Handbolti

Ekkert fær PSG og Barcelona stöðvað heima fyrir | Sig­valdi í stuði

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðjón Valur fagnar marki í Meistaradeildarleik gegn Barcelona á dögunum.
Guðjón Valur fagnar marki í Meistaradeildarleik gegn Barcelona á dögunum. vísir/getty

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði tvö mörk úr þremur skotum er PSG vann stórsigur á Tremblay, 41-32, í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

PSG er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar en liðið hefur unnið tólf fyrstu leiki sína í deildinni. Tremblay er í næst neðsta sæti deildarinnar.
Aron Pálmarsson var ekki með Barcelona er liðið vann sigur á Puente Genil, 33-27. Barcelona er einnig með fullt hús stiga á Spáni en liðið er með 30 stig eftir leikina fimmtán sem búnir eru.
Sigvaldi Guðjónsson skoraði svo sjö mörk er Elverum vann fjögurra marka sigur á Halden, 33-29, í norska boltanum.

Elverum er í öðru sæti deildarinnar, stigi á eftir Kolstad, en Sigvaldi og félagar eiga þó leik til góða.

Sigvaldi yfirgefur Elverum í sumar og heldur til Póllands þar sem hann gengur í raðir Kielce.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.