Enski boltinn

„Mín kynslóð var ótrúlega hómófóbísk“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ummæli Souness vöktu mikla athygli.
Ummæli Souness vöktu mikla athygli. vísir/getty

Graeme Souness, fyrrverandi leikmaður og knattspyrnustjóri Liverpool, segir að sín kynslóð hafi verið mjög fordómafull í garð samkynhneigðra.

Í síðustu tveimur umferðum ensku úrvalsdeildarinnar hafa fyrirliðar liðanna borið band í regnbogalitum. Þetta er hluti af herferðinni „Regnbogareimarnar“. Henni er ætlað að hjálpa hinsegin fólki að finnast það vera hluti af íþróttum.

Souness var álitsgjafi á Sky Sports í gær þar sem hann ræddi m.a. af hverju enginn fótboltamaður hefði enn komið út úr skápnum.

„Leikmannasamtökin og enska úrvalsdeildin þurfa að líta í eigin barm. Af hverju hefur enginn komið út úr skápnum? Fótboltinn hefur ekki búið til umhverfi gerir fólki kleift að koma út úr skápnum. Það hljóta að vera hinsegin leikmenn í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Souness.

„Mín kynslóð var ótrúlega hómófóbísk. Húmorinn í búningsklefanum var þess eðlis. Fyrir níu mánuðum tók ég þátt í gleðigöngu í Brighton. Það var upplýsandi, ég lærði svo mikið og það breytti lífi mínu. Þetta var frábær dagur og ég lærði mikið.“



Souness fékk mikið hrós á samfélagsmiðlum fyrir ummæli sín en hann þótt sýna á sér aðra hlið en venjulega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×