Samgöngusáttmálinn og samstaðan í þágu íbúa Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 18. nóvember 2019 07:30 Ánægjulegt var að finna þann meðbyr sem hugmyndir Viðreisnar nutu á aðalfundi samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem fram fór nýverið. Hugmyndir um gagnsæi og lýðræði, þar sem samtal bæjarfulltrúa þvert á flokka er styrkt á vettvangi samtakanna með það að markmiði að styðja við og ná fram frekari framþróun á þessu mikilvæga svæði, þar sem þorri landsmanna velur sér búsetu. Sameiginlegir hagsmunir sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu eru miklir og mikilvægir fyrir vaxandi íbúabyggð, sem vill og þarf að vera samkeppnishæf jafnt innanlands sem utan. Samgöngumál er eitt stærsta málið sem sameinar okkur, á því leikur enginn vafi. Við sem búum á höfuðborgarsvæðinu veljum okkur búsetu út frá ólíkum forsendum. Þjónusta við börn skiptir barnafjölskyldur óneitanlega mjög miklu máli, skólaval, íþrótta- og tómstundastarf sem styður við þroska barna er þar í forgrunni á meðan fjarlægðin að heiman til vinnu skiptir aðra meira máli, enda tíminn dýrmætur fyrir okkur öll. Þá skipta almenningssamgöngur gríðarlega miklu máli. Sumir nýta þær nú þegar. Aðrir velja einkabílinn sem sinn samgöngumáta, en eru fúsir til að velja almenningssamgöngur, ef þær mæta þörfum þeirra. Því er það mikið fagnaðarefni þegar ólík sjónarmið og áherslur hvað varðar samgöngur ná saman í heildstæðri leið sem mun auka lífsgæði allra íbúa á höfuðborgarsvæðinu til muna. Þá er vert að nefna sérstaklega hversu mikilvægt það er að okkur hafi tekist að sýna framsýni í ákvörðunum, með hag kynslóðanna sem á eftir koma í forgrunni. Breyttar samgönguvenjur ungs fólks eru staðreynd og þá þróun má ekki vanmeta. Fleiri en nokkru sinni velja hjólreiðar sem samgöngumáta. Hjólastígar hafa þegar fengið meira rými og haldið verður áfram að styðja við þann valkost til samgangna. Ungu fólki verður sem betur fer sífellt meira umhugað um umhverfismál. Það sér í hendi sér að það sjálft verði að bregðast við og spyrna við fótum. Loftslagsbreytingar eru þegar staðreynd, en ekki vandi komandi kynslóða. Því skiptir öllu máli að viðhorf ungs fólks séu endurspegluð í ákvarðanatöku í jafn stóru máli og framtíðarskipan almenningssamgangna er.Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ánægjulegt var að finna þann meðbyr sem hugmyndir Viðreisnar nutu á aðalfundi samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem fram fór nýverið. Hugmyndir um gagnsæi og lýðræði, þar sem samtal bæjarfulltrúa þvert á flokka er styrkt á vettvangi samtakanna með það að markmiði að styðja við og ná fram frekari framþróun á þessu mikilvæga svæði, þar sem þorri landsmanna velur sér búsetu. Sameiginlegir hagsmunir sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu eru miklir og mikilvægir fyrir vaxandi íbúabyggð, sem vill og þarf að vera samkeppnishæf jafnt innanlands sem utan. Samgöngumál er eitt stærsta málið sem sameinar okkur, á því leikur enginn vafi. Við sem búum á höfuðborgarsvæðinu veljum okkur búsetu út frá ólíkum forsendum. Þjónusta við börn skiptir barnafjölskyldur óneitanlega mjög miklu máli, skólaval, íþrótta- og tómstundastarf sem styður við þroska barna er þar í forgrunni á meðan fjarlægðin að heiman til vinnu skiptir aðra meira máli, enda tíminn dýrmætur fyrir okkur öll. Þá skipta almenningssamgöngur gríðarlega miklu máli. Sumir nýta þær nú þegar. Aðrir velja einkabílinn sem sinn samgöngumáta, en eru fúsir til að velja almenningssamgöngur, ef þær mæta þörfum þeirra. Því er það mikið fagnaðarefni þegar ólík sjónarmið og áherslur hvað varðar samgöngur ná saman í heildstæðri leið sem mun auka lífsgæði allra íbúa á höfuðborgarsvæðinu til muna. Þá er vert að nefna sérstaklega hversu mikilvægt það er að okkur hafi tekist að sýna framsýni í ákvörðunum, með hag kynslóðanna sem á eftir koma í forgrunni. Breyttar samgönguvenjur ungs fólks eru staðreynd og þá þróun má ekki vanmeta. Fleiri en nokkru sinni velja hjólreiðar sem samgöngumáta. Hjólastígar hafa þegar fengið meira rými og haldið verður áfram að styðja við þann valkost til samgangna. Ungu fólki verður sem betur fer sífellt meira umhugað um umhverfismál. Það sér í hendi sér að það sjálft verði að bregðast við og spyrna við fótum. Loftslagsbreytingar eru þegar staðreynd, en ekki vandi komandi kynslóða. Því skiptir öllu máli að viðhorf ungs fólks séu endurspegluð í ákvarðanatöku í jafn stóru máli og framtíðarskipan almenningssamgangna er.Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar