Handbolti

Enn einn stórleikur Janusar í Danmörku

Anton Ingi Leifsson skrifar
Janus í leik með Álaborg á leiktíðinni.
Janus í leik með Álaborg á leiktíðinni.
Janus Daði Smárason heldur áfram að fara á kostum í dönsku úrvalsdeildinni en hann lék á alls oddi gegn Bjerringbro-Silkeborg í kvöld.Selfyssingurinn var markahæsti leikmaður vallarins er Álaborg vann sex marka sigur í Íslendingaslagnum, 32-26, eftir að hafa verið 14-13 undir í hálfleik.Janus Daði skoraði tíu mörk úr tólf skotum í leiknum í dag og var markahæsti maður vallarins. Einnig gaf hann þrjár stoðsendingar en Álaborg er á toppnum með sex stiga forskot.Þráinn Orri Jónsson komst ekki á blað í leiknum en Bjerringbro/Silkeborg er í 4. sæti deildarinnar.Það er skammt stórra högga á milli hjá Álaborg þessa daganna en þeir töpuðu í Barcelona gegn heimamönnum í Meistaradeildinni á laugardaginn.Þeir ferðuðust heim á sunnudeginum og spiluðu heima fyrir í kvöld. Næst bíður PSG á sunnudaginn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.