Fótbolti

Liverpool þriðja árið í röð í leik upp líf eða dauða á lokadegi riðlakeppni Meistaradeildarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah skoraði gríðarlega mikilvæg sigurmark á móti Napoli í fyrra.
Mohamed Salah skoraði gríðarlega mikilvæg sigurmark á móti Napoli í fyrra. Getty/Clive Brunskill

Liverpool hefur farið alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar undanfarin tvö tímabil en í bæði skiptin þurfti liðið að ná í úrslit í lokaleik riðlakeppninnar. Liverpool liðið er í sömu stöðu í kvöld en þarf nú að klára dæmið á útivelli en árin á undan fór umræddur leikur fram á Anfield.Þetta er þriðja árið í röð þar sem Liverpool mætir liði í lokaumferðinni þar sem bæði lið geta komist áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Fyrir tveimur árum þurfti Liverpool stig á heimavelli á móti rússneska félaginu Spartak Moskvu í lokaumferðinni. Spartak hefði náð Liverpool að stigum með sigri.Liverpool liðið kláraði verkefnið með glæsibrag og vann leikinn 7-0. Philippe Coutinho skoraði tvö mörk á fyrstu fimmtán mínútunum og endaði með þrennu. Roberto Firmino kom Liverpool í 3-0 á 19. mínútu og bæði Sadio Mané (2 mörk) og Mohamed Salah skoruðu í seinni hálfleiknum.Liverpool tryggði sér sigur í riðlinum með þessum stórsigri, Sevilla fór með Liverpool upp úr riðlinum en Spartak Moskva sat eftir.

Í fyrra hafði Liverpool komið sér í vandræði með þremur tapleikjum á útivelli í riðlinum en liðið fékk úrslitaleik á heimavelli í lokaumferðinni. Ítalska félagið Napoli kom í heimsókn á Anfield og nægði jafntefli.Liverpool varð því að vinna leikinn fyrir ári síðan og það tókst. Mohamed Salah skoraði eina mark leiksins á 34. mínútu. Liverpool og Napoli enduðu bæði með níu stig og bæði innbyrðis leikir og markatala var jöfn. Liverpool fór á endanum á fleiri mörkum skoruðum í riðlakeppninni.Að þessu sinni heimsækir Liverpool austurríska liðið Red Bull Salzburg í Alpana og nægir þar eitt stig til að skilja Salzburg eftir í riðlinum.Salzburg beit frá sér í fyrri leiknum á Anfield þar sem Liverpool marði á endanum 4-3 sigur. Liverpool gæti farið áfram þrátt fyrir tap en þá þyrfti botnlið Genk að vinna Napoli á útivelli.Leikur Red Bull Salzburg og Liverpool hefst klukkan 17.55 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.