Enski boltinn

Gary N­evil­le um víta­spyrnu-VARið í leik Norwich og Arsenal: „Þetta er skammarlegt“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Paul Tierny dómari hafði í nægu að snúast.
Paul Tierny dómari hafði í nægu að snúast. vísir/getty
Það voru rosalegar mínútur í leik Norwich og Arsenal í gær er síðarnefnda liðið fékk vítaspyrnu. Endurtaka þurfti spyrnuna eftir skoðun í VARsjánni og í síðara skiptið skoruðu gestirnir frá Lundúnum.

Cristoph Zimmermann fékk boltann í höndina og dæmd var vítaspyrna. Á punktinn steig Pierre-Emerick Aubameyang en Tim Krul varði frá honum við mikinn fögnuð leikmanna Norwich.

VAR kíkti þó á vítaspyrnuna aftur og við það kom í ljós að leikmenn Norwich voru komnir inn í vítateiginn áður en Aubameyang sparkaði boltanum á markið.

Því var spyrnan endurtekin og aftur fór Aubameyang á punktinn en í síðara skiptin skoraði hann. Gary Neville, sparkspekingur hjá Sky Sports, leist ekkert á þetta og tjáði sig um málið á Twitter:







Fyrrum samherij hans hjá Manchester United, Luis Saha, var þó á öðru máli.

„Þetta eru reglurnar og mér líkar vel við það þegar haldið er sig við reglurnar í leiknum.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×