Körfubolti

Sportpakkinn: Sterkur sigur hjá ÍR í Hellinum

Guðjón Guðmundsson skrifar
ÍR-ingar voru flottir í gær.
ÍR-ingar voru flottir í gær. vísir/bára

ÍR vann frábæran sigur á Tindastóli í Dominos-deild karla í gær og halda áfram að minna hraustlega á sig.

Borche Ilievski, þjálfari ÍR, var að vonum himinlifandi með sigur sinna manna.

„Ég er mjög ánægður með frammistöðu liðsins og þá sérstaklega varnarleikinn. Menn gáfu allt í leikinn og máttum ekki við því að tapa í kvöld eftir tapið í Grindavík,“ sagði Borche.

„Mér fannst við stjórna leiknum lengstum. Við vorum að mæta mjög góðu liði sem gefst aldrei upp og var alltaf nálægt okkur. Við náðum þó að hanga á þessu.“

Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, hrósaði ÍR-ingum eftir leikinn.

„Þeir voru mjög góðir og við getum gert betur í ýmsum hlutum. Við æfðum ekki í gær og daginn áður í myrkri. Það hefur einhver áhrif en þýðir ekkert að tala um það.“

Klippa: Sportpakkinn: Flottur sigur hjá ÍR

Tengdar fréttir

Grunur um veðmálasvindl í leik ÍR og Tindastóls

Formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson, staðfesti við íþróttadeild í morgun að sambandið sé með í skoðun leik ÍR og Tindastóls frá því í gær vegna gruns um veðmálasvindl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×