Segjast hafa selt milljón Fold-síma Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2019 10:32 Fold-síminn, sem kostar um tvö þúsund dali, fór fyrst í sölu í apríl á þessu ári. Blaðamenn sem fengu tæki til skoðunar komust fljótt að því að tækin voru í raun gölluð. Getty/Bloomberg Þrátt fyrir að útgáfa Samsung Galaxy Fold hafi einkennst af vandræðum og að síminn samanbrjótanlegi sé mjög kostnaðarsamur hefur Samsung selt milljón eintaka. Þetta sagði Young Sohn, framkvæmdastjóri raftækjasviðs Samsung, á ráðstefnu í Berlín í gær. Greiningaraðilar höfðu áætlað að fyrirtækið hefði einungis selt hálfa milljón tækja. Fold-síminn, sem kostar um tvö þúsund dali, fór fyrst í sölu í apríl á þessu ári. Blaðamenn sem fengu tæki til skoðunar komust fljótt að því að tækin voru í raun gölluð. Meðal annars brotnuðu skjáir símanna og mörg tæki biluðu fljótt. Í kjölfarið var síminn tekinn úr sölu, endurhannaður og gefinn aftur út í október.Sjá einnig: Galaxy Fold fær misgóðar viðtökurEndurútgáfan var þó ekki gallalaus og þykir skjárinn enn viðkvæmur. Ráðstefnan sem um ræðir er um nýsköpun og Sohn sagði mikilvægt fyrir fyrirtæki eins og Samsung að gefa út vörur eins og Fold. Þannig fengjust viðbrögð kaupenda sem væru nauðsynleg. Blaðamaður Techcrunch spurði Sohn í kjölfarið hvort það væri réttlætanlegt að selja tæki sem væri í raun tilraun fyrir tvö þúsund dali. Hann sagði svo vera og vísað í sölutölurnar sér til stuðnings.Margir símaframleiðendur vinna að þróun samanbrjótanlegra síma og hafa fregnir borist af því að Samsung áætli að selja sex milljónir slíkra tækja á næsta ári. Upplýsingar um þau Galaxy Fold 2 hafa lekið til fjölmiðla og er útlit fyrir að síminn verði hannaður með nýrri tækni sem á að auka styrk skjás símans og gera hann þynnri. Samsung Tækni Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Þrátt fyrir að útgáfa Samsung Galaxy Fold hafi einkennst af vandræðum og að síminn samanbrjótanlegi sé mjög kostnaðarsamur hefur Samsung selt milljón eintaka. Þetta sagði Young Sohn, framkvæmdastjóri raftækjasviðs Samsung, á ráðstefnu í Berlín í gær. Greiningaraðilar höfðu áætlað að fyrirtækið hefði einungis selt hálfa milljón tækja. Fold-síminn, sem kostar um tvö þúsund dali, fór fyrst í sölu í apríl á þessu ári. Blaðamenn sem fengu tæki til skoðunar komust fljótt að því að tækin voru í raun gölluð. Meðal annars brotnuðu skjáir símanna og mörg tæki biluðu fljótt. Í kjölfarið var síminn tekinn úr sölu, endurhannaður og gefinn aftur út í október.Sjá einnig: Galaxy Fold fær misgóðar viðtökurEndurútgáfan var þó ekki gallalaus og þykir skjárinn enn viðkvæmur. Ráðstefnan sem um ræðir er um nýsköpun og Sohn sagði mikilvægt fyrir fyrirtæki eins og Samsung að gefa út vörur eins og Fold. Þannig fengjust viðbrögð kaupenda sem væru nauðsynleg. Blaðamaður Techcrunch spurði Sohn í kjölfarið hvort það væri réttlætanlegt að selja tæki sem væri í raun tilraun fyrir tvö þúsund dali. Hann sagði svo vera og vísað í sölutölurnar sér til stuðnings.Margir símaframleiðendur vinna að þróun samanbrjótanlegra síma og hafa fregnir borist af því að Samsung áætli að selja sex milljónir slíkra tækja á næsta ári. Upplýsingar um þau Galaxy Fold 2 hafa lekið til fjölmiðla og er útlit fyrir að síminn verði hannaður með nýrri tækni sem á að auka styrk skjás símans og gera hann þynnri.
Samsung Tækni Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira