Segja ekki tímabært að ræða áhrif flugbannsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. mars 2019 13:45 Boeing 737 MAX 8 vél í flota Icelandair. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Ekki er tímabært fyrir Icelandair að ræða áhrif flugbannsins á Boeing 737 MAX 8 flugvélarnar á rekstur félagsins fyrr en „allar upplýsingar liggja formlega fyrir“.Þetta kemur fram í svari Icelandair við fyrirspurn fréttastofu sem hefur á undanförnum dögum óskað eftir því að fá svör við ýmsum spurningum sem vaknað hafa í kjölfar þess að flugfélagið ákvað að taka allar Boeing 737 MAX 8 flugvélar sínar úr rekstri, þrjár talsins, um óákveðinn tíma.Flugvélarnar hafa verið kyrrsettar víða um heim í kjölfar flugslyss í Eþíópíu þar sem vél Ethiopian Airlines, sem var af gerðinni Boeing 737 MAX 8, hrapaði skömmu eftir flugtak.Þetta var annað mannskæða flugslysið á innan við fimm mánuðum þar sem umrædd flugvélagerð kemur við sögu, en 189 manns fórust þegar vél Lion Air hrapaði í Jövuhafi í október, einnig skömmu eftir flugtak.Tvær Boeing 737 Max 8. á flugbraut í Renton í Washington. Bandarísk flugmálayfirvöld hafa farið fram á að gerðar verði lagfæringar á þotunum.Getty/Stephen BrashearLíklegt að uppfærslan verði ekki klár fyrr en í maí Komið hefur fram að Icelandair fari nú yfir stöðu mála vegna kyrrsettningarinnar og að til greina komið að leigja aðrar vélar til að fylla í skarð þeirra þriggja flugvéla sem ekki mega fara í loftið.Þá hefur einnig komið fram að það gæti valdið vandræðum íleiðakerfi félagsins nái bannið fram yfir páska, síðari hlutann í apríl. Í vor var gert ráð fyrir að Icelandair tæki sex MAX 8 vélar til notkunar í viðbót.Boeing vinnur nú hörðum höndumað því að uppfæra hugbúnað í vélunum sem kenningar eru uppi um að beri ábyrgð á flugslysunum mannskæðu. Líklegt er hins vegar að sú vinna muni taka fram í maí. Fréttastofa óskaði því eftir upplýsingum hvaða áhrif þetta gæti hafa haft á rekstur flugfélagsins, hvernig það myndi bregðast við því kæmi til þess að ekki væri hægt að taka hinar sex væntanlegu MAX 8 þotur í notkun og hver væri staða þeirra flugvéla sem hinar nýju þotur áttu að koma í staðinn fyrir.„Það er ekki tímabært fyrir okkur að ræða þessi mál frekar fyrr en allar upplýsingar liggja formlega fyrir,“ var svar Icelandair við fyrirspurn Vísis. Samsvarandi svar barst einnig fyrir helgi þegar óskað var eftir sömu upplýsingum. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Flugriti vélarinnar sýnir líkindi með slysinu í Indónesíu Gögn úr flugrita flugvélar Ethiopian Airlines sem hrapaði fyrir viku síðan sýna fram á líkindi með flugslysinu í Indónesíu sem átti sér stað í október í fyrra. 17. mars 2019 18:18 Hugbúnaðaruppfærslan á lokametrunum Forstjóri Boeing sendir frá sér yfirlýsingu. 17. mars 2019 23:29 Fyrirbyggjandi ráðstafanir eðlilegar þegar kemur að flugöryggi Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir eðlilegt að gripið sé til fyrirbyggjandi ráðstafanna þegar kemur að flugöryggi. 14. mars 2019 20:00 Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Sjá meira
Ekki er tímabært fyrir Icelandair að ræða áhrif flugbannsins á Boeing 737 MAX 8 flugvélarnar á rekstur félagsins fyrr en „allar upplýsingar liggja formlega fyrir“.Þetta kemur fram í svari Icelandair við fyrirspurn fréttastofu sem hefur á undanförnum dögum óskað eftir því að fá svör við ýmsum spurningum sem vaknað hafa í kjölfar þess að flugfélagið ákvað að taka allar Boeing 737 MAX 8 flugvélar sínar úr rekstri, þrjár talsins, um óákveðinn tíma.Flugvélarnar hafa verið kyrrsettar víða um heim í kjölfar flugslyss í Eþíópíu þar sem vél Ethiopian Airlines, sem var af gerðinni Boeing 737 MAX 8, hrapaði skömmu eftir flugtak.Þetta var annað mannskæða flugslysið á innan við fimm mánuðum þar sem umrædd flugvélagerð kemur við sögu, en 189 manns fórust þegar vél Lion Air hrapaði í Jövuhafi í október, einnig skömmu eftir flugtak.Tvær Boeing 737 Max 8. á flugbraut í Renton í Washington. Bandarísk flugmálayfirvöld hafa farið fram á að gerðar verði lagfæringar á þotunum.Getty/Stephen BrashearLíklegt að uppfærslan verði ekki klár fyrr en í maí Komið hefur fram að Icelandair fari nú yfir stöðu mála vegna kyrrsettningarinnar og að til greina komið að leigja aðrar vélar til að fylla í skarð þeirra þriggja flugvéla sem ekki mega fara í loftið.Þá hefur einnig komið fram að það gæti valdið vandræðum íleiðakerfi félagsins nái bannið fram yfir páska, síðari hlutann í apríl. Í vor var gert ráð fyrir að Icelandair tæki sex MAX 8 vélar til notkunar í viðbót.Boeing vinnur nú hörðum höndumað því að uppfæra hugbúnað í vélunum sem kenningar eru uppi um að beri ábyrgð á flugslysunum mannskæðu. Líklegt er hins vegar að sú vinna muni taka fram í maí. Fréttastofa óskaði því eftir upplýsingum hvaða áhrif þetta gæti hafa haft á rekstur flugfélagsins, hvernig það myndi bregðast við því kæmi til þess að ekki væri hægt að taka hinar sex væntanlegu MAX 8 þotur í notkun og hver væri staða þeirra flugvéla sem hinar nýju þotur áttu að koma í staðinn fyrir.„Það er ekki tímabært fyrir okkur að ræða þessi mál frekar fyrr en allar upplýsingar liggja formlega fyrir,“ var svar Icelandair við fyrirspurn Vísis. Samsvarandi svar barst einnig fyrir helgi þegar óskað var eftir sömu upplýsingum.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Flugriti vélarinnar sýnir líkindi með slysinu í Indónesíu Gögn úr flugrita flugvélar Ethiopian Airlines sem hrapaði fyrir viku síðan sýna fram á líkindi með flugslysinu í Indónesíu sem átti sér stað í október í fyrra. 17. mars 2019 18:18 Hugbúnaðaruppfærslan á lokametrunum Forstjóri Boeing sendir frá sér yfirlýsingu. 17. mars 2019 23:29 Fyrirbyggjandi ráðstafanir eðlilegar þegar kemur að flugöryggi Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir eðlilegt að gripið sé til fyrirbyggjandi ráðstafanna þegar kemur að flugöryggi. 14. mars 2019 20:00 Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Sjá meira
Flugriti vélarinnar sýnir líkindi með slysinu í Indónesíu Gögn úr flugrita flugvélar Ethiopian Airlines sem hrapaði fyrir viku síðan sýna fram á líkindi með flugslysinu í Indónesíu sem átti sér stað í október í fyrra. 17. mars 2019 18:18
Fyrirbyggjandi ráðstafanir eðlilegar þegar kemur að flugöryggi Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir eðlilegt að gripið sé til fyrirbyggjandi ráðstafanna þegar kemur að flugöryggi. 14. mars 2019 20:00