Körfubolti

Sextíu stiga leikur hjá Harden | Ellefti sigur Milwaukee í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Harden skoraði 60 stig á 31 mínútu gegn Atlanta.
Harden skoraði 60 stig á 31 mínútu gegn Atlanta. vísir/getty
James Harden skoraði 60 stig þegar Houston Rockets kjöldró Atlanta Hawks, 158-111, í NBA-deildinni í nótt.

Harden vantaði aðeins eitt stig til að jafna félagsmet Houston yfir flest stig í einum leik. Hann á metið sjálfur.

Harden skoraði stigin 60 á aðeins 31 mínútu. Hann lék ekkert í 4. leikhluta enda úrslitin löngu ráðin. Houston er í 4. sæti Vesturdeildarinnar.



Trae Young skoraði 37 stig fyrir Atlanta sem hefur tapað tíu leikjum í röð og er á botni Austurdeildarinnar.

Þrír aðrir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt.

Milwaukee Bucks vann sinn ellefta leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Charlotte Hornets, 137-96.

Giannis Antetokounmpo skoraði 26 stig fyrir Milwaukee á aðeins 20 mínútum. Níu leikmenn liðsins skoruðu tíu stig eða meira í leiknum.



Philadelphia 76ers vann nauman sigur á Indiana Pacers, 119-116. Þetta var þriðji sigur Philadelphia í röð.

Joel Embiid skoraði 32 stig fyrir Philadelphia og Tobias Harris 22. Ben Simmons var með 15 stig og 13 stoðsendingar.



Þá vann Sacramento Kings Denver Nuggets, 100-97, í framlengdum leik. Harrison Barnes skoraði 30 stig fyrir Sacramento.



Úrslitin í nótt:

Houston 158-111 Atlanta

Milwaukee 137-96 Charlotte

Philadelphia 119-116 Indiana

Sacramento 100-97 Denver

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×