Á stundum að þegja? Friðrik Agni Árnason skrifar 20. desember 2019 07:00 Mér finnst áhugavert þegar fólk hendir neikvæðu skoðunum sínum um útlit mitt beint í andlitið á mér. Sérstaklega þegar það tengist útliti sem er valfrjálst. En ég hef einmitt verið að lenda í því undanfarið. Ástæðan: Ég litaði á mér hárið. Ég vildi breyta til og skapa mér aðeins nýrri og ferskari ímynd. Mér líður vel með hvernig það breytti útliti mínu. Þannig þegar ég horfi í spegil þá allavega fæ ég ekki þunglyndiskast yfir spegilmyndinni og gerði það nú svo sem ekki heldur fyrir litun. Ég er jú eins og flestir samt og mis sáttur við sjálfan mig eftir dagsgeðinu. Að sjálfsögðu er samt leiðinlegt að heyra þegar fólk segist jafnvel ekki vilja yrða á mig vegna þess að ég er með ljóst hár. Það gerðist nú fyrir stuttu og fólk hefur einnig sagst kunna einfaldlega illa við mig svona. Og þetta er ekki fólk sem þekkir mig manna best. Á þessum tímapunkti þá spyr ég af einlægni: Hvað fær fólk út úr því að láta svona skoðanir í ljós? Líður fólki betra þegar það kemur þessu frá sér? Snýst þetta um VALD? Ég velti því fyrir mér hvort fólk sem deilir svona skoðunum á fólki hafi það sameiginlegt að vera stjórnsamt. Því hvað ætti ég t.d. að taka frá svona athugasemd og móðgun? Annað en að jú kannski breyta útliti mínu aftur til þess að þóknast manneskjunni. Ég myndi persónulega aldrei segja neinum, nema kannski maka, mína skoðun á útlitsbreytingu hans ef hún er neikvæð og þá myndi ég samt ekki orða það svo harkalega. Fyrir mér má fólk alltaf bara líta út eins og það vill og líður best. Ef ég hef neikvæða skoðun á útliti annars fólks þá yfirleitt bara held ég því fyrir sjálfan mig nema það virkilega spyrji mig álits og biður um hreinskilni. Þannig ég er aðallega að velta því fyrir mér hvað fólk fær út úr því að móðga aðra á svona persónulegan hátt og fela sig svo jafnvel á bakvið að þetta sé bara þeirra skoðun. Víst höfum við öll rétt á okkar skoðun en mér finnst ekki alltaf nauðsynlegt að skoðanir komi fram. Ef skoðun leiðir af sér hugleiðingar, spurningar og opnar á samtal þá finnst mér það frábært en þegar það eru svona þungar persónulegar skoðanir eða dómur öllu heldur á útliti annarra þá er ég ekki alveg að fatta tilganginn. En þetta er auðvitað bara mín skoðun. Þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst þetta um viðbrögð og mín viðbrögð í þessu tilfelli. Ég vel að láta það ekki pirra mig þegar einhver segir svona við mig heldur skoða af hverju ég tek það til mín og hvernig. Hvað get ég lært um sjálfan mig? Hugsa sér það fólk sem hefur almennt svona sterkar skoðanir sem það verður að láta í ljós, og móðgar og særir annað fólk með því, hvernig er það þá að dæma sig sjálft? #mínskoðun Góða helgi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Agni Árnason Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Mér finnst áhugavert þegar fólk hendir neikvæðu skoðunum sínum um útlit mitt beint í andlitið á mér. Sérstaklega þegar það tengist útliti sem er valfrjálst. En ég hef einmitt verið að lenda í því undanfarið. Ástæðan: Ég litaði á mér hárið. Ég vildi breyta til og skapa mér aðeins nýrri og ferskari ímynd. Mér líður vel með hvernig það breytti útliti mínu. Þannig þegar ég horfi í spegil þá allavega fæ ég ekki þunglyndiskast yfir spegilmyndinni og gerði það nú svo sem ekki heldur fyrir litun. Ég er jú eins og flestir samt og mis sáttur við sjálfan mig eftir dagsgeðinu. Að sjálfsögðu er samt leiðinlegt að heyra þegar fólk segist jafnvel ekki vilja yrða á mig vegna þess að ég er með ljóst hár. Það gerðist nú fyrir stuttu og fólk hefur einnig sagst kunna einfaldlega illa við mig svona. Og þetta er ekki fólk sem þekkir mig manna best. Á þessum tímapunkti þá spyr ég af einlægni: Hvað fær fólk út úr því að láta svona skoðanir í ljós? Líður fólki betra þegar það kemur þessu frá sér? Snýst þetta um VALD? Ég velti því fyrir mér hvort fólk sem deilir svona skoðunum á fólki hafi það sameiginlegt að vera stjórnsamt. Því hvað ætti ég t.d. að taka frá svona athugasemd og móðgun? Annað en að jú kannski breyta útliti mínu aftur til þess að þóknast manneskjunni. Ég myndi persónulega aldrei segja neinum, nema kannski maka, mína skoðun á útlitsbreytingu hans ef hún er neikvæð og þá myndi ég samt ekki orða það svo harkalega. Fyrir mér má fólk alltaf bara líta út eins og það vill og líður best. Ef ég hef neikvæða skoðun á útliti annars fólks þá yfirleitt bara held ég því fyrir sjálfan mig nema það virkilega spyrji mig álits og biður um hreinskilni. Þannig ég er aðallega að velta því fyrir mér hvað fólk fær út úr því að móðga aðra á svona persónulegan hátt og fela sig svo jafnvel á bakvið að þetta sé bara þeirra skoðun. Víst höfum við öll rétt á okkar skoðun en mér finnst ekki alltaf nauðsynlegt að skoðanir komi fram. Ef skoðun leiðir af sér hugleiðingar, spurningar og opnar á samtal þá finnst mér það frábært en þegar það eru svona þungar persónulegar skoðanir eða dómur öllu heldur á útliti annarra þá er ég ekki alveg að fatta tilganginn. En þetta er auðvitað bara mín skoðun. Þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst þetta um viðbrögð og mín viðbrögð í þessu tilfelli. Ég vel að láta það ekki pirra mig þegar einhver segir svona við mig heldur skoða af hverju ég tek það til mín og hvernig. Hvað get ég lært um sjálfan mig? Hugsa sér það fólk sem hefur almennt svona sterkar skoðanir sem það verður að láta í ljós, og móðgar og særir annað fólk með því, hvernig er það þá að dæma sig sjálft? #mínskoðun Góða helgi
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun