Hreyfing með byr í seglum Drífa Snædal skrifar 20. desember 2019 10:30 Verkalýðshreyfing sem nýtur ekki trausts sinna félagsmanna er lítils megnug enda fer aflið og slagkrafturinn eftir virkni og vilja félaganna. Það er því sérstaklega ánægjulegt að fá hverja könnunina á eftir annarri sem sýnir vaxandi stuðning við störf hreyfingarinnar. Nú síðast birtu Eining-Iðja á Akureyri og AFL starfsgreinafélag á Austurlandi niðurstöður skoðanakannana þar sem allt ber að sama brunni. Félagsmenn styðja sitt stéttarfélag, eru sáttir við störfin og telja félagið sitt standa með sér. Fyrr á þessu ári fengum við niðurstöður um traust gagnvart ASÍ, en það fer vaxandi svo um munar. Hreyfing vinnandi fólks hefur verið fyrirferðarmikil á árinu sem er að líða og haft áhrif í stóru sem smáu, ekki aðeins varðandi kaup og kjör heldur í stórum samfélagsmálum. Þar má nefna húsnæðismál, skattamál og vaxtamál svo eitthvað sé nefnt. Við höfum átt starfssamt ár en næsta ár verður ekki síður fullt af verkefnum og áskorunum. Enn á eftir að vinna úr fjölmörgum atriðum er lúta að kjarasamningunum og yfirlýsingum stjórnvalda frá því í vor. Svo ber að nefna að opinberir starfsmenn eiga enn eftir að semja við ríki og sveitarfélög. Þeir starfsmenn hafa nú verið samningslausir í níu mánuði sem er nánast fordæmalaust. Auk þessara mála mun Alþýðusambandið leggja áherslu á fræðslumál, breytingar á vinnumarkaði í framtíðinni og umhverfismál á nýju ári. Sem sagt, allt samfélagið undir eins og fyrri daginn. Þegar svona risavaxin verkefni eru á borðinu er gott að finna stuðning félagsmanna og ég hvet vinnandi fólk hvar sem er til að taka þátt í starfsemi síns stéttarfélags, láta í sér heyra og leggja sitt á vogaskálarnar fyrir betra samfélagi. Verkalýðshreyfingin byggir ekki á einstaklingum heldur samstöðu margra. Aðeins þannig hefur árangur náðst. Ég óska launafólki og landsmönnum öllum gleðilegra jóla, þakka fyrir gott og gjöfult ár og brýni okkur til góðra verka á nýju ári. Drífa Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Kofahöfuðborg heimsins Fastir pennar Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Klám Guðmundur Brynjólfsson Skoðun Skattaafslættir Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Umdeilanleg áform Auðunn Arnórsson Fastir pennar Láttu mig vera Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Upplausn innan Evrópusambandsins Fastir pennar Góðir strákar Kristín Ólafsdóttir Bakþankar Að taka ábyrgð Fastir pennar Skoðun Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Verkalýðshreyfing sem nýtur ekki trausts sinna félagsmanna er lítils megnug enda fer aflið og slagkrafturinn eftir virkni og vilja félaganna. Það er því sérstaklega ánægjulegt að fá hverja könnunina á eftir annarri sem sýnir vaxandi stuðning við störf hreyfingarinnar. Nú síðast birtu Eining-Iðja á Akureyri og AFL starfsgreinafélag á Austurlandi niðurstöður skoðanakannana þar sem allt ber að sama brunni. Félagsmenn styðja sitt stéttarfélag, eru sáttir við störfin og telja félagið sitt standa með sér. Fyrr á þessu ári fengum við niðurstöður um traust gagnvart ASÍ, en það fer vaxandi svo um munar. Hreyfing vinnandi fólks hefur verið fyrirferðarmikil á árinu sem er að líða og haft áhrif í stóru sem smáu, ekki aðeins varðandi kaup og kjör heldur í stórum samfélagsmálum. Þar má nefna húsnæðismál, skattamál og vaxtamál svo eitthvað sé nefnt. Við höfum átt starfssamt ár en næsta ár verður ekki síður fullt af verkefnum og áskorunum. Enn á eftir að vinna úr fjölmörgum atriðum er lúta að kjarasamningunum og yfirlýsingum stjórnvalda frá því í vor. Svo ber að nefna að opinberir starfsmenn eiga enn eftir að semja við ríki og sveitarfélög. Þeir starfsmenn hafa nú verið samningslausir í níu mánuði sem er nánast fordæmalaust. Auk þessara mála mun Alþýðusambandið leggja áherslu á fræðslumál, breytingar á vinnumarkaði í framtíðinni og umhverfismál á nýju ári. Sem sagt, allt samfélagið undir eins og fyrri daginn. Þegar svona risavaxin verkefni eru á borðinu er gott að finna stuðning félagsmanna og ég hvet vinnandi fólk hvar sem er til að taka þátt í starfsemi síns stéttarfélags, láta í sér heyra og leggja sitt á vogaskálarnar fyrir betra samfélagi. Verkalýðshreyfingin byggir ekki á einstaklingum heldur samstöðu margra. Aðeins þannig hefur árangur náðst. Ég óska launafólki og landsmönnum öllum gleðilegra jóla, þakka fyrir gott og gjöfult ár og brýni okkur til góðra verka á nýju ári. Drífa
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar