Ég er eins og ég er Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 15. ágúst 2019 07:00 Þegar lögreglan í New York stormaði inn á Stonewall-barinn fyrir fimmtíu árum áttu flestir von á að atburðarásin yrði hefðbundin. Lögreglan gerði reglulega rassíu á þessum vinsæla bar þar sem hinsegin fólk gat dansað saman óáreitt. Í þetta sinn var lögreglan hins vegar borin ofurliði – fólk fékk nóg og fjöldinn reis upp gegn vanvirðingu, yfirgangi og óréttlæti. Átök stóðu heila helgi og nokkur þúsund manns tóku þátt. Máttur samstöðunnar var virkjaður og þá varð ekki aftur snúið. Árið 2019 minnumst við þess að hálf öld er liðin frá þessari merkilegu uppreisn sem af mörgum er talin vera viðburðurinn þar sem réttindabarátta hinsegin fólks hófst af krafti. Um leið eru tuttugu ár liðin frá því að á Íslandi fóru fyrst fram hátíðahöldin sem í dag nefnast Hinsegin dagar og ná hámarki með Gleðigöngunni. Sá mikli fjöldi fólks sem nú fagnar fjölbreytileikanum á þessari litríku hátíð sýnir þá ótrúlegu viðhorfsbreytingu sem orðið hefur hér á landi á fáeinum árum og áratugum.En hvað með kynlífið þitt? Ég er þakklátur fyrir að hafa nær aldrei mætt mótlæti sökum kynhneigðar minnar. Fordóma í garð hinsegin fólks er hins vegar enn að finna á Íslandi og sögur fólksins jafnmargar og fólkið er margt. Samkvæmt nýrri óformlegri könnun sem unnin var á vegum Hinsegin daga, um málefni hinsegin fólks á íslenskum vinnumarkaði, telja 15% þeirra sem svöruðu að þau hafi færri tækifæri á vinnumarkaði samanborið við þau sem ekki eru hinsegin. Nærri þriðjungur hinsegin fólks upplifir óþægilegar og nærgöngular spurningar frá samstarfsfólki og stjórnendum á vinnustað sínum, svo sem tengdar kynlífi, kynfærum og hjúskaparstöðu. Í fyrra voru samþykkt lög um jafna meðferð á vinnumarkaði en í þeim er sérstaklega tilgreind jöfn meðferð einstaklinga óháð kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum og kyntjáningu. Í þessu felst mikilvæg réttarbót. En við þurfum líka að rýna í menninguna og breyta henni. Vindar geta breyst hratt og við megum aldrei sofna á verðinum. Þau sem vörðuðu veginn Löggjafinn þarf á hverjum tíma að tryggja að hann fari á undan með góðu fordæmi. Til þess þarf bæði vilja og þor. Nýsamþykkt lagafrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um kynrænt sjálfræði felur í sér afar mikilvægar breytingar á réttarstöðu hinsegin fólks hér á landi og með samþykkt þeirra skipar Ísland sér í fremstu röð á heimsvísu í málefnum hinsegin fólks. Kjarninn í nýju lögunum er að virða og styrkja sjálfsákvörðunarrétt fólks. Í Gleðigöngunni á laugardag ætla ég að hugsa til fólks um allan heim sem berst fyrir því að lifa lífinu á sínum eigin forsendum. Ég er meðvitaður um að líf mitt væri afar frábrugðið því sem er ef ég hefði fæðst í landi þar sem réttindi hinsegin fólks eru þverbrotin og ómögulegt væri t.d. að vera opinberlega samkynhneigður ráðherra. Í göngunni ætla ég líka að hugsa með þakklæti til þeirra sem hafa í gegnum árin tryggt réttarstöðu hinsegin fólks og allra hetjanna sem vörðuðu veginn. Ég er eins og ég er. Við þurfum ekki öll að vera eins.Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Hinsegin Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Sjá meira
Þegar lögreglan í New York stormaði inn á Stonewall-barinn fyrir fimmtíu árum áttu flestir von á að atburðarásin yrði hefðbundin. Lögreglan gerði reglulega rassíu á þessum vinsæla bar þar sem hinsegin fólk gat dansað saman óáreitt. Í þetta sinn var lögreglan hins vegar borin ofurliði – fólk fékk nóg og fjöldinn reis upp gegn vanvirðingu, yfirgangi og óréttlæti. Átök stóðu heila helgi og nokkur þúsund manns tóku þátt. Máttur samstöðunnar var virkjaður og þá varð ekki aftur snúið. Árið 2019 minnumst við þess að hálf öld er liðin frá þessari merkilegu uppreisn sem af mörgum er talin vera viðburðurinn þar sem réttindabarátta hinsegin fólks hófst af krafti. Um leið eru tuttugu ár liðin frá því að á Íslandi fóru fyrst fram hátíðahöldin sem í dag nefnast Hinsegin dagar og ná hámarki með Gleðigöngunni. Sá mikli fjöldi fólks sem nú fagnar fjölbreytileikanum á þessari litríku hátíð sýnir þá ótrúlegu viðhorfsbreytingu sem orðið hefur hér á landi á fáeinum árum og áratugum.En hvað með kynlífið þitt? Ég er þakklátur fyrir að hafa nær aldrei mætt mótlæti sökum kynhneigðar minnar. Fordóma í garð hinsegin fólks er hins vegar enn að finna á Íslandi og sögur fólksins jafnmargar og fólkið er margt. Samkvæmt nýrri óformlegri könnun sem unnin var á vegum Hinsegin daga, um málefni hinsegin fólks á íslenskum vinnumarkaði, telja 15% þeirra sem svöruðu að þau hafi færri tækifæri á vinnumarkaði samanborið við þau sem ekki eru hinsegin. Nærri þriðjungur hinsegin fólks upplifir óþægilegar og nærgöngular spurningar frá samstarfsfólki og stjórnendum á vinnustað sínum, svo sem tengdar kynlífi, kynfærum og hjúskaparstöðu. Í fyrra voru samþykkt lög um jafna meðferð á vinnumarkaði en í þeim er sérstaklega tilgreind jöfn meðferð einstaklinga óháð kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum og kyntjáningu. Í þessu felst mikilvæg réttarbót. En við þurfum líka að rýna í menninguna og breyta henni. Vindar geta breyst hratt og við megum aldrei sofna á verðinum. Þau sem vörðuðu veginn Löggjafinn þarf á hverjum tíma að tryggja að hann fari á undan með góðu fordæmi. Til þess þarf bæði vilja og þor. Nýsamþykkt lagafrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um kynrænt sjálfræði felur í sér afar mikilvægar breytingar á réttarstöðu hinsegin fólks hér á landi og með samþykkt þeirra skipar Ísland sér í fremstu röð á heimsvísu í málefnum hinsegin fólks. Kjarninn í nýju lögunum er að virða og styrkja sjálfsákvörðunarrétt fólks. Í Gleðigöngunni á laugardag ætla ég að hugsa til fólks um allan heim sem berst fyrir því að lifa lífinu á sínum eigin forsendum. Ég er meðvitaður um að líf mitt væri afar frábrugðið því sem er ef ég hefði fæðst í landi þar sem réttindi hinsegin fólks eru þverbrotin og ómögulegt væri t.d. að vera opinberlega samkynhneigður ráðherra. Í göngunni ætla ég líka að hugsa með þakklæti til þeirra sem hafa í gegnum árin tryggt réttarstöðu hinsegin fólks og allra hetjanna sem vörðuðu veginn. Ég er eins og ég er. Við þurfum ekki öll að vera eins.Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun