Er ég nógu merkilegur? Friðrik Agni Árnason skrifar 8. desember 2019 10:00 „Ég hélt þú ættir heima í risa einbýlishúsi og ættir ríka foreldra.“ Þetta var sagt við mig eitt sinn og var það vinkona sem heimsótti mig í fyrsta skipti. Henni til dálítillar furðu átti ég heima í blokk og íbúð sem var ekkert sérlega íburðarmikil. En þetta var mitt heimili þar sem ást foreldra minna til okkar systkina var til staðar og það var svo sem alltaf nóg fyrir mig. Þegar ég hins vegar áttaði mig á því að krakkar, vinir og vinkonur í kringum mig áttu oftast heima í einbýlishúsum og áttu alltaf það nýjasta af öllu þá byrjaði samanburðurinn og minnimáttarkenndin. Þetta átti sérstaklega við um dansheiminn sem ég ólst upp í. Ég hugsa að ég hafi ákveðið eða jafnvel ómeðvitað sett mér það markmið að verða ótrúlega góður í dansi til að bæta upp fyrir það sem ég var ekki í alvörunni. Ekki nógu ríkur eða merkilegur í lífinu en mjög góður dansari. Ekki nógu ríkur og merkilegur í lífinu en rosalega mjór. Ekki nógu ríkur og merkilegur í lífinu en afburða námsmaður… Þið sjáið kannski hvert ég er að fara með þetta. Samanburðurinn og minnimáttarkenndin varð að óöryggi sem svo leiddi af sér fullkomnunaráráttu, átröskun og kvíða hjá mér á ungmennaárunum. Alla þessa kvilla berst ég við á hverjum degi enn þann dag í dag þó af mun minni ákafa. Ég sigraðist á átröskuninni en er hræddur um að hinir brestirnir fylgi mér enn. Í nútímasamfélagi er svo auðvelt að vera í samanburðar pakkanum því allt okkar líf er svo opið okkar á milli. Ekki bara samfélagið sem maður býr í heldur heimsamfélagið. Hver er mælikvarðinn á að vera merkilegur og eiga skilið hrós eða virðingu? Mér finnst í sumum aðstæðum að fólk taki ekki eftir mér eða velji jafnvel að heilsa mér ekki og það má vel vera að það sé einungis mín upplifun út frá mínu eigin óöryggi. Getur það samt verið að fólk dæmi út frá t.d. sýnileika á samfélagsmiðlum, er hann frægur? Af hverju ætti ég að yrða á hann? Hugsanlega ætti maður að yrða á alla, veita auglit, kinka kolli, segja hæ. Það er líka skrítið að þurfa eitthvert samhengi og stöðu einhvers til þess að dæma um hvort sá sami eigi skilið að honum sé veitt athygli. í grunninn er í raun enginn einn aðili merkilegri en annar. Ég reyni allavega alltaf að minna sjálfan mig á að þegar ég kem inn í aðstæður þar sem er nýtt fólk, að vera opinn, brosa og jafnvel heilsa. Hvaða máli skipti það t.d. fyrir ungu vinkonu mína, þá kannski ekki nema ellefu ára, í hverskyns húsnæði ég bjó í. Hvaða hugmyndir hafði hún búið sér til í huganum og út frá hvaða upplýsingum? Krakkar mynda skoðanir út frá því sem þeim er kennt og því sem þeir taka eftir í kringum sig og oftast eru þá foreldrarnir helsta fordæmið. Þetta byrjar svo snemma, dómurinn og samanburðurinn, skiptingin. Það er erfitt að vera í hópaðstæðum þar sem maður bókstaflega finnur að ekki allir eru jafnir og þegar maður sjálfur er einhvern veginn ekki metinn eftir þeim verðleikum sem maður veit að maður býr yfir. Einstaka sinnum breytist viðhorf fólks við það eitt að sjá mann ræða við einhvern sem kannski er þekktur. Þá er í lagi að veita mér aðeins meiri athygli. Eða eftir að hafa komist að því í hverju maður sé menntaður eða eftir dans- og atvinnureynslu o.s.frv. Er þetta ekki furðulegt, að við skulum hegða okkur svona? Við vitum ekkert um fólk nema með því að opna á samtalið. Við þurfum ekki að láta afrek eða tengslanet fólks ákvarða það hvort það eigi skilið okkar virðingu eða athygli. Allir eru merkilegir. Við erum alveg stórmerkileg meira að segja sem dýrategund myndi ég halda. Og mig grunar að allir þrái bara að þeim sé veitt smá eftirtekt og fái staðfestingu á að þeir séu nógu góðir og að þeir eru hér. Hluti af heildinni, rétt eins og við öll einfaldlega erum. Kannski er frekar hægt að segja að við séum öll jafn ómerkileg. Svona í stóra samhenginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Agni Árnason Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
„Ég hélt þú ættir heima í risa einbýlishúsi og ættir ríka foreldra.“ Þetta var sagt við mig eitt sinn og var það vinkona sem heimsótti mig í fyrsta skipti. Henni til dálítillar furðu átti ég heima í blokk og íbúð sem var ekkert sérlega íburðarmikil. En þetta var mitt heimili þar sem ást foreldra minna til okkar systkina var til staðar og það var svo sem alltaf nóg fyrir mig. Þegar ég hins vegar áttaði mig á því að krakkar, vinir og vinkonur í kringum mig áttu oftast heima í einbýlishúsum og áttu alltaf það nýjasta af öllu þá byrjaði samanburðurinn og minnimáttarkenndin. Þetta átti sérstaklega við um dansheiminn sem ég ólst upp í. Ég hugsa að ég hafi ákveðið eða jafnvel ómeðvitað sett mér það markmið að verða ótrúlega góður í dansi til að bæta upp fyrir það sem ég var ekki í alvörunni. Ekki nógu ríkur eða merkilegur í lífinu en mjög góður dansari. Ekki nógu ríkur og merkilegur í lífinu en rosalega mjór. Ekki nógu ríkur og merkilegur í lífinu en afburða námsmaður… Þið sjáið kannski hvert ég er að fara með þetta. Samanburðurinn og minnimáttarkenndin varð að óöryggi sem svo leiddi af sér fullkomnunaráráttu, átröskun og kvíða hjá mér á ungmennaárunum. Alla þessa kvilla berst ég við á hverjum degi enn þann dag í dag þó af mun minni ákafa. Ég sigraðist á átröskuninni en er hræddur um að hinir brestirnir fylgi mér enn. Í nútímasamfélagi er svo auðvelt að vera í samanburðar pakkanum því allt okkar líf er svo opið okkar á milli. Ekki bara samfélagið sem maður býr í heldur heimsamfélagið. Hver er mælikvarðinn á að vera merkilegur og eiga skilið hrós eða virðingu? Mér finnst í sumum aðstæðum að fólk taki ekki eftir mér eða velji jafnvel að heilsa mér ekki og það má vel vera að það sé einungis mín upplifun út frá mínu eigin óöryggi. Getur það samt verið að fólk dæmi út frá t.d. sýnileika á samfélagsmiðlum, er hann frægur? Af hverju ætti ég að yrða á hann? Hugsanlega ætti maður að yrða á alla, veita auglit, kinka kolli, segja hæ. Það er líka skrítið að þurfa eitthvert samhengi og stöðu einhvers til þess að dæma um hvort sá sami eigi skilið að honum sé veitt athygli. í grunninn er í raun enginn einn aðili merkilegri en annar. Ég reyni allavega alltaf að minna sjálfan mig á að þegar ég kem inn í aðstæður þar sem er nýtt fólk, að vera opinn, brosa og jafnvel heilsa. Hvaða máli skipti það t.d. fyrir ungu vinkonu mína, þá kannski ekki nema ellefu ára, í hverskyns húsnæði ég bjó í. Hvaða hugmyndir hafði hún búið sér til í huganum og út frá hvaða upplýsingum? Krakkar mynda skoðanir út frá því sem þeim er kennt og því sem þeir taka eftir í kringum sig og oftast eru þá foreldrarnir helsta fordæmið. Þetta byrjar svo snemma, dómurinn og samanburðurinn, skiptingin. Það er erfitt að vera í hópaðstæðum þar sem maður bókstaflega finnur að ekki allir eru jafnir og þegar maður sjálfur er einhvern veginn ekki metinn eftir þeim verðleikum sem maður veit að maður býr yfir. Einstaka sinnum breytist viðhorf fólks við það eitt að sjá mann ræða við einhvern sem kannski er þekktur. Þá er í lagi að veita mér aðeins meiri athygli. Eða eftir að hafa komist að því í hverju maður sé menntaður eða eftir dans- og atvinnureynslu o.s.frv. Er þetta ekki furðulegt, að við skulum hegða okkur svona? Við vitum ekkert um fólk nema með því að opna á samtalið. Við þurfum ekki að láta afrek eða tengslanet fólks ákvarða það hvort það eigi skilið okkar virðingu eða athygli. Allir eru merkilegir. Við erum alveg stórmerkileg meira að segja sem dýrategund myndi ég halda. Og mig grunar að allir þrái bara að þeim sé veitt smá eftirtekt og fái staðfestingu á að þeir séu nógu góðir og að þeir eru hér. Hluti af heildinni, rétt eins og við öll einfaldlega erum. Kannski er frekar hægt að segja að við séum öll jafn ómerkileg. Svona í stóra samhenginu.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun