Opið bréf til heilbrigðisráðherra Adda Sigurjónsdóttir skrifar 29. ágúst 2019 13:35 Snemma í vor, löngu eftir að samningstíma milli sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara og Sjúkratrygginga Íslands var lokið var samninganefnd sjúkraþjálfara loksins boðuð á langumbeðinn fund með samninganefnd Sjúkratrygginga. Þar var þeim tilkynnt að ekki yrði áfram samið við sjúkraþjálfara um þessa þjónustu og með það fór samninganefndin furðulostin og beiðni hennar um fund með ráðherra var árangurslaus fyrir utan eitt skipti en þá var fundurinn afboðaður með hálftíma fyrirvara. Ekki þarf að útskýra að fáir sjúkraþjálfarar hafa tekið sumarleyfi í þessu frábæra sumri vegna óvissu. Eftir langt sumar þar sem sjúkraþjálfarar sem starfa sjálfstætt á Íslandi hafa beðið eftir einhverjum svörum um hvað Heilbrigðisráðherra ætli sér varðandi framtíð þeirra kemur nú síðsumars auglýsing frá Sjúkratryggingum Íslands um að ætlunin sé að bjóða út sjúkraþjálfun á evrópska efnahagssvæðinu. Þeir voru svo elskulegir að taka fram að: „Þar sem um umtalsverða breytingu er að ræða fyrir sjálfstætt starfandi sjúkraþálfara er mikilvægt að þeir kynni sér í tíma innkaupaferlið á vef Ríkiskaupa.“ Ég tek það fram að ég myndi gjarnan vilja kynna mér útboðsgögnin en þau eru þegar þetta er ritað ekki komin á vefinn þrátt fyrir að ég megi vinna eftir útrunnum samningi einungis til 1. október. Ég geri mér fulla grein fyrir því að Ráðherra og ríkisstjórn geti og eigi að setja stefnumótun í heilbrigðiskerfinu en á dauða mínum átti ég von frekar en að hún myndi byrja á að laga það sem ekki er brotið.Ég hef hingað til ekki talið ráðherra sérstakan áhugaaðila á frjálsum útboðum í heilbrigðiskerfinu. En ef hún hefur séð ljósið hefði ég frekar búist við því að hún myndi bjóða út nokkur hundruð hnéskiptaaðgerðir, nokkur hundruð aðgerðir á augasteinum, myndi vilja taka svo kallað „overflow“ á góðu verði hjá einkaaðilum áður en hún réðist á heildarkerfi sjúkraþjálfara. Mér hefði einnig fundist vel til fundið að bjóða út rekstur endurhæfingarstöðvar fyrir unga fíkla, gæðaeftirlit með starfsemi heilbrigðisstofnana og þeirrar þjónustu sem þar er veittur óháð hvort starfsemin er opinber eða einkarekin. Mér finnst líka að ef breyta eigi í grundvallaratriðum starfi og framtíð sjúkraþjálfunar og sérhæfðra starfsmanna innan hennar til langframa hefði verið gott ráð að hafa samráð við téða stétt. Hver er tilgangur þessa útboðs? Hann er samkvæmt auglýsingunni:„Þjónustan skal miða að því að bæta/viðhalda sjálfsbjargargetu einstaklinga með það að markmiði að einstaklingar geti stundað atvinnu og/eða nám og að aldraðir og fólk með færniskerðingar geti búið í sjálfstæðri búsetu sem allra stærstan hluta ævi sinnar og þurfi sem minnst að dvelja á sjúkrahúsi eða dvalarstofnun.“ Ég er með frétt til ráðherra. Þetta hefur verið stefna sjúkraþjálfara frá byrjun. Einnig höfum við forgangsraðað inn á okkur sjúklingum eftir bestu getu en við erum allir sjúkraþjálfararnir að drukkna í sjúklingum á biðlistum. Hvernig væri að byrja á að laga kerfið þar sem það þarfnast lagfæringar? Laga hluti eins og þá staðreynd að aldrei hafa meiri fjármunum verið varið í heilbrigðiskerfið en samt fækkar aðgerðum, biðlistar lengjast og ekki eru næg hjúkrunarrými. Laga hluti eins og þá staðreynd að maki MND sjúklings fær umönnunarbætur þar til hann sjálfur verður 67 ára en þá verði hann að taka umönnuna að sér sem áhugamál? Þetta útspil ráðherra vekur einnig upp aðrar spurningar eins og hvað á að verða um öll þau fyrirtæki sjúkraþjálfara sem ekki bjóða í verkið eða þá þjálfara sem ekki fá að vinna í kerfinu áfram? Hver á að sinna þeim sjúklingum sem hafa verið hjá þessum sjúkraþjálfurum eða þeim sjúklingum sem eru hundruðum saman á biðlistum þessara fyrirtækja? Hvernig eiga sjúkrahúsin að útskrifa sjúklinga í endurhæfingu á heimasvæði? Hvernig ætlar hún sér að láta eitt fyrirtæki sjúkraþjálfara sjá um alla sjúkraþjálfun á höfuðborgarsvæðinu þegar þær stofur sem fyrir eru eru með hundruði á biðlista? Eru útboð ekki ætluð til að fá hagkvæmt verð í ákveðin verk en ekki til útrýmingar á heilli starfstétt og eyðileggingar á gríðarlegri langtíma uppbyggingu? Er þetta ósmekkleg aðferð til að loka á aðgengi sjúklinga til endurhæfingar? Hvað ætlar ráðherra að gera ef engar stöðvar bjóða í verkið eða allar stöðvarnar bjóða mjög hátt verð í verkið? Sjúkraþjálfarar eru að framkvæma verk sín á mjög hagkvæman hátt fyrir ríkið og mikil ánægja hefur verið með verk þeirra samkvæmt könnunum. Ég tala fyrir mig en ég mun alvarlega hugsa mig um hvort ég vilji starfa áfram í minni starfsgrein eftir þessa blautu síðsumarstusku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Snemma í vor, löngu eftir að samningstíma milli sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara og Sjúkratrygginga Íslands var lokið var samninganefnd sjúkraþjálfara loksins boðuð á langumbeðinn fund með samninganefnd Sjúkratrygginga. Þar var þeim tilkynnt að ekki yrði áfram samið við sjúkraþjálfara um þessa þjónustu og með það fór samninganefndin furðulostin og beiðni hennar um fund með ráðherra var árangurslaus fyrir utan eitt skipti en þá var fundurinn afboðaður með hálftíma fyrirvara. Ekki þarf að útskýra að fáir sjúkraþjálfarar hafa tekið sumarleyfi í þessu frábæra sumri vegna óvissu. Eftir langt sumar þar sem sjúkraþjálfarar sem starfa sjálfstætt á Íslandi hafa beðið eftir einhverjum svörum um hvað Heilbrigðisráðherra ætli sér varðandi framtíð þeirra kemur nú síðsumars auglýsing frá Sjúkratryggingum Íslands um að ætlunin sé að bjóða út sjúkraþjálfun á evrópska efnahagssvæðinu. Þeir voru svo elskulegir að taka fram að: „Þar sem um umtalsverða breytingu er að ræða fyrir sjálfstætt starfandi sjúkraþálfara er mikilvægt að þeir kynni sér í tíma innkaupaferlið á vef Ríkiskaupa.“ Ég tek það fram að ég myndi gjarnan vilja kynna mér útboðsgögnin en þau eru þegar þetta er ritað ekki komin á vefinn þrátt fyrir að ég megi vinna eftir útrunnum samningi einungis til 1. október. Ég geri mér fulla grein fyrir því að Ráðherra og ríkisstjórn geti og eigi að setja stefnumótun í heilbrigðiskerfinu en á dauða mínum átti ég von frekar en að hún myndi byrja á að laga það sem ekki er brotið.Ég hef hingað til ekki talið ráðherra sérstakan áhugaaðila á frjálsum útboðum í heilbrigðiskerfinu. En ef hún hefur séð ljósið hefði ég frekar búist við því að hún myndi bjóða út nokkur hundruð hnéskiptaaðgerðir, nokkur hundruð aðgerðir á augasteinum, myndi vilja taka svo kallað „overflow“ á góðu verði hjá einkaaðilum áður en hún réðist á heildarkerfi sjúkraþjálfara. Mér hefði einnig fundist vel til fundið að bjóða út rekstur endurhæfingarstöðvar fyrir unga fíkla, gæðaeftirlit með starfsemi heilbrigðisstofnana og þeirrar þjónustu sem þar er veittur óháð hvort starfsemin er opinber eða einkarekin. Mér finnst líka að ef breyta eigi í grundvallaratriðum starfi og framtíð sjúkraþjálfunar og sérhæfðra starfsmanna innan hennar til langframa hefði verið gott ráð að hafa samráð við téða stétt. Hver er tilgangur þessa útboðs? Hann er samkvæmt auglýsingunni:„Þjónustan skal miða að því að bæta/viðhalda sjálfsbjargargetu einstaklinga með það að markmiði að einstaklingar geti stundað atvinnu og/eða nám og að aldraðir og fólk með færniskerðingar geti búið í sjálfstæðri búsetu sem allra stærstan hluta ævi sinnar og þurfi sem minnst að dvelja á sjúkrahúsi eða dvalarstofnun.“ Ég er með frétt til ráðherra. Þetta hefur verið stefna sjúkraþjálfara frá byrjun. Einnig höfum við forgangsraðað inn á okkur sjúklingum eftir bestu getu en við erum allir sjúkraþjálfararnir að drukkna í sjúklingum á biðlistum. Hvernig væri að byrja á að laga kerfið þar sem það þarfnast lagfæringar? Laga hluti eins og þá staðreynd að aldrei hafa meiri fjármunum verið varið í heilbrigðiskerfið en samt fækkar aðgerðum, biðlistar lengjast og ekki eru næg hjúkrunarrými. Laga hluti eins og þá staðreynd að maki MND sjúklings fær umönnunarbætur þar til hann sjálfur verður 67 ára en þá verði hann að taka umönnuna að sér sem áhugamál? Þetta útspil ráðherra vekur einnig upp aðrar spurningar eins og hvað á að verða um öll þau fyrirtæki sjúkraþjálfara sem ekki bjóða í verkið eða þá þjálfara sem ekki fá að vinna í kerfinu áfram? Hver á að sinna þeim sjúklingum sem hafa verið hjá þessum sjúkraþjálfurum eða þeim sjúklingum sem eru hundruðum saman á biðlistum þessara fyrirtækja? Hvernig eiga sjúkrahúsin að útskrifa sjúklinga í endurhæfingu á heimasvæði? Hvernig ætlar hún sér að láta eitt fyrirtæki sjúkraþjálfara sjá um alla sjúkraþjálfun á höfuðborgarsvæðinu þegar þær stofur sem fyrir eru eru með hundruði á biðlista? Eru útboð ekki ætluð til að fá hagkvæmt verð í ákveðin verk en ekki til útrýmingar á heilli starfstétt og eyðileggingar á gríðarlegri langtíma uppbyggingu? Er þetta ósmekkleg aðferð til að loka á aðgengi sjúklinga til endurhæfingar? Hvað ætlar ráðherra að gera ef engar stöðvar bjóða í verkið eða allar stöðvarnar bjóða mjög hátt verð í verkið? Sjúkraþjálfarar eru að framkvæma verk sín á mjög hagkvæman hátt fyrir ríkið og mikil ánægja hefur verið með verk þeirra samkvæmt könnunum. Ég tala fyrir mig en ég mun alvarlega hugsa mig um hvort ég vilji starfa áfram í minni starfsgrein eftir þessa blautu síðsumarstusku.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun