Enski boltinn

Hafnar­bolta­eig­andi vildi eignast Chelsea: Abramo­vich hafnaði risa til­boði

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fjárfestirinn Todd Boehly.
Fjárfestirinn Todd Boehly. vísir/getty

Roman Abramovich, eigandi Chelsea, hyggst ekki selja félagið en hann er sagður hafa hafnað tilboði frá Bandaríkjum upp á þrjá milljarða punda.

Ameríski fjárfestirinn Todd Boehly vildi eignast félagið en hann á tuttugu prósent í bandaríska hafnarboltafélaginu LA Dodgers sem leikur í Major League Baseball.

Dodgers er ekki eina liðið sem Todd á en einnig á hann hlut í Los Angeles Sparks sem er bandarískt kvennakörfuboltaliðið. Svo á hann rafíþróttafélagið Cloud 9.







Samkvæt Financial Times hafnaði Abramovich tilboðinu en talið er að það hafi verið í kringum þrjár milljarðir punda.

Ásamt því að hafa fjárfest í íþróttafélögum þá hefur Todd einnig keypt fjölmiðlafyrirtæki sem og landeignir. Hann hefur áður verið orðaður við Tottenham en sagan segir að hann vilji frekar eignast Chelsea.

Abramovich keypti Chelsea árið 2003.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×