtust óumflýjanleg. Blikur voru á lofti, og standandi frammi fyrir þessu tvíhöfða skrímsli, róti á vinnumarkaði og óvissu um framtíð flugfélaganna, hóf krónan að gefa eftir gagnvart helstu myntum. Veðurguðirnir virtust sömuleiðis á því að leyfa ætti Íslendingum að finna til tevatnsins. Regnið dundi á eyjarskeggjum og lofthiti náði sjaldnast tveggja stafa tölu. Margir fóru jafnvel að velta fyrir sér hvort íslenska ferðamannavorinu stæði meiri ógn af veðurfari en fallvöltum flugrekstri og örmyntinni furðulegu. Veðrið reyndist að lokum fyrirboði um örlög WOW air sem féll með braki og brestum síðla vetrar. Sólarglæta sást þó í kjölfarið þegar aðilar á vinnumarkaði unnu þrekvirki og náðu saman að endingu. Kannski var það fyrirboði um sumarið 2019? Þegar sólin býður landsmönnum blíðlega góðan dag á hverjum morgni er auðvelt að gleyma stund og stað. Við þurfum ekki lengur ódýra farmiða til Tenerife til að ná í smá lit. Að minnsta kosti ekki að sinni. Í vikunni bárust tíðindi af því að ríkissjóður hefði fjármagnað sig á áður óþekktum kjörum. Það var áminning um sterka stöðu ríkisfjármála. Við höfum raunverulega búið vel í haginn til að mæta áföllum á borð við fall WOW air. Góða veðrið leyfir okkur sömuleiðis að líta landið okkar öðrum augum. Auðvitað vilja ferðamenn sækja okkur heim. En kannski fórum við of geyst á síðustu árum. Leyfðum gullgrafarahugarfari að festa rætur. Getur verið að tímabundið hikst í ferðamannafjölda gefi tækifæri til yfirvegaðs endurmats og ígrundun um hvernig við viljum byggja greinina upp til framtíðar? Í þessu veðurfari leyfir maður sér í það minnsta að láta hugann reika. Landið okkar er einstakt þegar sá gállinn er á því. Við eigum að leyfa öðrum að njóta þess með okkur. En slíkt þarf að gera af ábyrgð og festu, þannig að við skilum landinu í góðu horfi til næstu kynslóða. Góða veðrinu fylgir gleði og bjartsýni. Vonandi er það undanfari góðra tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Síðasta sumar rennur áhugafólki um veðurfar seint úr minni. Varla sást til sólar framan af sumri og rigningin dundi á landsmönnum. Mörgum tókst ekki að reka endahnútinn á brýn verk utanhúss eða í görðum sínum. Sökum veðurs. Að sumri. Á sama tíma voru ýmis teikn á lofti um að mesta búsældarskeiðinu væri að ljúka. Fregnir fóru að berast af vandræðum flugfélaganna, WOW air og Icelandair. Yfir dundu bölsýnisspár um hvílíkar hörmungar sem fylgdu ef annað þeirra, eða bæði, myndu riða til falls. Stórkostleg fækkun ferðamanna með tilheyrandi tjóni fyrir þjóðarbúið. Margt benti einnig til þess að erfiður vetur væri fram undan á vinnumarkaði. Samningar voru að losna og langt virtist milli stríðandi fylkinga. Verkföll virtust óumflýjanleg. Blikur voru á lofti, og standandi frammi fyrir þessu tvíhöfða skrímsli, róti á vinnumarkaði og óvissu um framtíð flugfélaganna, hóf krónan að gefa eftir gagnvart helstu myntum. Veðurguðirnir virtust sömuleiðis á því að leyfa ætti Íslendingum að finna til tevatnsins. Regnið dundi á eyjarskeggjum og lofthiti náði sjaldnast tveggja stafa tölu. Margir fóru jafnvel að velta fyrir sér hvort íslenska ferðamannavorinu stæði meiri ógn af veðurfari en fallvöltum flugrekstri og örmyntinni furðulegu. Veðrið reyndist að lokum fyrirboði um örlög WOW air sem féll með braki og brestum síðla vetrar. Sólarglæta sást þó í kjölfarið þegar aðilar á vinnumarkaði unnu þrekvirki og náðu saman að endingu. Kannski var það fyrirboði um sumarið 2019? Þegar sólin býður landsmönnum blíðlega góðan dag á hverjum morgni er auðvelt að gleyma stund og stað. Við þurfum ekki lengur ódýra farmiða til Tenerife til að ná í smá lit. Að minnsta kosti ekki að sinni. Í vikunni bárust tíðindi af því að ríkissjóður hefði fjármagnað sig á áður óþekktum kjörum. Það var áminning um sterka stöðu ríkisfjármála. Við höfum raunverulega búið vel í haginn til að mæta áföllum á borð við fall WOW air. Góða veðrið leyfir okkur sömuleiðis að líta landið okkar öðrum augum. Auðvitað vilja ferðamenn sækja okkur heim. En kannski fórum við of geyst á síðustu árum. Leyfðum gullgrafarahugarfari að festa rætur. Getur verið að tímabundið hikst í ferðamannafjölda gefi tækifæri til yfirvegaðs endurmats og ígrundun um hvernig við viljum byggja greinina upp til framtíðar? Í þessu veðurfari leyfir maður sér í það minnsta að láta hugann reika. Landið okkar er einstakt þegar sá gállinn er á því. Við eigum að leyfa öðrum að njóta þess með okkur. En slíkt þarf að gera af ábyrgð og festu, þannig að við skilum landinu í góðu horfi til næstu kynslóða. Góða veðrinu fylgir gleði og bjartsýni. Vonandi er það undanfari góðra tíma.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun