Fyrstu jólin í þriðja skiptið Kristbjörg Ólafsdóttir skrifar 20. desember 2019 08:00 Fyrir flesta ef ekki allra foreldra þá eru fyrstu jólin eftir að þau eru krýnd foreldrar ógleymanleg. Það er eitthvað svo töfrum líkast að sjá jólaljósin speglast í augunum á börnum, sjá þau verða þvílíkt spennt yfir mandarínu frá jólasveininum, horfa á þau opna gjafirnar. Fyrstu jólin sem ég var mamma voru ekki alveg svona. Fyrstu jólin sem ég var mamma hafði ég aldrei hitt dóttur mína. Aldrei fengið að knúsa hana. Samt var dóttir mín fædd. Fyrstu jólin sem ég var mamma hennar þá var hún um fimmtán mánaða og í annarri heimsálfu. Hún er nefnilega ættleidd. Við fengum símtalið um hana í júlí en vegna reglna í Indlandi þurfti að klára alla pappírsvinnuna á Indlandi áður en við gátum sótt hana. Við höfðum vonast eftir að það yrði fyrir jól en við fórum í febrúar árið eftir, sjö mánuðum eftir símtalið. Það var ótrúlega skrýtið að undirbúa þessi jól. Mér leið eins og móður en samt var ég ekki með dóttur mína hjá mér. Ég veit að það var vel hugsað um hana en Guð hvað ég þráði að hafa hana hjá þér. Hún hafði aldrei komið heim en samt fannst mér allt vera svo tómlegt án hennar. Hljómar asnalega ekki satt? Ég man hvað mig langaði að klæða hana í fallegan kjól en í staðinn þá keypti ég Baby born dúkku og ótrúlega fallegan kjól sem ég klæddi dúkkuna í. Kona gerir það sem kona þarf að gera ekki satt? Ég bjó um rúmið hennar og hugsaði til hennar, vonaði að hún fyndi á sér að ég væri að hugsa til hennar. Fyrir sex árum síðan þá varð ég mamma í annað sinn þegar við sóttum son okkar til Tékklands. Við komum heim frá Tékklandi nokkrum dögum fyrir jól og gátum þess vegna upplifað aðventuna í Tékklandi. Það var stórkostlegt að sjá jólasveininn koma, fá að prófa heita vínið þeirra og upplifa jólamarkaðina. Þessi jól voru samt ekki auðveld. Ég er rosaleg jólamanneskja, vil helst senda heimagerð jólakort og heimagerðar jólagjafir, en þarna var ég komin með nýjan einstakling sem þurfti á mér að halda 24/7. Sonur minn var rétt orðin þriggja ára þegar hann kom heim. Þá skildi hann auðvitað ekkert í því hvað var að gerast. En síðan þá hefur hann verið jafnvel meira jólabarn en ég. Hann hlustar á jólalög allt árið um kring. Hann er ekki mikið fyrir að föndra en ef þú stingur upp á jólaföndri þá er hann meira en til í það. Honum finnst miklu skemmtilegra að gefa en að þiggja. Í ár fæ ég að upplifa svona fyrstu jól enn einu sinni þegar bónusdóttir mín, sem er skiptinemi frá Tælandi, fær að upplifa sín fyrstu jól með okkur. Hún er búddatrúar og þeirra stærsta hátíð er nýárið. Núna er hún svo spennt yfir þessu öllu. Jólaskreytingunum, að byggja snjókarl, jólatréð og smákökubakstur með stórfjölskyldunni. Allt þetta er nýtt fyrir henni. Fyrir mér þá eru jólin umleikin töfrum (ég meina, horfið bara á þessi jól sem ég hef fengið að upplifa), og ég er viss um að ég er bara rétt að byrja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Kristbjörg Ólafsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir flesta ef ekki allra foreldra þá eru fyrstu jólin eftir að þau eru krýnd foreldrar ógleymanleg. Það er eitthvað svo töfrum líkast að sjá jólaljósin speglast í augunum á börnum, sjá þau verða þvílíkt spennt yfir mandarínu frá jólasveininum, horfa á þau opna gjafirnar. Fyrstu jólin sem ég var mamma voru ekki alveg svona. Fyrstu jólin sem ég var mamma hafði ég aldrei hitt dóttur mína. Aldrei fengið að knúsa hana. Samt var dóttir mín fædd. Fyrstu jólin sem ég var mamma hennar þá var hún um fimmtán mánaða og í annarri heimsálfu. Hún er nefnilega ættleidd. Við fengum símtalið um hana í júlí en vegna reglna í Indlandi þurfti að klára alla pappírsvinnuna á Indlandi áður en við gátum sótt hana. Við höfðum vonast eftir að það yrði fyrir jól en við fórum í febrúar árið eftir, sjö mánuðum eftir símtalið. Það var ótrúlega skrýtið að undirbúa þessi jól. Mér leið eins og móður en samt var ég ekki með dóttur mína hjá mér. Ég veit að það var vel hugsað um hana en Guð hvað ég þráði að hafa hana hjá þér. Hún hafði aldrei komið heim en samt fannst mér allt vera svo tómlegt án hennar. Hljómar asnalega ekki satt? Ég man hvað mig langaði að klæða hana í fallegan kjól en í staðinn þá keypti ég Baby born dúkku og ótrúlega fallegan kjól sem ég klæddi dúkkuna í. Kona gerir það sem kona þarf að gera ekki satt? Ég bjó um rúmið hennar og hugsaði til hennar, vonaði að hún fyndi á sér að ég væri að hugsa til hennar. Fyrir sex árum síðan þá varð ég mamma í annað sinn þegar við sóttum son okkar til Tékklands. Við komum heim frá Tékklandi nokkrum dögum fyrir jól og gátum þess vegna upplifað aðventuna í Tékklandi. Það var stórkostlegt að sjá jólasveininn koma, fá að prófa heita vínið þeirra og upplifa jólamarkaðina. Þessi jól voru samt ekki auðveld. Ég er rosaleg jólamanneskja, vil helst senda heimagerð jólakort og heimagerðar jólagjafir, en þarna var ég komin með nýjan einstakling sem þurfti á mér að halda 24/7. Sonur minn var rétt orðin þriggja ára þegar hann kom heim. Þá skildi hann auðvitað ekkert í því hvað var að gerast. En síðan þá hefur hann verið jafnvel meira jólabarn en ég. Hann hlustar á jólalög allt árið um kring. Hann er ekki mikið fyrir að föndra en ef þú stingur upp á jólaföndri þá er hann meira en til í það. Honum finnst miklu skemmtilegra að gefa en að þiggja. Í ár fæ ég að upplifa svona fyrstu jól enn einu sinni þegar bónusdóttir mín, sem er skiptinemi frá Tælandi, fær að upplifa sín fyrstu jól með okkur. Hún er búddatrúar og þeirra stærsta hátíð er nýárið. Núna er hún svo spennt yfir þessu öllu. Jólaskreytingunum, að byggja snjókarl, jólatréð og smákökubakstur með stórfjölskyldunni. Allt þetta er nýtt fyrir henni. Fyrir mér þá eru jólin umleikin töfrum (ég meina, horfið bara á þessi jól sem ég hef fengið að upplifa), og ég er viss um að ég er bara rétt að byrja.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun