Mikil óvissa um endurráðningar flugmanna Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 30. nóvember 2019 14:15 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Hann segir ársfjórðungsuppgjör ekki lýsandi fyrir stöðu fyrirtækisins þetta árið. Vísir/vilhelm Í Fréttablaðinu í dag er rætt við hóp flugmanna sem var sagt upp í haust hjá Icelandair. Fyrst átti að lækka starfshlutfall í fimmtíu prósent en svo var tekin ákvörðun um uppsagnir með von um endurráðningu í mars. Kergja er meðal flugmannanna sem benda á að uppsögnin hafi verið á grundvelli þess að kyrrsetning MAX-þotanna hafi neikvæð áhrif á rekstur Icelandair en stuttu seinna hafi verið tilkynnt um 7,5 milljarða króna hagnað. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair bendir á árstíðarsveiflu í rekstrinum. „Þessi hagnaður sem verið er að vísa í er vegna besta ársfjórðungs félagsins sem er þriðji ársfjórðungur. En eins og kom líka fram þegar við birtum þriðja ársfjórðung þá gerum við ráð fyrir að félagið verði rekið með tapi á árinu í heild og það annað árið í röð sem félagið er rekið með tapi og það gengur auðvitað ekki. Við þurfum að bregðast við og stefnum á það að snúa félaginu í hagnað strax á næsta ári,“ segir Bogi. Bogi segir Kyrrsetningu MAX vélanna hafa haft áhrif á allar áætlanir og þjálfun flugmanna. Erfitt sé að segja til um hvort og hve margir flugmenn verði endurráðnir í vor. „Við getum ekki alveg sagt til um það núna vegna MAX-áhrifanna, hversu margir flugmenn verða hjá okkur næsta sumar. Við erum að gera ráð fyrir að vélarnar komi inn í mars en það getur breyst og við vitum ekki nákvæmlega hvort allar MAX-vélarnar sem við gerum ráð fyrir að fá í rekstur næsta vor, hvort þær verði tilbúnar inn í leiðarkerfið. Þannig að því miður er óvissan talsverð og það þýðir óvissa fyrir flugmennina líka. Því miður.“ Örnólfur Jónsson, formaður félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir óvissuna sannarlega óþægilega. „Það er alveg vel hugsanlegt að einhver hluti þessa hóps komi ekki aftur inn í sumar og það hefur ekki gerst í tíu ár. Auðvitað er erfið þessi óvissa sem þessi hópur býr við,“ segir Örnólfur. Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Icelandair segir upp 87 flugmönnum og gerir kjarasamning við þá sem eftir eru Icelandair hefur undirritað framlengingu á kjarasamningi við Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) sem gildir til 30. september 2020. Þá hefur verið ákveðið að horfa frá áformum um að færa 111 flugmenn í 50% starf. 25. september 2019 19:35 Fyrrverandi flugmenn gramir Kergja er meðal flugmanna sem sagt var upp hjá Icelandair í kjölfar kyrrsetningar Boeing 737 MAX 8-þotanna. 130 flugmenn sem störfuðu hjá Icelandair síðastliðið sumar eru ekki við störf þar í vetur. 30. nóvember 2019 07:00 Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Í Fréttablaðinu í dag er rætt við hóp flugmanna sem var sagt upp í haust hjá Icelandair. Fyrst átti að lækka starfshlutfall í fimmtíu prósent en svo var tekin ákvörðun um uppsagnir með von um endurráðningu í mars. Kergja er meðal flugmannanna sem benda á að uppsögnin hafi verið á grundvelli þess að kyrrsetning MAX-þotanna hafi neikvæð áhrif á rekstur Icelandair en stuttu seinna hafi verið tilkynnt um 7,5 milljarða króna hagnað. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair bendir á árstíðarsveiflu í rekstrinum. „Þessi hagnaður sem verið er að vísa í er vegna besta ársfjórðungs félagsins sem er þriðji ársfjórðungur. En eins og kom líka fram þegar við birtum þriðja ársfjórðung þá gerum við ráð fyrir að félagið verði rekið með tapi á árinu í heild og það annað árið í röð sem félagið er rekið með tapi og það gengur auðvitað ekki. Við þurfum að bregðast við og stefnum á það að snúa félaginu í hagnað strax á næsta ári,“ segir Bogi. Bogi segir Kyrrsetningu MAX vélanna hafa haft áhrif á allar áætlanir og þjálfun flugmanna. Erfitt sé að segja til um hvort og hve margir flugmenn verði endurráðnir í vor. „Við getum ekki alveg sagt til um það núna vegna MAX-áhrifanna, hversu margir flugmenn verða hjá okkur næsta sumar. Við erum að gera ráð fyrir að vélarnar komi inn í mars en það getur breyst og við vitum ekki nákvæmlega hvort allar MAX-vélarnar sem við gerum ráð fyrir að fá í rekstur næsta vor, hvort þær verði tilbúnar inn í leiðarkerfið. Þannig að því miður er óvissan talsverð og það þýðir óvissa fyrir flugmennina líka. Því miður.“ Örnólfur Jónsson, formaður félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir óvissuna sannarlega óþægilega. „Það er alveg vel hugsanlegt að einhver hluti þessa hóps komi ekki aftur inn í sumar og það hefur ekki gerst í tíu ár. Auðvitað er erfið þessi óvissa sem þessi hópur býr við,“ segir Örnólfur.
Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Icelandair segir upp 87 flugmönnum og gerir kjarasamning við þá sem eftir eru Icelandair hefur undirritað framlengingu á kjarasamningi við Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) sem gildir til 30. september 2020. Þá hefur verið ákveðið að horfa frá áformum um að færa 111 flugmenn í 50% starf. 25. september 2019 19:35 Fyrrverandi flugmenn gramir Kergja er meðal flugmanna sem sagt var upp hjá Icelandair í kjölfar kyrrsetningar Boeing 737 MAX 8-þotanna. 130 flugmenn sem störfuðu hjá Icelandair síðastliðið sumar eru ekki við störf þar í vetur. 30. nóvember 2019 07:00 Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Icelandair segir upp 87 flugmönnum og gerir kjarasamning við þá sem eftir eru Icelandair hefur undirritað framlengingu á kjarasamningi við Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) sem gildir til 30. september 2020. Þá hefur verið ákveðið að horfa frá áformum um að færa 111 flugmenn í 50% starf. 25. september 2019 19:35
Fyrrverandi flugmenn gramir Kergja er meðal flugmanna sem sagt var upp hjá Icelandair í kjölfar kyrrsetningar Boeing 737 MAX 8-þotanna. 130 flugmenn sem störfuðu hjá Icelandair síðastliðið sumar eru ekki við störf þar í vetur. 30. nóvember 2019 07:00