Handbolti

Ekkert fær PSG og Barcelona stöðvað heima fyrir | Sig­valdi í stuði

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðjón Valur fagnar marki í Meistaradeildarleik gegn Barcelona á dögunum.
Guðjón Valur fagnar marki í Meistaradeildarleik gegn Barcelona á dögunum. vísir/getty

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði tvö mörk úr þremur skotum er PSG vann stórsigur á Tremblay, 41-32, í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

PSG er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar en liðið hefur unnið tólf fyrstu leiki sína í deildinni. Tremblay er í næst neðsta sæti deildarinnar.







Aron Pálmarsson var ekki með Barcelona er liðið vann sigur á Puente Genil, 33-27. Barcelona er einnig með fullt hús stiga á Spáni en liðið er með 30 stig eftir leikina fimmtán sem búnir eru.





Sigvaldi Guðjónsson skoraði svo sjö mörk er Elverum vann fjögurra marka sigur á Halden, 33-29, í norska boltanum.

Elverum er í öðru sæti deildarinnar, stigi á eftir Kolstad, en Sigvaldi og félagar eiga þó leik til góða.

Sigvaldi yfirgefur Elverum í sumar og heldur til Póllands þar sem hann gengur í raðir Kielce.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×