Viðskipti innlent

Frá Já.is og Gallup til Cubus

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigurður mun búa yfir sérþekkingu í bakendavinnslu.
Sigurður mun búa yfir sérþekkingu í bakendavinnslu. Cubus

Sigurður Bjarnason hefur verið ráðinn sem ráðgjafi í viðskiptagreind og vöruhúsum gagna hjá hugbúnaðar- og ráðgjafafyrirtækinu Cubus. Í tilkynningu frá Cubus segir að fyrirtækið hafi bætt við sig þremur nýjum sérfræðingum á skömmum tíma og sé það liður í að efla þjónustu og ráðgjöf til viðskiptavina sem og að eiga betur kost á að vinna að nýjum tækifærum á markaðinum.

Sigurður er sagður eiga sterkan bakgrunn en hann hefur starfað í tólf ár við hönnun vöruhúsagagna, skýrslugerðir, innleiðingar og gagnavinnslu. Hann kemur til Cubus frá Já.is og Gallup þar sem hann starfaði sem sérfræðingur í viðskiptagreind. Þar sá hann meðal annars um stjórnun og uppsetningu á nýjum hugbúnaði og verkferlum, ásamt smíðum við vöruhúss gagna og gagnaleiðsla. Áður var hann ráðgjafi bæði hjá Expectus og Capacent.

„Sigurður kemur inn með sérþekkingu í bakendavinnslu og ráðgjöf við vöruhús gagna, en sú þekking er vandfundin í dag. Hann hefur mikla reynslu af innleiðingu nýrra kerfa og ráðgjöf fyrir alls kyns fyrirtæki. Við tökum Sigurði fagnandi og við hlökkum til að fá hann inn í teymið,“ segir Stefán Rafn Stefánsson, einn af eigendum Cubus.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
5,98
19
1.491.650
VIS
2,8
19
263.441
SIMINN
0,75
15
428.677
SJOVA
0,51
21
360.465
EIK
0,38
12
157.342

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-4,01
41
1.008.965
LEQ
-2,43
3
69.322
ICEAIR
-2,41
12
36.382
TM
-1,96
11
203.211
KVIKA
-1,94
7
168.078
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.