Raðklúður Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 20. júlí 2019 07:30 Ekki er ofmælt að Fréttablaðið hafi í leiðurum lengst af talað fyrir daufum eyrum í umfjöllun um skelfilega bresti í réttarkerfinu sem birtust eftir hrun, ekki síst með stofnun embættis sérstaks saksóknara. Grunsemdir um að ákveðið hafi verið að klína glæpum á fólk, sem lá vel við höggi og einstaka stjórnmálamenn og háværar raddir í samélaginu völdu til að hengja í hæsta gálga hafa nú fengið byr undir báða vængi svo ekki sé fastar að orði kveðið. Úrskurðir Mannréttindadómstóls Evrópu endurspegla raðklúður, sem styður tilfinninguna um að dómararnir í landinu hafi flotið með, fundið til nýrrar ábyrgðarkenndar og reynt að „standa í stykkinu“ við að gera upp hrunið. Mannréttindadómstóllinn staðfestir að góðar reglur hafi verið látnar víkja æ ofan í æ. Þó að Mannréttindadómstóllinn taki ekki endilega á efnisatriðum mála og skeri ekki úr um sekt eða sýknu, gefa umvandanir hans tilefni til að draga sorglegar niðurstöður margra mála í efa. Ábyrgðin er mikil því hverjum einasta dómi fylgir harmleikur, sem snertir miklu fleiri en þá dæmdu. „Það eru blendnar tilfinningar sem vakna á stundu sem þessari, bæði gleði en á sama tíma reiði. Gleði yfir réttlætinu en reiði yfir því að einhverjir dómarar séu svo ákafir að dæma einhvern að þeir séu tilbúnir að fórna almennum mannréttindum fólks um réttláta málsmeðferð og einnig fara á svig við sjálfsagt réttarfar,“ skrifaði Styrmir Þór Bragason, sem Hæstiréttur dæmdi í fangelsi í máli sem kennt hefur verið við Exeter, þegar niðurstaða Mannréttindadómstólsins lá fyrir í vikunni. Þann daginn bættust enn tvær fréttir í safnið frá Mannréttindadómstólnum um raðklúðrið í íslenska dómskerfinu: „Mig langar að tileinka þennan sigur börnunum mínum sem þurftu að upplifa ótrúlega hegðun af hálfu ýmissa aðila á meðan á þessu máli stóð,“ bætti Styrmir við. Annar maður, sem var í svipaðri stöðu eftir annan úrskurð Mannréttindadómstólsins, skrifaði blaðinu í tölvupósti: „Ég hef lært mikið um mig og lífið sjálft síðustu ár. Ég vil að börnin mín séu stolt af því að vera Íslendingar. Það er erfitt að innræta þeim það. Okkar samfélag ætlar seint að draga lærdóm af því sem gerðist með upplýstri umræðu. Mannréttindadómstóllinn staðfestir hvert klúðrið á fætur öðru og enginn sætir ábyrgð.“ Fréttablaðið – og miðlar sem því tengdust til skamms tíma – getur verið stolt af því að hafa maldað í móinn, litið á mál frá fleiri en einni hlið og varað við hugsanlegu offorsi meðan mest gekk á í réttarsölunum. Það var ekki alltaf létt verk. Flestir fjölmiðlar landsins stóðu þéttan vörð um kerfið, saksóknarann og dómstólana. Einmitt kerfið sem þeim ber að vakta. Þeir féllu í þá gryfju að finna handhafa sannleikans, sem yfirleitt fyrirfinnst ekki – ekki einu sinni hjá þeim sem fara með opinbert vald og hafa reikult almenningsálitið með sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Ekki er ofmælt að Fréttablaðið hafi í leiðurum lengst af talað fyrir daufum eyrum í umfjöllun um skelfilega bresti í réttarkerfinu sem birtust eftir hrun, ekki síst með stofnun embættis sérstaks saksóknara. Grunsemdir um að ákveðið hafi verið að klína glæpum á fólk, sem lá vel við höggi og einstaka stjórnmálamenn og háværar raddir í samélaginu völdu til að hengja í hæsta gálga hafa nú fengið byr undir báða vængi svo ekki sé fastar að orði kveðið. Úrskurðir Mannréttindadómstóls Evrópu endurspegla raðklúður, sem styður tilfinninguna um að dómararnir í landinu hafi flotið með, fundið til nýrrar ábyrgðarkenndar og reynt að „standa í stykkinu“ við að gera upp hrunið. Mannréttindadómstóllinn staðfestir að góðar reglur hafi verið látnar víkja æ ofan í æ. Þó að Mannréttindadómstóllinn taki ekki endilega á efnisatriðum mála og skeri ekki úr um sekt eða sýknu, gefa umvandanir hans tilefni til að draga sorglegar niðurstöður margra mála í efa. Ábyrgðin er mikil því hverjum einasta dómi fylgir harmleikur, sem snertir miklu fleiri en þá dæmdu. „Það eru blendnar tilfinningar sem vakna á stundu sem þessari, bæði gleði en á sama tíma reiði. Gleði yfir réttlætinu en reiði yfir því að einhverjir dómarar séu svo ákafir að dæma einhvern að þeir séu tilbúnir að fórna almennum mannréttindum fólks um réttláta málsmeðferð og einnig fara á svig við sjálfsagt réttarfar,“ skrifaði Styrmir Þór Bragason, sem Hæstiréttur dæmdi í fangelsi í máli sem kennt hefur verið við Exeter, þegar niðurstaða Mannréttindadómstólsins lá fyrir í vikunni. Þann daginn bættust enn tvær fréttir í safnið frá Mannréttindadómstólnum um raðklúðrið í íslenska dómskerfinu: „Mig langar að tileinka þennan sigur börnunum mínum sem þurftu að upplifa ótrúlega hegðun af hálfu ýmissa aðila á meðan á þessu máli stóð,“ bætti Styrmir við. Annar maður, sem var í svipaðri stöðu eftir annan úrskurð Mannréttindadómstólsins, skrifaði blaðinu í tölvupósti: „Ég hef lært mikið um mig og lífið sjálft síðustu ár. Ég vil að börnin mín séu stolt af því að vera Íslendingar. Það er erfitt að innræta þeim það. Okkar samfélag ætlar seint að draga lærdóm af því sem gerðist með upplýstri umræðu. Mannréttindadómstóllinn staðfestir hvert klúðrið á fætur öðru og enginn sætir ábyrgð.“ Fréttablaðið – og miðlar sem því tengdust til skamms tíma – getur verið stolt af því að hafa maldað í móinn, litið á mál frá fleiri en einni hlið og varað við hugsanlegu offorsi meðan mest gekk á í réttarsölunum. Það var ekki alltaf létt verk. Flestir fjölmiðlar landsins stóðu þéttan vörð um kerfið, saksóknarann og dómstólana. Einmitt kerfið sem þeim ber að vakta. Þeir féllu í þá gryfju að finna handhafa sannleikans, sem yfirleitt fyrirfinnst ekki – ekki einu sinni hjá þeim sem fara með opinbert vald og hafa reikult almenningsálitið með sér.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun