Körfubolti

Ekkert NBA-lið vildi hann í langan tíma en nú er Melo leikmaður vikunnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carmelo Anthony sýnir ánægju sína, með að vera kominn aftur í NBA, inn á vellinum.
Carmelo Anthony sýnir ánægju sína, með að vera kominn aftur í NBA, inn á vellinum. Getty/Alika Jenner
Carmelo Anthony er ekki aðeins kominn aftur í slaginn í NBA-deildinni í körfubolta heldur er kappinn einnig farinn að safna að sér viðurkenningum.Anthony, sem ekkert NBA-lið vildi sjá í næstum því heilt ár, hefur stimplað sig inn hjá liði Portland Trail Blazers sem gaf honum langþráð tækifæri um miðjan nóvember.Carmelo Anthony var valinn besti leikmaður síðustu viku í Vesturdeildinni en hann var með 22,3 stig, 7,7 fráköst og 2,7 stoðsendingar að meðaltali í þremur leikjum vikunnar. Portland liðið vann líka alla þrjá leiki sína í vikunni.Carmelo Anthony datt út úr NBA-deildinni í heilt ár og lengi leit út fyrir að ekkert lið vildi veðja á hann. Hann hafði verið gagnrýndur fyrir að hugsa miklu meira um sjálfan sig en hag liðsins og fékk ekki tækifæri þótt að flestir vita að hann sé hörku körfuboltamaður.Portland Trail Blazers var tilbúið að gefa honum tækifæri á nýjan leik og þessi 35 ára kappi, sem kom á sama tíma inn í deildina og LeBron James, hefur blómstrað á nýjum stað.Carmelo Anthony skoraði 25 stig í sigri á Chicago, 19 stig í sigri á Oklahoma City og var svo með 23 stig og 11 fráköst í öðrum sigri á Chicago Bulls.Anthony hitti úr 57 prósent skota sinna utan af velli og 89 prósent vítanna í vikunni.Þetta er í nítjánda skiptið sem Carmelo Anthony er kosinn besti leikmaður vikunnar en hann fékk þau síðast 10. mars 2014 þegar hann var leikmaður New York Knicks.NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.