Viðskipti innlent

Frá Já.is og Gallup til Cubus

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigurður mun búa yfir sérþekkingu í bakendavinnslu.
Sigurður mun búa yfir sérþekkingu í bakendavinnslu. Cubus
Sigurður Bjarnason hefur verið ráðinn sem ráðgjafi í viðskiptagreind og vöruhúsum gagna hjá hugbúnaðar- og ráðgjafafyrirtækinu Cubus. Í tilkynningu frá Cubus segir að fyrirtækið hafi bætt við sig þremur nýjum sérfræðingum á skömmum tíma og sé það liður í að efla þjónustu og ráðgjöf til viðskiptavina sem og að eiga betur kost á að vinna að nýjum tækifærum á markaðinum.Sigurður er sagður eiga sterkan bakgrunn en hann hefur starfað í tólf ár við hönnun vöruhúsagagna, skýrslugerðir, innleiðingar og gagnavinnslu. Hann kemur til Cubus frá Já.is og Gallup þar sem hann starfaði sem sérfræðingur í viðskiptagreind. Þar sá hann meðal annars um stjórnun og uppsetningu á nýjum hugbúnaði og verkferlum, ásamt smíðum við vöruhúss gagna og gagnaleiðsla. Áður var hann ráðgjafi bæði hjá Expectus og Capacent.„Sigurður kemur inn með sérþekkingu í bakendavinnslu og ráðgjöf við vöruhús gagna, en sú þekking er vandfundin í dag. Hann hefur mikla reynslu af innleiðingu nýrra kerfa og ráðgjöf fyrir alls kyns fyrirtæki. Við tökum Sigurði fagnandi og við hlökkum til að fá hann inn í teymið,“ segir Stefán Rafn Stefánsson, einn af eigendum Cubus.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
6,73
61
1.304.993
TM
4,61
19
329.264
REGINN
4,23
10
71.102
EIK
2,7
9
106.040
ARION
2,16
7
16.943

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-14,41
59
25.776
REITIR
-1,67
9
53.544
SIMINN
-0,29
13
230.719
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.