Kona sem hræðist karla Sunna Dís Jónasdóttir skrifar 19. nóvember 2019 07:30 Í síðustu viku hafði systir mín ákveðið að fara á Tinder stefnumót með manni sem hún hafði einungis talað við í rúma viku. Þetta stefnumót átti að endast eina sundferð en ílengdist í næstum tvo sólarhringa, fjölskyldunni og vinum til mikils ama. Þar sem okkar seinustu samskipti við hana voru mánudagskvöldið um átta leytið og heyrðist ekkert í henni þangað til á miðvikudagseftirmiðdegi. Síminn batteríslaus, engin virkni á samfélagsmiðlum og engin ummerki um að hún hafi komið heim til sín, í herbergið sem hún leigir sér í Hlíðunum, Reykjavík. Öll þessi atriði samanlögð urðu að mikilli geðshræringu, skiljanlega þar sem hún var að fara hitta ókunnugan útlenskan mann, sem hún kvað búsettan hér til margra ára. Saklaust Tinder stefnumót, sem gekk það vel að það endist í nánast tvo sólarhringa. Eftir að hafa náð sér niður að hún væri óhult og þetta hefði bara gengið svona vel og henni datt ekki í hug að allir í kringum hana væru að farast út áhyggjum að eitthvað miður hafi átt sér stað þá fór ég að velta fyrir mér hversu fljótt hugsunin fór í að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað þegar kona hittir mann. Þegar ég var unglingur þá bar ég út Morgunblaðið á hverjum morgni í nánast fimm ár. Bekkjarfélagi minn bar einnig út Morgunblaðið í næsta hverfi álíka lengi. Við áttum samræður á ákveðnum tímapunkti um hræðslu við að vera ein/nn á morgnana og allt það sem tengdist þeirri hræðslu. Það sem kom fljótt í ljós er að þetta var einungis mín hræðsla ekki hans. Hann óttaðist ekki að bera út og hann svo sannarlega kannaðist ekki við að vera sérstaklega hræddur við karlmenn né að bera út á laugardagsmorgnum líkt og ég. Ég held að á þessum tímapunkti hafi ég fyrst áttað mig á að við búum ekki í sama veruleika. Ég er kona sem óttast karla, og af ástæðu. Það sem ógnar mest lífi kvenna eru karlmenn, það sem ógnar lífi flestra karla eru hjartasjúkdómar. Það verður ekki farið nánar ofan í af hverju þetta er svona því ég hreinlega skil það ekki og veit það ekki. Ég vildi að þetta væri ekki raunveruleikinn en ég vil hins vegar hlusta á mörkin mín og viðurkenna fyrir öllum mínum frumum að ég er kona sem hræðist karlmenn. Ég hræðist þá til dæmis á þann hátt að þegar ég hef ekki heyrt í systur minni í nánast tvo sólarhringa að hún sé ekki óhult þar sem hún sást síðast með manni sem hún kynntist á Tinder. Ég hræðist karlmenn þegar ég geng ein heima í myrkri og mæti þeim. Ég hræðist þá þegar strákurinn minn sem er 11 ára er ekki kominn heim og hann lagði af stað fyrir 30 mín frá skólanum eða íþróttaheimilinu, ég hræðist þá á svo milljón mismunandi vegu, oftar en ekki á mjög ómeðvitaðan máta sem er sorgleg staðreynd. Þessi ótti hefur ekki orðið til í tómarúmi heldur vegna blákaldra staðreynda um hvernig heimi við höfum lifað í og höldum áfram að lifa í. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tinder Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku hafði systir mín ákveðið að fara á Tinder stefnumót með manni sem hún hafði einungis talað við í rúma viku. Þetta stefnumót átti að endast eina sundferð en ílengdist í næstum tvo sólarhringa, fjölskyldunni og vinum til mikils ama. Þar sem okkar seinustu samskipti við hana voru mánudagskvöldið um átta leytið og heyrðist ekkert í henni þangað til á miðvikudagseftirmiðdegi. Síminn batteríslaus, engin virkni á samfélagsmiðlum og engin ummerki um að hún hafi komið heim til sín, í herbergið sem hún leigir sér í Hlíðunum, Reykjavík. Öll þessi atriði samanlögð urðu að mikilli geðshræringu, skiljanlega þar sem hún var að fara hitta ókunnugan útlenskan mann, sem hún kvað búsettan hér til margra ára. Saklaust Tinder stefnumót, sem gekk það vel að það endist í nánast tvo sólarhringa. Eftir að hafa náð sér niður að hún væri óhult og þetta hefði bara gengið svona vel og henni datt ekki í hug að allir í kringum hana væru að farast út áhyggjum að eitthvað miður hafi átt sér stað þá fór ég að velta fyrir mér hversu fljótt hugsunin fór í að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað þegar kona hittir mann. Þegar ég var unglingur þá bar ég út Morgunblaðið á hverjum morgni í nánast fimm ár. Bekkjarfélagi minn bar einnig út Morgunblaðið í næsta hverfi álíka lengi. Við áttum samræður á ákveðnum tímapunkti um hræðslu við að vera ein/nn á morgnana og allt það sem tengdist þeirri hræðslu. Það sem kom fljótt í ljós er að þetta var einungis mín hræðsla ekki hans. Hann óttaðist ekki að bera út og hann svo sannarlega kannaðist ekki við að vera sérstaklega hræddur við karlmenn né að bera út á laugardagsmorgnum líkt og ég. Ég held að á þessum tímapunkti hafi ég fyrst áttað mig á að við búum ekki í sama veruleika. Ég er kona sem óttast karla, og af ástæðu. Það sem ógnar mest lífi kvenna eru karlmenn, það sem ógnar lífi flestra karla eru hjartasjúkdómar. Það verður ekki farið nánar ofan í af hverju þetta er svona því ég hreinlega skil það ekki og veit það ekki. Ég vildi að þetta væri ekki raunveruleikinn en ég vil hins vegar hlusta á mörkin mín og viðurkenna fyrir öllum mínum frumum að ég er kona sem hræðist karlmenn. Ég hræðist þá til dæmis á þann hátt að þegar ég hef ekki heyrt í systur minni í nánast tvo sólarhringa að hún sé ekki óhult þar sem hún sást síðast með manni sem hún kynntist á Tinder. Ég hræðist karlmenn þegar ég geng ein heima í myrkri og mæti þeim. Ég hræðist þá þegar strákurinn minn sem er 11 ára er ekki kominn heim og hann lagði af stað fyrir 30 mín frá skólanum eða íþróttaheimilinu, ég hræðist þá á svo milljón mismunandi vegu, oftar en ekki á mjög ómeðvitaðan máta sem er sorgleg staðreynd. Þessi ótti hefur ekki orðið til í tómarúmi heldur vegna blákaldra staðreynda um hvernig heimi við höfum lifað í og höldum áfram að lifa í.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun