Körfubolti

Keflvíkingar fyrstir til að vinna meistaranna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Katla skoraði sigurkörfu Keflavíkur gegn Val.
Katla skoraði sigurkörfu Keflavíkur gegn Val. vísir/bára
Katla Rún Garðarsdóttir tryggði Keflavík sigur á Íslands- og bikarmeisturum Vals, 92-90, í stórleik 11. umferðar Domino's deildar kvenna í kvöld.Þetta var fyrsta tap Vals á tímabilinu og jafnframt fyrsta tap liðsins síðan 11. apríl.Jafnt var að loknum venjulegum leiktíma, 81-81, og því þurfti að grípa til framlengingarinnar.Þegar ein sekúnda var eftir af framlengingunni skoraði Katla sigurkörfu Keflvíkinga.Daniela Morillo var atkvæðamest í liði Keflavíkur með 26 stig, níu fráköst og fimm stoðsendingar. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir skoraði 21 stig. Keflavík er með 16 stig í 2. sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Val.Kiana Johnson skoraði 23 stig fyrir Val og gaf tíu stoðsendingar. Hallveig Jónsdóttir skoraði 19 stig.Keflavík-Valur 92-90 (19-14, 20-23, 19-24, 23-20, 11-9)Keflavík: Daniela Wallen Morillo 26/9 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 21/4 fráköst, Þóranna Kika Hodge-Carr 18/8 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 15/7 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 5, Katla Rún Garðarsdóttir 5/6 stoðsendingar, Kamilla Sól Viktorsdóttir 2, Hjördís Lilja Traustadóttir 0, Sara Lind Kristjánsdóttir 0, Anna Ingunn Svansdóttir 0, Eydís Eva Þórisdóttir 0, Elsa Albertsdóttir 0.Valur: Kiana Johnson 23/7 fráköst/10 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir 19, Guðbjörg Sverrisdóttir 15/7 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 13/4 fráköst/5 stoðsendingar, Dagbjört Samúelsdóttir 13, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 7/7 fráköst/5 stolnir, Kristín María Matthíasdóttir 0, Elísabet Thelma Róbertsdóttir 0, Tanja Kristín Árnadóttir 0, Lea Gunnarsdóttir 0, Arna Dís Heiðarsdóttir 0, Anita Rún Árnadóttir 0.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.