Mourinho tapaði í Bæjaralandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mourinh galvaskur á hliðarlínunni í kvöld.
Mourinh galvaskur á hliðarlínunni í kvöld. vísir/getty

Jose Mourinho tapaði sínum öðrum leik sem stjóri Tottenham er hann sá lærisveina sína tapa gegn Bayern Munchen, 3-1, er liðin mættust í Þýskalandi í kvöld.Bæði lið voru fyrir leikinn komin áfram og fyrir leikinn var einnig ráðið að Bayern myndi enda á toppi riðilsins - og Tottenham númer tvö. Bæði lið hvíldu því lykilmenn í leiknum í kvöld.Kingsley Coman kom Bayern yfir eftir stundarfjórðung en fimm mínútum síðar jafnaði Ryan Sessegnon metin. Thomas Muller kom svo Bayern aftur yfir á 45. mínútu.Eitt mark leit dagsins ljós í síðari hálfleik er Philippe Coutinho skoraði á 64. mínútu og lokatölur 3-1.

Tottenham mætir Wolves um helgina en Bæjarar spila við Werder Bremen.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.