Segjast hafa selt milljón Fold-síma Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2019 10:32 Fold-síminn, sem kostar um tvö þúsund dali, fór fyrst í sölu í apríl á þessu ári. Blaðamenn sem fengu tæki til skoðunar komust fljótt að því að tækin voru í raun gölluð. Getty/Bloomberg Þrátt fyrir að útgáfa Samsung Galaxy Fold hafi einkennst af vandræðum og að síminn samanbrjótanlegi sé mjög kostnaðarsamur hefur Samsung selt milljón eintaka. Þetta sagði Young Sohn, framkvæmdastjóri raftækjasviðs Samsung, á ráðstefnu í Berlín í gær. Greiningaraðilar höfðu áætlað að fyrirtækið hefði einungis selt hálfa milljón tækja. Fold-síminn, sem kostar um tvö þúsund dali, fór fyrst í sölu í apríl á þessu ári. Blaðamenn sem fengu tæki til skoðunar komust fljótt að því að tækin voru í raun gölluð. Meðal annars brotnuðu skjáir símanna og mörg tæki biluðu fljótt. Í kjölfarið var síminn tekinn úr sölu, endurhannaður og gefinn aftur út í október.Sjá einnig: Galaxy Fold fær misgóðar viðtökurEndurútgáfan var þó ekki gallalaus og þykir skjárinn enn viðkvæmur. Ráðstefnan sem um ræðir er um nýsköpun og Sohn sagði mikilvægt fyrir fyrirtæki eins og Samsung að gefa út vörur eins og Fold. Þannig fengjust viðbrögð kaupenda sem væru nauðsynleg. Blaðamaður Techcrunch spurði Sohn í kjölfarið hvort það væri réttlætanlegt að selja tæki sem væri í raun tilraun fyrir tvö þúsund dali. Hann sagði svo vera og vísað í sölutölurnar sér til stuðnings.Margir símaframleiðendur vinna að þróun samanbrjótanlegra síma og hafa fregnir borist af því að Samsung áætli að selja sex milljónir slíkra tækja á næsta ári. Upplýsingar um þau Galaxy Fold 2 hafa lekið til fjölmiðla og er útlit fyrir að síminn verði hannaður með nýrri tækni sem á að auka styrk skjás símans og gera hann þynnri. Samsung Tækni Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Sjá meira
Þrátt fyrir að útgáfa Samsung Galaxy Fold hafi einkennst af vandræðum og að síminn samanbrjótanlegi sé mjög kostnaðarsamur hefur Samsung selt milljón eintaka. Þetta sagði Young Sohn, framkvæmdastjóri raftækjasviðs Samsung, á ráðstefnu í Berlín í gær. Greiningaraðilar höfðu áætlað að fyrirtækið hefði einungis selt hálfa milljón tækja. Fold-síminn, sem kostar um tvö þúsund dali, fór fyrst í sölu í apríl á þessu ári. Blaðamenn sem fengu tæki til skoðunar komust fljótt að því að tækin voru í raun gölluð. Meðal annars brotnuðu skjáir símanna og mörg tæki biluðu fljótt. Í kjölfarið var síminn tekinn úr sölu, endurhannaður og gefinn aftur út í október.Sjá einnig: Galaxy Fold fær misgóðar viðtökurEndurútgáfan var þó ekki gallalaus og þykir skjárinn enn viðkvæmur. Ráðstefnan sem um ræðir er um nýsköpun og Sohn sagði mikilvægt fyrir fyrirtæki eins og Samsung að gefa út vörur eins og Fold. Þannig fengjust viðbrögð kaupenda sem væru nauðsynleg. Blaðamaður Techcrunch spurði Sohn í kjölfarið hvort það væri réttlætanlegt að selja tæki sem væri í raun tilraun fyrir tvö þúsund dali. Hann sagði svo vera og vísað í sölutölurnar sér til stuðnings.Margir símaframleiðendur vinna að þróun samanbrjótanlegra síma og hafa fregnir borist af því að Samsung áætli að selja sex milljónir slíkra tækja á næsta ári. Upplýsingar um þau Galaxy Fold 2 hafa lekið til fjölmiðla og er útlit fyrir að síminn verði hannaður með nýrri tækni sem á að auka styrk skjás símans og gera hann þynnri.
Samsung Tækni Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Sjá meira