Körfubolti

Keflvíkingar fyrstir til að vinna meistaranna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Katla skoraði sigurkörfu Keflavíkur gegn Val.
Katla skoraði sigurkörfu Keflavíkur gegn Val. vísir/bára
Katla Rún Garðarsdóttir tryggði Keflavík sigur á Íslands- og bikarmeisturum Vals, 92-90, í stórleik 11. umferðar Domino's deildar kvenna í kvöld.

Þetta var fyrsta tap Vals á tímabilinu og jafnframt fyrsta tap liðsins síðan 11. apríl.

Jafnt var að loknum venjulegum leiktíma, 81-81, og því þurfti að grípa til framlengingarinnar.

Þegar ein sekúnda var eftir af framlengingunni skoraði Katla sigurkörfu Keflvíkinga.

Daniela Morillo var atkvæðamest í liði Keflavíkur með 26 stig, níu fráköst og fimm stoðsendingar. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir skoraði 21 stig. Keflavík er með 16 stig í 2. sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Val.

Kiana Johnson skoraði 23 stig fyrir Val og gaf tíu stoðsendingar. Hallveig Jónsdóttir skoraði 19 stig.

Keflavík-Valur 92-90 (19-14, 20-23, 19-24, 23-20, 11-9)

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 26/9 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 21/4 fráköst, Þóranna Kika Hodge-Carr 18/8 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 15/7 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 5, Katla Rún Garðarsdóttir 5/6 stoðsendingar, Kamilla Sól Viktorsdóttir 2, Hjördís Lilja Traustadóttir 0, Sara Lind Kristjánsdóttir 0, Anna Ingunn Svansdóttir 0, Eydís Eva Þórisdóttir 0, Elsa Albertsdóttir 0.



Valur: Kiana Johnson 23/7 fráköst/10 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir 19, Guðbjörg Sverrisdóttir 15/7 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 13/4 fráköst/5 stoðsendingar, Dagbjört Samúelsdóttir 13, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 7/7 fráköst/5 stolnir, Kristín María Matthíasdóttir 0, Elísabet Thelma Róbertsdóttir 0, Tanja Kristín Árnadóttir 0, Lea Gunnarsdóttir 0, Arna Dís Heiðarsdóttir 0, Anita Rún Árnadóttir 0.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×