Bílar

Land Rover Defender tekinn til kostanna af yfirverkfræðingnum

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Land Rover Defender árgerð 2020.
Land Rover Defender árgerð 2020. Vísir/Getty

Nýi Defender-inn fær að kenna á því í þessu myndbandi. Yfirverkfræðingur bílsins, Mike Cross tekur hann til kostanna og nær meðal annars að stökkva á bílnum.

Með þessu má sennilega taka af allan vafa um að nýr Defender sé harður af sér og fær í flestan sjó.

Fyrsta áskorunin var smá stökk á frekar miklum hraða. Bíllinn virðist ráða vel við það. Þar á eftir var bíllinn settur á rallý-sérleið, þar var honum steypt ofan í stóra polla sem var engin fyrirstaða.

Nýr Defenderinn er væntanlegur í sölu á fyrrihluta næsta árs. Það verður áhugavert að sjá hann í holdi og blóði, ef svo má segja, og bera saman við fyrirrennara sinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×