Breytingar á VAR um jólin á öllum völlum nema hjá Liverpool og Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2019 14:00 Tilkynning um VAR á heimavelli Tottenham. Getty/Ivan Yordanov Enska úrvalsdeildin hefur svarað mikilli gagnrýni á útfærslu sína á Varsjánni á þessu tímabili með því að auka upplýsingaflæði til áhorfenda á leikvöllum ensku úrvalsdeildarinnar frá og með hátíðarleikjunum. Áhorfendur heima í stofu hafa fengið að sjá af hverju mörk eru dæmd af eða víti eru dæmd út frá VAR en þeir sem er á vellinum hafa hingað til ekki fengið að sjá neitt nema sjálfa niðurstöðuna. The Premier League hopes supporters will receive more information about VAR decisions on giant screens in time for the festive fixtures.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 9, 2019 Þetta mun nú breytast frá og með jólaleikjunum í ensku úrvalsdeildinni samkvæmt frétt á Sky Sports. Frá og með leikjum 21. desember eða leikjunum á öðrum degi jóla þá munu koma fram meiri upplýsingar á skjánum. Hverjar þær verða nákvæmlega og hver endanlega útfærsla verður kemur ekki endanlega í ljós fyrr en á fundi á föstudaginn. Félögin í ensku úrvalsdeildinni hafa þegar samþykkt það að auka upplýsingaflæðið þegar atvik eru í skoðun hjá VAR. Sem dæmi má nefna að áður stóð á skjánum: „Möguleg vítaspyrna skoðuð“ en hér eftir gæti staðið „Möguleg vítaspyrna vegna hendi skoðuð“. Um leið og atvik er farið í skoðun úi VAR-herberginu í Stockley Park þá fá áhorfendur á vellinum að vita hvað sé verið að skoða. Enska úrvalsdeildin mun halda áfram að skoða myndbönd af atvikum sem er breytt í VAR en aðeins eftir að dómarinn hefur tekið endanlega niðurstöðu. Premier League to roll out new changes to how VAR is shown in stadiums over Christmas https://t.co/mooMjq0gz1— Sun Sport (@SunSport) December 11, 2019 Þetta snýr hins vegar aðeins að átján af tuttugu liðum ensku úrvalsdeildarinnar eða þeim liðum sem hafa risaskjá á sínum leikvöngum. Það eru nefnilega engir skjáir á Old Trafford og Anfield. Liverpool og Manchester United þurfa ekki að setja upp slíka skjái samkvæmt reglum leiksins. Arsene Wenger, nýr yfirmaður þróunarmála fótboltans hjá FIFA, er einn af þeim sem hefur gagnrýnt þetta ástand á Old Trafford og Anfield og segir að þessi tvö risafélög þurfi að breyta því hið fyrsta. Enski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Fleiri fréttir Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Sjá meira
Enska úrvalsdeildin hefur svarað mikilli gagnrýni á útfærslu sína á Varsjánni á þessu tímabili með því að auka upplýsingaflæði til áhorfenda á leikvöllum ensku úrvalsdeildarinnar frá og með hátíðarleikjunum. Áhorfendur heima í stofu hafa fengið að sjá af hverju mörk eru dæmd af eða víti eru dæmd út frá VAR en þeir sem er á vellinum hafa hingað til ekki fengið að sjá neitt nema sjálfa niðurstöðuna. The Premier League hopes supporters will receive more information about VAR decisions on giant screens in time for the festive fixtures.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 9, 2019 Þetta mun nú breytast frá og með jólaleikjunum í ensku úrvalsdeildinni samkvæmt frétt á Sky Sports. Frá og með leikjum 21. desember eða leikjunum á öðrum degi jóla þá munu koma fram meiri upplýsingar á skjánum. Hverjar þær verða nákvæmlega og hver endanlega útfærsla verður kemur ekki endanlega í ljós fyrr en á fundi á föstudaginn. Félögin í ensku úrvalsdeildinni hafa þegar samþykkt það að auka upplýsingaflæðið þegar atvik eru í skoðun hjá VAR. Sem dæmi má nefna að áður stóð á skjánum: „Möguleg vítaspyrna skoðuð“ en hér eftir gæti staðið „Möguleg vítaspyrna vegna hendi skoðuð“. Um leið og atvik er farið í skoðun úi VAR-herberginu í Stockley Park þá fá áhorfendur á vellinum að vita hvað sé verið að skoða. Enska úrvalsdeildin mun halda áfram að skoða myndbönd af atvikum sem er breytt í VAR en aðeins eftir að dómarinn hefur tekið endanlega niðurstöðu. Premier League to roll out new changes to how VAR is shown in stadiums over Christmas https://t.co/mooMjq0gz1— Sun Sport (@SunSport) December 11, 2019 Þetta snýr hins vegar aðeins að átján af tuttugu liðum ensku úrvalsdeildarinnar eða þeim liðum sem hafa risaskjá á sínum leikvöngum. Það eru nefnilega engir skjáir á Old Trafford og Anfield. Liverpool og Manchester United þurfa ekki að setja upp slíka skjái samkvæmt reglum leiksins. Arsene Wenger, nýr yfirmaður þróunarmála fótboltans hjá FIFA, er einn af þeim sem hefur gagnrýnt þetta ástand á Old Trafford og Anfield og segir að þessi tvö risafélög þurfi að breyta því hið fyrsta.
Enski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Fleiri fréttir Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Sjá meira