Viðskipti innlent

Rakel yfir upp­lýsinga­tækni og verk­efna­stjórnun hjá Össuri

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Rakel Óttarsdóttir.
Rakel Óttarsdóttir.

Rakel Óttarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu yfirmanns upplýsingatæknisviðs og alþjóðlegrar verkefnastofu Össurar (CIO and VP of Global Program Office).

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu þar sem segir jafnframt að Rakel hafi mikla reynslu af upplýsingatæknimálum og verkefnastjórnun.

Hún starfaði áður hjá meðal annars Arion banka, síðast sem framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs. Í starfi sínu leiddi hún meðal annars mótun og framkvæmd stafrænnar stefnu bankans.

 

Rakel er með MBA-gráðu frá Duke University og B.Sc.-gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands. Hún mun hefja störf hjá Össuri 6. janúar næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×