Ensku blöðin fjalla um möguleg kaup Man. United á Erling Håland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2019 10:30 Hvar endar Erling Braut Håland? Getty/Michael Regan Allt bendir til þess að Red Bull Salzburg selji norska framherjann Erling Braut Håland í janúar og hann er stöðugt orðaður við enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United. Ensku blöðin fjölluðu mikið um þessi hugsanlegu kaup í morgun. Metro slær því upp að Erling Braut Håland vilji koma til Manchester United en aðeins ef að stjórnarformaðurinn Ed Wood fullvissi hann um það að framtíð knattspyrnstjórans Ole Gunnars Solskjær sé tryggð. Ole Gunnar var orðinn valtur í sessi á dögunum en sigrar á Tottenham og Manchester City gáfu honum meiri starfsfrið. Manchester United are reportedly confident they can sign Red Bull Salzburg striker Erling Braut Haaland for £76m in January. It's in the football gossip https://t.co/jQXdFJnxjH#MUFC#bbcfootballpic.twitter.com/P3ythw7XO7— BBC Sport (@BBCSport) December 18, 2019 Daily Mail og Sun segja að Manchester United sé bjartsýnt á að geta keypt Erling Braut Håland fyrir 76 milljónir punda í janúar ef að félagið er síðan tilbúið að lána hann aftur til Red Bull Salzburg fram á vor. Stuðningsmenn Manchester United eru örugglega ekki of ánægðir með slíkt fyrirkomulag enda þarf United á Håland að halda sem fyrst þar sem breiddin er ekki mikil hjá liðinu hvað varðar framherja. 'For Solskjaer to recruit four players without one of them being a midfielder would be negligent.' #mufchttps://t.co/BVuMuMTNQp— Man United News (@ManUtdMEN) December 18, 2019 Kicker segir einnig frá því að Leipzig sé búið að staðfesta að félagið hafi gert tilboð í norska framherjann. Þar kemur fram að það sé hægt að kaupa samning Håland við Red Bull Salzburg fyrir tuttugu milljónir punda en að Salzburg vilji fá nær 60 milljónum punda fyrir hann og að austurríska félagið vonist eftir því að mörg lið bjóði í hann. Express heldur því fram að Erling Braut Håland sjálfur hafi óskað eftir sölu í janúar og að fjögur félög ætli að bjóða í hann. Håland á jafnframt að hafa sagt United að hann vilji vera fastamaður í liðinu eigi hann að koma þangað. Erling Braut Haaland is playing with us... Read the whole thread to understand! Look at the location and his clothes when this photos are taken, look at his poses when he "sign" Napoli, Leeds, Salzburg, Molde shirts! pic.twitter.com/RUSgVOXhy8— United Daily (@UnitedDaily9) December 17, 2019 Daily Mail segir frá stríðni Erling Braut Håland sem birti mynd af sér að árita Manchester United treyju en seinna komu inn myndir af honum að árita treyjur Leeds, Napoli og RB Salzburg. Håland situation, right now... Bid from Man United. Bid from Juventus. Bid from Leipzig. Bid from Borussia Dortmund. He’s going to decide soon with his family and Raiola. Ole knows he wants to play. He wants to be a starter. That will be the key of his next move.#Haaland— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 18, 2019 Fabrizio Romano er oft fyrstur með fréttirnar og hann telur að Manchester United, Juventus, Leipzig og Borussia Dortmund hafi öll boðið í Norðmanninn en að Erling Braut Håland ætli að ákveða sig með því að ræða við fjölskyldu sína og umboðsmanninn Raiola. Það eru ekki margir dagar í að glugginn opnist og það verður fróðlegt að sjá hvaða treyju Erling Braut Håland klæðist á seinni hluta tímabilsins. Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Í beinni: Chelsea - Fulham | Veislan hefst á Lundúnaslag Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Sjá meira
Allt bendir til þess að Red Bull Salzburg selji norska framherjann Erling Braut Håland í janúar og hann er stöðugt orðaður við enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United. Ensku blöðin fjölluðu mikið um þessi hugsanlegu kaup í morgun. Metro slær því upp að Erling Braut Håland vilji koma til Manchester United en aðeins ef að stjórnarformaðurinn Ed Wood fullvissi hann um það að framtíð knattspyrnstjórans Ole Gunnars Solskjær sé tryggð. Ole Gunnar var orðinn valtur í sessi á dögunum en sigrar á Tottenham og Manchester City gáfu honum meiri starfsfrið. Manchester United are reportedly confident they can sign Red Bull Salzburg striker Erling Braut Haaland for £76m in January. It's in the football gossip https://t.co/jQXdFJnxjH#MUFC#bbcfootballpic.twitter.com/P3ythw7XO7— BBC Sport (@BBCSport) December 18, 2019 Daily Mail og Sun segja að Manchester United sé bjartsýnt á að geta keypt Erling Braut Håland fyrir 76 milljónir punda í janúar ef að félagið er síðan tilbúið að lána hann aftur til Red Bull Salzburg fram á vor. Stuðningsmenn Manchester United eru örugglega ekki of ánægðir með slíkt fyrirkomulag enda þarf United á Håland að halda sem fyrst þar sem breiddin er ekki mikil hjá liðinu hvað varðar framherja. 'For Solskjaer to recruit four players without one of them being a midfielder would be negligent.' #mufchttps://t.co/BVuMuMTNQp— Man United News (@ManUtdMEN) December 18, 2019 Kicker segir einnig frá því að Leipzig sé búið að staðfesta að félagið hafi gert tilboð í norska framherjann. Þar kemur fram að það sé hægt að kaupa samning Håland við Red Bull Salzburg fyrir tuttugu milljónir punda en að Salzburg vilji fá nær 60 milljónum punda fyrir hann og að austurríska félagið vonist eftir því að mörg lið bjóði í hann. Express heldur því fram að Erling Braut Håland sjálfur hafi óskað eftir sölu í janúar og að fjögur félög ætli að bjóða í hann. Håland á jafnframt að hafa sagt United að hann vilji vera fastamaður í liðinu eigi hann að koma þangað. Erling Braut Haaland is playing with us... Read the whole thread to understand! Look at the location and his clothes when this photos are taken, look at his poses when he "sign" Napoli, Leeds, Salzburg, Molde shirts! pic.twitter.com/RUSgVOXhy8— United Daily (@UnitedDaily9) December 17, 2019 Daily Mail segir frá stríðni Erling Braut Håland sem birti mynd af sér að árita Manchester United treyju en seinna komu inn myndir af honum að árita treyjur Leeds, Napoli og RB Salzburg. Håland situation, right now... Bid from Man United. Bid from Juventus. Bid from Leipzig. Bid from Borussia Dortmund. He’s going to decide soon with his family and Raiola. Ole knows he wants to play. He wants to be a starter. That will be the key of his next move.#Haaland— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 18, 2019 Fabrizio Romano er oft fyrstur með fréttirnar og hann telur að Manchester United, Juventus, Leipzig og Borussia Dortmund hafi öll boðið í Norðmanninn en að Erling Braut Håland ætli að ákveða sig með því að ræða við fjölskyldu sína og umboðsmanninn Raiola. Það eru ekki margir dagar í að glugginn opnist og það verður fróðlegt að sjá hvaða treyju Erling Braut Håland klæðist á seinni hluta tímabilsins.
Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Í beinni: Chelsea - Fulham | Veislan hefst á Lundúnaslag Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Sjá meira