Körfubolti

Sportpakkinn: Sterkur sigur hjá ÍR í Hellinum

Guðjón Guðmundsson skrifar
ÍR-ingar voru flottir í gær.
ÍR-ingar voru flottir í gær. vísir/bára

ÍR vann frábæran sigur á Tindastóli í Dominos-deild karla í gær og halda áfram að minna hraustlega á sig.

Borche Ilievski, þjálfari ÍR, var að vonum himinlifandi með sigur sinna manna.

„Ég er mjög ánægður með frammistöðu liðsins og þá sérstaklega varnarleikinn. Menn gáfu allt í leikinn og máttum ekki við því að tapa í kvöld eftir tapið í Grindavík,“ sagði Borche.

„Mér fannst við stjórna leiknum lengstum. Við vorum að mæta mjög góðu liði sem gefst aldrei upp og var alltaf nálægt okkur. Við náðum þó að hanga á þessu.“

Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, hrósaði ÍR-ingum eftir leikinn.

„Þeir voru mjög góðir og við getum gert betur í ýmsum hlutum. Við æfðum ekki í gær og daginn áður í myrkri. Það hefur einhver áhrif en þýðir ekkert að tala um það.“

Klippa: Sportpakkinn: Flottur sigur hjá ÍR


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.