Hefði Nóbelsverðlaunaskáldið kallað þá skemenn? Ole Anton Bieltvedt skrifar 29. ágúst 2019 09:00 Það hefur verið með ólíkindum, hvernig bullið og ruglið um ESB-orkupakkana hefur flætt yfir bakkana, án efnisraka, góðra útskýringa eða skiljanlegs málflutnings. Það hefur verið talinn góður siður að hugsa og kynna sér málin fyrst og tjá sig svo á eftir. Hér, hins vegar, láta menn í stórum stíl – líka virðingarverðir menn og að margra mati góðir og klárir, líka merkir ritstjórar og fyrrverandi ráðherrar, svo að ekki sé nú talað um þá, sem hvort tveggja eru – móðan mása og spara ekki stóru orðin annaðhvort af þekkingarskorti eða í stórfelldum blekkingaleik. Þessi mannskapur heldur því fram, að Íslendingar búi yfir gífurlegri raforku, langt umfram aðra menn og þjóðir, og að vondir útlendingar og ESB-grýlur ásælist þennan mikla orkuauð okkar. Hver er sannleikurinn í málinu? Hér að neðan verður reynt, að koma kjarna hans að – þó að þetta verði kannske bara eins og dropi í ólgandi ósanninda- og blekkingahafið. „Orkan okkar“ – þar sem nokkrir þeirra eru samankomnir, sem Laxness hefði kannske kallað skemenn – segir m.a. þetta í heilsíðuauglýsingu í Mogga nýlega. „VIÐ ERUM MESTA RAFORKUÞJÓÐ HEIMS.“ Þetta myndi auðvitað gera íslenzka raforku merkilega, og væri jafnvel hægt að tala um sérstök auðæfi, ef þetta væri nú bara satt og rétt. Og hver er sannleikurinn? ESB framleiðir (2017) 2.895.917.693 gígavattstundir af raforku. Og hvað framleiddi Ísland? 18.061.163 gígavattstundir. Íslenzk raforkuframleiðsla er sem sé aðeins 0,6% af raforkuframleiðslu ESB. Íslenzk raforka er þannig rétt upp í nös á ketti í evrópsku heildarsamhengi; það ásælist hana enginn og það hefur enginn minnsta áhuga á henni. Liggur ekki líka fyrir, að okkur kynni sjálf að skorta orku, til eigin nota, innan þriggja ára? Næstu meiriháttar rafstrengir verða lagðir yfir Miðjarðarhaf, frá Afríku til Evrópu, byggt á óendanlegri sólarorku þeirrar álfu, verði Evrópa þá ekki orðin sjálfri sér næg með sólar-, vind- og sjávarfallaorku. Og hvað meinti svo rithöfundurinn mikli með „skemaður“? Blekkingameistari, loddari, hræsnari, en reyndar líka seiðkarl. Simmi seiðkarl? Hljómar ekki illa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Það hefur verið með ólíkindum, hvernig bullið og ruglið um ESB-orkupakkana hefur flætt yfir bakkana, án efnisraka, góðra útskýringa eða skiljanlegs málflutnings. Það hefur verið talinn góður siður að hugsa og kynna sér málin fyrst og tjá sig svo á eftir. Hér, hins vegar, láta menn í stórum stíl – líka virðingarverðir menn og að margra mati góðir og klárir, líka merkir ritstjórar og fyrrverandi ráðherrar, svo að ekki sé nú talað um þá, sem hvort tveggja eru – móðan mása og spara ekki stóru orðin annaðhvort af þekkingarskorti eða í stórfelldum blekkingaleik. Þessi mannskapur heldur því fram, að Íslendingar búi yfir gífurlegri raforku, langt umfram aðra menn og þjóðir, og að vondir útlendingar og ESB-grýlur ásælist þennan mikla orkuauð okkar. Hver er sannleikurinn í málinu? Hér að neðan verður reynt, að koma kjarna hans að – þó að þetta verði kannske bara eins og dropi í ólgandi ósanninda- og blekkingahafið. „Orkan okkar“ – þar sem nokkrir þeirra eru samankomnir, sem Laxness hefði kannske kallað skemenn – segir m.a. þetta í heilsíðuauglýsingu í Mogga nýlega. „VIÐ ERUM MESTA RAFORKUÞJÓÐ HEIMS.“ Þetta myndi auðvitað gera íslenzka raforku merkilega, og væri jafnvel hægt að tala um sérstök auðæfi, ef þetta væri nú bara satt og rétt. Og hver er sannleikurinn? ESB framleiðir (2017) 2.895.917.693 gígavattstundir af raforku. Og hvað framleiddi Ísland? 18.061.163 gígavattstundir. Íslenzk raforkuframleiðsla er sem sé aðeins 0,6% af raforkuframleiðslu ESB. Íslenzk raforka er þannig rétt upp í nös á ketti í evrópsku heildarsamhengi; það ásælist hana enginn og það hefur enginn minnsta áhuga á henni. Liggur ekki líka fyrir, að okkur kynni sjálf að skorta orku, til eigin nota, innan þriggja ára? Næstu meiriháttar rafstrengir verða lagðir yfir Miðjarðarhaf, frá Afríku til Evrópu, byggt á óendanlegri sólarorku þeirrar álfu, verði Evrópa þá ekki orðin sjálfri sér næg með sólar-, vind- og sjávarfallaorku. Og hvað meinti svo rithöfundurinn mikli með „skemaður“? Blekkingameistari, loddari, hræsnari, en reyndar líka seiðkarl. Simmi seiðkarl? Hljómar ekki illa.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun