Handbolti

Enn einn stórleikur Janusar í Danmörku

Anton Ingi Leifsson skrifar
Janus í leik með Álaborg á leiktíðinni.
Janus í leik með Álaborg á leiktíðinni.

Janus Daði Smárason heldur áfram að fara á kostum í dönsku úrvalsdeildinni en hann lék á alls oddi gegn Bjerringbro-Silkeborg í kvöld.

Selfyssingurinn var markahæsti leikmaður vallarins er Álaborg vann sex marka sigur í Íslendingaslagnum, 32-26, eftir að hafa verið 14-13 undir í hálfleik.

Janus Daði skoraði tíu mörk úr tólf skotum í leiknum í dag og var markahæsti maður vallarins. Einnig gaf hann þrjár stoðsendingar en Álaborg er á toppnum með sex stiga forskot.

Þráinn Orri Jónsson komst ekki á blað í leiknum en Bjerringbro/Silkeborg er í 4. sæti deildarinnar.

Það er skammt stórra högga á milli hjá Álaborg þessa daganna en þeir töpuðu í Barcelona gegn heimamönnum í Meistaradeildinni á laugardaginn.

Þeir ferðuðust heim á sunnudeginum og spiluðu heima fyrir í kvöld. Næst bíður PSG á sunnudaginn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.