Vill útlendinga að borðinu í Brimi Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. desember 2019 15:45 Guðmundur Kristjánsson er forstjóri Brim og aðaleigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur. Vísir/vilhelm Útgerðarfélag Reykjavíkur, félag Guðmundar Kristjánssonar forstjóra Brims, vill að stjórn síðarnefnda félagsins auki möguleika útlendinga til að fjárfesta í Brimi. Útgerðarfélagið vill að beiðni þess efnis verði tekin fyrir á hluthafafundi Brims þann 12. desember næstkomandi og leggur sjálft til þrjár leiðir svo að fá megi útlendinga að borðinu - til að mynda að skrá Brim í norsku Kauphöllina. Í greinargerð með tillögu Útgerðarfélagsins, sem send var á Kauphöllina nú síðdegis, segir að í ljósi þess að Brim er sjávarútvegsfyrirtæki þá lúti það takmörkunum þegar kemur að fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri. Þannig megi útlendingar ekki fjárfesta með beinum hætti í íslensku fyrirtæki sem stundar fiskveiðar eða vinnslu sjávarafurða.Skýringarmynd Brims.Aftur á móti sé útlendingum heimilt að eiga með óbeinum hætti eignarhlut í íslensku sjávarútvegsfyrirtæki. Það geti þeir gert með því að eiga hlut í íslensku félagi - sem síðan á sjávarútvegsfyrirtæki. Hlutur útlendinga í slíku félagi má ekki vera meira en fjórðungur, eða 33 prósent eftir atvikum. Löggjafarvaldið telji skynsamlegt að heimila slíka óbeina fjárfestingu að mati Útgerðarfélagsins, sem vísar til greinargerðar með lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri.„Að mati Útgerðarfélags Reykjavíkur er áhugi hjá erlendum aðilum að fjárfesta óbeint í sjávarútvegi á Íslandi. Slík viðskipti yrðu til hagsbóta fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki og gætu aukið verulega getu þeirra til fjárfestinga, eflt rekstur og skapað aukin verðmæti,“ segir í greinargerð Útgerðarfélagsins og bætt við að viðskipti útlendinga með hlutabréf í félaginu yrðu eins og þegar Íslendingar versla með bréfin í Kauphöllinni: Gagnsæ. Af þessum sökum leggur útgerðarfélagið til að hluthafafundur Brims um miðjan desember feli stjórn félagsins að „kanna og eftir atvikum leggia til leiðir“ til að hleypa útlendingum að fjárfestingaborðinu. Stjórnin þurfi síðan að leggja fram tillögurnar á aðalfundi Brims á næsta ári. Útgerðarfélagið leggur sjálft til þrjár leiðir að þessu markmiði, sem stjórn Brims getur metið út frá hagkvæmni.Úr tillögu Útgerðarfélags Reykjavíkur fyrir hluthafafund Brims. Sjávarútvegur Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Útgerðarfélag Reykjavíkur, félag Guðmundar Kristjánssonar forstjóra Brims, vill að stjórn síðarnefnda félagsins auki möguleika útlendinga til að fjárfesta í Brimi. Útgerðarfélagið vill að beiðni þess efnis verði tekin fyrir á hluthafafundi Brims þann 12. desember næstkomandi og leggur sjálft til þrjár leiðir svo að fá megi útlendinga að borðinu - til að mynda að skrá Brim í norsku Kauphöllina. Í greinargerð með tillögu Útgerðarfélagsins, sem send var á Kauphöllina nú síðdegis, segir að í ljósi þess að Brim er sjávarútvegsfyrirtæki þá lúti það takmörkunum þegar kemur að fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri. Þannig megi útlendingar ekki fjárfesta með beinum hætti í íslensku fyrirtæki sem stundar fiskveiðar eða vinnslu sjávarafurða.Skýringarmynd Brims.Aftur á móti sé útlendingum heimilt að eiga með óbeinum hætti eignarhlut í íslensku sjávarútvegsfyrirtæki. Það geti þeir gert með því að eiga hlut í íslensku félagi - sem síðan á sjávarútvegsfyrirtæki. Hlutur útlendinga í slíku félagi má ekki vera meira en fjórðungur, eða 33 prósent eftir atvikum. Löggjafarvaldið telji skynsamlegt að heimila slíka óbeina fjárfestingu að mati Útgerðarfélagsins, sem vísar til greinargerðar með lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri.„Að mati Útgerðarfélags Reykjavíkur er áhugi hjá erlendum aðilum að fjárfesta óbeint í sjávarútvegi á Íslandi. Slík viðskipti yrðu til hagsbóta fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki og gætu aukið verulega getu þeirra til fjárfestinga, eflt rekstur og skapað aukin verðmæti,“ segir í greinargerð Útgerðarfélagsins og bætt við að viðskipti útlendinga með hlutabréf í félaginu yrðu eins og þegar Íslendingar versla með bréfin í Kauphöllinni: Gagnsæ. Af þessum sökum leggur útgerðarfélagið til að hluthafafundur Brims um miðjan desember feli stjórn félagsins að „kanna og eftir atvikum leggia til leiðir“ til að hleypa útlendingum að fjárfestingaborðinu. Stjórnin þurfi síðan að leggja fram tillögurnar á aðalfundi Brims á næsta ári. Útgerðarfélagið leggur sjálft til þrjár leiðir að þessu markmiði, sem stjórn Brims getur metið út frá hagkvæmni.Úr tillögu Útgerðarfélags Reykjavíkur fyrir hluthafafund Brims.
Sjávarútvegur Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira