Mourinho tapaði í Bæjaralandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mourinh galvaskur á hliðarlínunni í kvöld.
Mourinh galvaskur á hliðarlínunni í kvöld. vísir/getty

Jose Mourinho tapaði sínum öðrum leik sem stjóri Tottenham er hann sá lærisveina sína tapa gegn Bayern Munchen, 3-1, er liðin mættust í Þýskalandi í kvöld.

Bæði lið voru fyrir leikinn komin áfram og fyrir leikinn var einnig ráðið að Bayern myndi enda á toppi riðilsins - og Tottenham númer tvö. Bæði lið hvíldu því lykilmenn í leiknum í kvöld.













Kingsley Coman kom Bayern yfir eftir stundarfjórðung en fimm mínútum síðar jafnaði Ryan Sessegnon metin. Thomas Muller kom svo Bayern aftur yfir á 45. mínútu.

Eitt mark leit dagsins ljós í síðari hálfleik er Philippe Coutinho skoraði á 64. mínútu og lokatölur 3-1.







Tottenham mætir Wolves um helgina en Bæjarar spila við Werder Bremen.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira