Hafið þið einhver áhrif? Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 18. desember 2019 07:00 Fólki er oft tíðrætt um áhrifaleysi stjórnarandstöðunnar á Íslandi og er margt sem staðfestir það. Hins vegar er einnig rétt að minnast þeirra sigra sem þó nást, verandi í stjórnarandstöðu. Lítum á sex dæmi: 1. Dæmi um slíkt er þegar ég rakst í vor á 43 milljarða kr. niðurskurð í breytingartillögum ríkisstjórnarinnar frá því sem hafði verið áður boðað í fjármálaáætlun tveimur mánuðum fyrr. Þessi fyrirhugaði niðurskurður milli umræða á velferð þjóðarinnar kom mörgum stjórnarþingmönnum á óvart og sökuðu þeir mig meira að segja um að brjóta trúnað þegar ég upplýsti um þetta sem var auðvitað fráleitt. Eftir mikinn hvell í fjölmiðlum og gagnrýni af okkar hálfu var niðurstaðan að minnka niðurskurðinn um 15 milljarða kr. Sem dæmi varð niðurskurður til öryrkja 3,5 milljarða kr. minni en til stóð, lækkunin til framhaldsskóla var 600 mkr. lægri, umhverfismálin fengu 400 mkr. minni lækkun milli umræðna og sjúkrahúsin og heilsugæslan fengu rúmlega 3 milljarða kr. minni lækkun frá því sem hafði áður verið boðað. Ágætistímakaup þar á ferð, verandi í stjórnarandstöðu. 2. Önnur dæmi um áhrif sem maður getur haft í stjórnarandstöðu eru einstök þingmannamál. Eins og allt áhugafólk um íslenska pólitík veit þá er mjög sjaldgæft að þingmál óbreyttra þingmanna séu samþykkt á Alþingi, hvað þá þingmanna í stjórnarandstöðu. Í ár hef ég hins vegar náð tveimur þingmálum í gegnum þingið með dyggri hjálp félaga minna í þingflokki Samfylkingarinnar. Hið fyrra er risastórt og lýtur að því að samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks eigi að lögfesta. Með þessu verður Ísland eitt fyrsta landið í heimi sem tekur slíkt skref og hefur þetta mikla efnislega þýðingu fyrir alla öryrkja á Íslandi. Þetta mál er keimlíkt öðru máli sem ég náði einnig í gegn á sínum tíma en það var um að Barnasáttmálann bæri að lögfesta. Þá vorum við einnig eitt fyrsta landið í heimi til að gera slíkt. 3. Annað mál sem var samþykkt á þessu þingi var mitt fyrsta þingmál á þessum vetri og Samfylkingin ákvað að gera að sínu forgangsmáli. Þetta mál er um rannsóknir og aðgerðir gegn þunglyndi eldri borgara. Þetta er sömuleiðis mál, sem skiptir miklu máli, en við eigum að huga mun meira að hvernig eldri borgurum líður í þessu samfélagi. Þá lagði ég fram skýrslubeiðni um afar stóra úttekt á málefnum eldri borgara og hún var líka samþykkt á Alþingi. 4. Mér er minnisstætt baráttan sem ég hóf á upphafsstigum míns stjórnmálaferils um að gera kynferðisbrot gegn börnum ófyrnanleg. Það tók nokkur ár og náðist að lokum, þrátt fyrir að vera í stjórnarandstöðu. Aftur varð Ísland eitt fyrsta landið í heimi sem tók það stóra skref. 5. Í vetur hef ég m.a. tekið upp og rætt ýmis málefni, allt frá lækkun veiðileyfagjalda og til verndar villikatta, frá óhóflegum starfslokasamningi og til nauðsynlegs skattaafsláttar til íþrótta- og góðgerðarfélaga, frá kjaraviðræðum BSRB og til aukins ójafnaðar, frá óskynsamlegum stórhvalaveiðum og til skógræktar, frá sjálfsvígum og til ofneyslu. 6. Þá hef ég staðið að í vetur ásamt félögum mínum í þingflokki Samfylkingarinnar að öflugri greiningu á fjárlögum og um leið breytingartillögum við fjárlög um stofnun sérstaks sjónvarpsjóðs, auknum fjármunum til SÁÁ og rannsóknaraðila vegna Samherjamálsins, fjármunum til framhaldsskóla, háskóla, heilbrigðisstofnana, nýsköpunar og loftlagsmála ásamt tillögum sem lúta að öryrkjum og öldruðum svo eitthvað sé nefnt. Allt þetta skilar í auknu aðhaldi á stjórnvöld og myndar nauðsynlega pressu. Baráttan fyrir betra samfélagi fyrir alla, ekki aðeins fyrir suma, heldur þó áfram en við myndum ná mun meiri árangri ef jafnaðarmenn væru í meirihluta. Vonandi næst það eftir næstu kosningar.Ágúst Ólafur Ágústsson, alþingismaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Ágúst Ólafur Ágústsson Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Fólki er oft tíðrætt um áhrifaleysi stjórnarandstöðunnar á Íslandi og er margt sem staðfestir það. Hins vegar er einnig rétt að minnast þeirra sigra sem þó nást, verandi í stjórnarandstöðu. Lítum á sex dæmi: 1. Dæmi um slíkt er þegar ég rakst í vor á 43 milljarða kr. niðurskurð í breytingartillögum ríkisstjórnarinnar frá því sem hafði verið áður boðað í fjármálaáætlun tveimur mánuðum fyrr. Þessi fyrirhugaði niðurskurður milli umræða á velferð þjóðarinnar kom mörgum stjórnarþingmönnum á óvart og sökuðu þeir mig meira að segja um að brjóta trúnað þegar ég upplýsti um þetta sem var auðvitað fráleitt. Eftir mikinn hvell í fjölmiðlum og gagnrýni af okkar hálfu var niðurstaðan að minnka niðurskurðinn um 15 milljarða kr. Sem dæmi varð niðurskurður til öryrkja 3,5 milljarða kr. minni en til stóð, lækkunin til framhaldsskóla var 600 mkr. lægri, umhverfismálin fengu 400 mkr. minni lækkun milli umræðna og sjúkrahúsin og heilsugæslan fengu rúmlega 3 milljarða kr. minni lækkun frá því sem hafði áður verið boðað. Ágætistímakaup þar á ferð, verandi í stjórnarandstöðu. 2. Önnur dæmi um áhrif sem maður getur haft í stjórnarandstöðu eru einstök þingmannamál. Eins og allt áhugafólk um íslenska pólitík veit þá er mjög sjaldgæft að þingmál óbreyttra þingmanna séu samþykkt á Alþingi, hvað þá þingmanna í stjórnarandstöðu. Í ár hef ég hins vegar náð tveimur þingmálum í gegnum þingið með dyggri hjálp félaga minna í þingflokki Samfylkingarinnar. Hið fyrra er risastórt og lýtur að því að samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks eigi að lögfesta. Með þessu verður Ísland eitt fyrsta landið í heimi sem tekur slíkt skref og hefur þetta mikla efnislega þýðingu fyrir alla öryrkja á Íslandi. Þetta mál er keimlíkt öðru máli sem ég náði einnig í gegn á sínum tíma en það var um að Barnasáttmálann bæri að lögfesta. Þá vorum við einnig eitt fyrsta landið í heimi til að gera slíkt. 3. Annað mál sem var samþykkt á þessu þingi var mitt fyrsta þingmál á þessum vetri og Samfylkingin ákvað að gera að sínu forgangsmáli. Þetta mál er um rannsóknir og aðgerðir gegn þunglyndi eldri borgara. Þetta er sömuleiðis mál, sem skiptir miklu máli, en við eigum að huga mun meira að hvernig eldri borgurum líður í þessu samfélagi. Þá lagði ég fram skýrslubeiðni um afar stóra úttekt á málefnum eldri borgara og hún var líka samþykkt á Alþingi. 4. Mér er minnisstætt baráttan sem ég hóf á upphafsstigum míns stjórnmálaferils um að gera kynferðisbrot gegn börnum ófyrnanleg. Það tók nokkur ár og náðist að lokum, þrátt fyrir að vera í stjórnarandstöðu. Aftur varð Ísland eitt fyrsta landið í heimi sem tók það stóra skref. 5. Í vetur hef ég m.a. tekið upp og rætt ýmis málefni, allt frá lækkun veiðileyfagjalda og til verndar villikatta, frá óhóflegum starfslokasamningi og til nauðsynlegs skattaafsláttar til íþrótta- og góðgerðarfélaga, frá kjaraviðræðum BSRB og til aukins ójafnaðar, frá óskynsamlegum stórhvalaveiðum og til skógræktar, frá sjálfsvígum og til ofneyslu. 6. Þá hef ég staðið að í vetur ásamt félögum mínum í þingflokki Samfylkingarinnar að öflugri greiningu á fjárlögum og um leið breytingartillögum við fjárlög um stofnun sérstaks sjónvarpsjóðs, auknum fjármunum til SÁÁ og rannsóknaraðila vegna Samherjamálsins, fjármunum til framhaldsskóla, háskóla, heilbrigðisstofnana, nýsköpunar og loftlagsmála ásamt tillögum sem lúta að öryrkjum og öldruðum svo eitthvað sé nefnt. Allt þetta skilar í auknu aðhaldi á stjórnvöld og myndar nauðsynlega pressu. Baráttan fyrir betra samfélagi fyrir alla, ekki aðeins fyrir suma, heldur þó áfram en við myndum ná mun meiri árangri ef jafnaðarmenn væru í meirihluta. Vonandi næst það eftir næstu kosningar.Ágúst Ólafur Ágústsson, alþingismaður Samfylkingarinnar
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun