Sumu er auðsvarað Bjarni Benediktsson skrifar 7. júní 2019 07:00 Vegna fækkunar ferðamanna og aflabrests í mikilvægum veiðistofni, loðnunni, verður ekki hagvöxtur á þessu ári eins og spáð hafði verið. Hagkerfið hefur á hinn bóginn verið í miklum vexti undanfarin ár. Það er merkileg staðreynd að hagkerfið er orðið um 25% stærra en það var árið 2013. Sá tímabundni samdráttur sem nú er gert ráð fyrir er í engu sambærilegur erfiðum samdráttarskeiðum sem við höfum gengið í gegnum áður. Um þetta eru allir sammála. Ja, nema mögulega Samfylkingin sem hélt fund á mánudaginn var undir yfirskriftinni: „Er annað hrun í vændum?“ Ekkert hefur spurst út um niðurstöðu fundarins. En þessu er auðsvarað. Tvennt stendur upp úr þegar horft er yfir sviðið um þessar mundir: Horfur til næstu ára eru ágætar. Spáð er hóflegri verðbólgu, áframhaldandi hagvexti, lækkandi vöxtum og með því skilyrðum fyrir aukinn kaupmátt. Við munum lækka tekjuskatt, tryggingagjald lækkar aftur um næstu áramót og áfram verður haldið við styrkingu innviða. Hins vegar er mikilvægt að gera sér grein fyrir því hve vel við erum í stakk búin til að takast á við breytingar í ytra umhverfinu. Við höfum dregið lærdóm af sögunni, breytt lögum, aukið aga í opinberum fjármálum, innleitt fjármálareglur og búið í haginn fyrir erfiðari tíma. Á undanförnum árum hefur margt gerst: Við höfum greitt upp 660 milljarða af skuldum og stórlækkað vaxtagreiðslur. Rekið ríkissjóð með rétt um 390 milljarða afgangi frá 2014. Erlendar eignir okkar umfram skuldir nema um 600 milljörðum. Eiginfjárstaða heimila og fyrirtækja hefur stórbatnað og sparnaður vaxið. Við höfum opnað landið fyrir aukin viðskipti með niðurfellingu vörugjalda og tolla. Aðlögun að breyttum horfum í hagkerfinu verður ekki með öllu sársaukalaus. Við þurfum að skapa ný störf, sækja fram og halda verðmætasköpun í landinu áfram. Til þess þarf frumkvæði, bjartsýni og kraft. Það þarf réttar áherslur. Það getur líka skipt máli að kunna að spyrja réttu spurninganna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Benediktsson Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Skoðun Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Vegna fækkunar ferðamanna og aflabrests í mikilvægum veiðistofni, loðnunni, verður ekki hagvöxtur á þessu ári eins og spáð hafði verið. Hagkerfið hefur á hinn bóginn verið í miklum vexti undanfarin ár. Það er merkileg staðreynd að hagkerfið er orðið um 25% stærra en það var árið 2013. Sá tímabundni samdráttur sem nú er gert ráð fyrir er í engu sambærilegur erfiðum samdráttarskeiðum sem við höfum gengið í gegnum áður. Um þetta eru allir sammála. Ja, nema mögulega Samfylkingin sem hélt fund á mánudaginn var undir yfirskriftinni: „Er annað hrun í vændum?“ Ekkert hefur spurst út um niðurstöðu fundarins. En þessu er auðsvarað. Tvennt stendur upp úr þegar horft er yfir sviðið um þessar mundir: Horfur til næstu ára eru ágætar. Spáð er hóflegri verðbólgu, áframhaldandi hagvexti, lækkandi vöxtum og með því skilyrðum fyrir aukinn kaupmátt. Við munum lækka tekjuskatt, tryggingagjald lækkar aftur um næstu áramót og áfram verður haldið við styrkingu innviða. Hins vegar er mikilvægt að gera sér grein fyrir því hve vel við erum í stakk búin til að takast á við breytingar í ytra umhverfinu. Við höfum dregið lærdóm af sögunni, breytt lögum, aukið aga í opinberum fjármálum, innleitt fjármálareglur og búið í haginn fyrir erfiðari tíma. Á undanförnum árum hefur margt gerst: Við höfum greitt upp 660 milljarða af skuldum og stórlækkað vaxtagreiðslur. Rekið ríkissjóð með rétt um 390 milljarða afgangi frá 2014. Erlendar eignir okkar umfram skuldir nema um 600 milljörðum. Eiginfjárstaða heimila og fyrirtækja hefur stórbatnað og sparnaður vaxið. Við höfum opnað landið fyrir aukin viðskipti með niðurfellingu vörugjalda og tolla. Aðlögun að breyttum horfum í hagkerfinu verður ekki með öllu sársaukalaus. Við þurfum að skapa ný störf, sækja fram og halda verðmætasköpun í landinu áfram. Til þess þarf frumkvæði, bjartsýni og kraft. Það þarf réttar áherslur. Það getur líka skipt máli að kunna að spyrja réttu spurninganna.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar