Sá fram á að fá minni spiltíma hjá Leipzig innan tíðar Hjörvar Ólafsson skrifar 21. nóvember 2019 14:00 Viggó er kominn til Wetzlar. vísir/getty Viggó Kristjánsson færði sig fyrr í þessari viku um set innan þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta karla. Viggó sem gekk til liðs við Leipzig í vor ákvað að fara til Wetzlar en hann samdi við félagið til næsta vors. „Ég hafði verið í viðræðum við forráðamenn Leipzig og ég hafði hug á að vera þar áfram. Ég hef verið að spila þó nokkuð í upphafi keppnistímabilsins og naut mín bæði innan vallar og utan. Þeir sögðu mér hins vegar að þeir ætluðu að veðja á unga þýska skyttu sem er uppalin hjá félaginu,“ segir Viggó í samtali við Fréttablaðið um vistaskiptin. „Það var því viðbúið að spiltími minn myndi minnka hjá Leipzig þar sem við vorum orðnir þrír í vinstri skyttustöðunni hjá liðinu. Wetzlar vantaði vinstri skyttu og spurðist fyrir um hvort möguleiki væri á að ég kæmi þangað. Mér fannst það fín lending að semja við þá fram á vorið og skoða svo stöðuna þegar þegar að kemur með framhaldið,“ segir hann enn fremur. „Þetta er lið sem er um miðja þýsku efstu deildina og ég sé fram á að vera í stóru hlutverki hjá liðinu. Það var svo sem ekki skortur á spiltíma hjá Leipzig og ég átti til að mynda góðan leik á móti Melsungen um síðustu helgi. Sú staða var hins vegar líklega að fara að breytast þannig að ég ákvað að breyta til,“ segir þessi flinka skytta. „Það er töluvert öðruvísi að búa í Leipzig sem er stórborg en Wetzler sem er lítill og afar rólegur bær. Umgjörðin hjá Wetzlar er eins og best verður á kosið en bærinn er ekki eins stór og Leipzig. Það er gaman að hafa upplifað báðar hliðar af Þýskalandi og að hafa prufað að búa bæði í Austur- og Vestur-Þýskalandi. Við búum flestir í liðinu í sömu blokkinni sem er bara fínt upp á að koma mér inn í hópinn. Ég er að taka við af portúgalskri skyttu hérna sem náði ekki að finna sig,“ segir Viggó sem spilaði sína fyrstu landsleiki þegar íslenska liðið mætti Svíþjóð í vináttulandsleikjum fyrr í þessum mánuði. „Mig langar auðvitað að fara með á Evrópumótið í janúar og vonandi náði ég að standa mig vel í leikjunum á móti Svíum og í næstu leikjum með Wetzlar þannig að ég verði í hópnum þegar þar að kemur. Möguleikinn á að komast í landsliðið hafði einhver áhrif á þessi félagaskipti en þó ekki úrslitaáhrif. Ég hlakka mjög til þess að sýna mig og sanna með Wetzlar og sjá hvort það skilar mér í EM-hópinn,“ segir Viggó en fyrsti leikur hans með Wetzlar verður á móti Minden á laugardaginn kemur. Birtist í Fréttablaðinu Þýski handboltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fleiri fréttir Haukar völtuðu yfir ÍR Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Sjá meira
Viggó Kristjánsson færði sig fyrr í þessari viku um set innan þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta karla. Viggó sem gekk til liðs við Leipzig í vor ákvað að fara til Wetzlar en hann samdi við félagið til næsta vors. „Ég hafði verið í viðræðum við forráðamenn Leipzig og ég hafði hug á að vera þar áfram. Ég hef verið að spila þó nokkuð í upphafi keppnistímabilsins og naut mín bæði innan vallar og utan. Þeir sögðu mér hins vegar að þeir ætluðu að veðja á unga þýska skyttu sem er uppalin hjá félaginu,“ segir Viggó í samtali við Fréttablaðið um vistaskiptin. „Það var því viðbúið að spiltími minn myndi minnka hjá Leipzig þar sem við vorum orðnir þrír í vinstri skyttustöðunni hjá liðinu. Wetzlar vantaði vinstri skyttu og spurðist fyrir um hvort möguleiki væri á að ég kæmi þangað. Mér fannst það fín lending að semja við þá fram á vorið og skoða svo stöðuna þegar þegar að kemur með framhaldið,“ segir hann enn fremur. „Þetta er lið sem er um miðja þýsku efstu deildina og ég sé fram á að vera í stóru hlutverki hjá liðinu. Það var svo sem ekki skortur á spiltíma hjá Leipzig og ég átti til að mynda góðan leik á móti Melsungen um síðustu helgi. Sú staða var hins vegar líklega að fara að breytast þannig að ég ákvað að breyta til,“ segir þessi flinka skytta. „Það er töluvert öðruvísi að búa í Leipzig sem er stórborg en Wetzler sem er lítill og afar rólegur bær. Umgjörðin hjá Wetzlar er eins og best verður á kosið en bærinn er ekki eins stór og Leipzig. Það er gaman að hafa upplifað báðar hliðar af Þýskalandi og að hafa prufað að búa bæði í Austur- og Vestur-Þýskalandi. Við búum flestir í liðinu í sömu blokkinni sem er bara fínt upp á að koma mér inn í hópinn. Ég er að taka við af portúgalskri skyttu hérna sem náði ekki að finna sig,“ segir Viggó sem spilaði sína fyrstu landsleiki þegar íslenska liðið mætti Svíþjóð í vináttulandsleikjum fyrr í þessum mánuði. „Mig langar auðvitað að fara með á Evrópumótið í janúar og vonandi náði ég að standa mig vel í leikjunum á móti Svíum og í næstu leikjum með Wetzlar þannig að ég verði í hópnum þegar þar að kemur. Möguleikinn á að komast í landsliðið hafði einhver áhrif á þessi félagaskipti en þó ekki úrslitaáhrif. Ég hlakka mjög til þess að sýna mig og sanna með Wetzlar og sjá hvort það skilar mér í EM-hópinn,“ segir Viggó en fyrsti leikur hans með Wetzlar verður á móti Minden á laugardaginn kemur.
Birtist í Fréttablaðinu Þýski handboltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fleiri fréttir Haukar völtuðu yfir ÍR Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Sjá meira