Viðskipti innlent

Ósáttur Engilbert segist ætla að segja frá öllum sínum viðskiptum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Engilbert Runólfsson athafnarmaður var stórtæku í byggingargeiranum fyrir hrun
Engilbert Runólfsson athafnarmaður var stórtæku í byggingargeiranum fyrir hrun Fréttablaðið/E.Ól.
Engilbert Runólfsson sem um árabil hefur verið stórtækur á fasteignamarkaði hér á landi boðar umfjöllun um öll sín helstu viðskipti í gegnum tíðina. Hann segir um að ræða fyrstu opinberu svör sín við þeim „viðbjóði“ sem fjölmiðlar hafi borið á borð um sig. Hann hafi aldrei svarað en nú virðist mælirinn fullur.„Hvað er áhrifavaldur/valdar? Er það ekki e-h sem veldur áhrifum/afleiðingum? Ég held það!“ segir Engilbert.Nýjustu tíðindi af Engilbert eru þau að hann hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti. Félag sem hann hefur verið í forsvari fyrir hyggur meðal annars á milljarða framkvæmdir við hótel og verslunarkjarna á Akranesi. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Vesturlands en félag sem hann hefur verið í forsvari fyrir hyggur á milljarða framkvæmdir við hótel og verslunarkjarna á Akranesi.Fréttastofa fjallaði um málið á dögunum en Engilbert vildi ekki tjá sig.

„Þar sem fjölmiðlar virðast vera algjörlega óhæfir til að fjalla um mín mál á réttan hátt og segja hlutina eins og þeir voru, sem þeir reyndar hafa sjaldnast áhuga á, þá ætla ég á næstu vikum að setja inn á síðuna áhrifavaldur.is eða á Fb mitt umfjöllun um öll mín stærstu viðskipti í gengum tíðina, hverjir voru aðilar mála, hvar þeir eru í dag, hverjir högnuðust fáránlega og aðrir minna og hvernig hlutina bar að!“Engilbert segir marga þjóðþekkta aðila koma við sögu. Bæjarstjóra, útrásarvíkinga, bankafólk, leppa, skreppa og fleiri.„Þetta gæti orðið spennandi!“Þá birtir hann lista yfir mál sem hann ætlar að tjá sig um.„Nokkur mál sem koma örugglega upp eru Glaðheimar "Gustmálið" og Kópavogsbær,VBS/SS lögm/Straumur/Burðarás, Laugardælir við Selfoss og þáverandi no 1 á Selfossi, Frakkastígsreitur "Dauðahúsin" , VBS og JB viðskiptin, Klæðning hf og fyrrverandi eigendur þar, INNOVA ehf raunverulegt skipurit og tilgangur, Landsbankinn gamli og "nýji", Traðarreitir í Kópavogi, Hlíðarsmáralóðin fræga og samskipti manna þar, Vatnsendablettur 134 og Kópavogsbær.“Málin verði örugglega fleiri en þetta dugi í bili.Engilbert var forstjóri verktakafyrirtækisins Innova ehf. sem var umsvifamikið fyrir hrun en var úrskurðað gjaldþrota árið 2010. Lítið fékkst greitt upp í kröfur sem námu um 1,2 milljörðum króna. Þá á hann að baki nokkuð langan sakaferil meðal annars fyrir brot á fíkniefnalögum, skotvopnalögum, hylmingu og skjalafals.
Tengdar fréttir

Verktaki ákærður fyrir stórfelld skattsvik

Engilbert Runólfsson sem hefur verið umsvifamikill verktaki á Akranesi hefur verið ákærður fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti. Félag sem hann hefur verið í forsvari fyrir hyggur meðal annars á milljarða framkvæmdir við hótel og verslunarkjarna á Akranesi.

VBS lánaði milljarða út á loftkastalasmíði

VBS fjárfestingarbanki með fulltingi Landsbankans tók þátt í kaupum á fasteignaverkefnum og lánaði milljarða króna út á mat á hugsanlegu söluandvirði fasteigna sem aldrei risu.

Engilbert kaupir verktakafyrirtækið Ris

Stafna á milli, verktakafyrirtæki Engilberts Runólfssonar, hefur keypt byggingafyrirtækið Ris. Gengið var frá kaupunum um helgina en heimildir Vísis herma að kaupverðið sé um tveir milljarðar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
0,6
29
368.636
VIS
0,47
15
98.579
FESTI
0,35
5
29.568
HAGA
0
4
38.270
ARION
0
4
34.254

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-4,89
29
262.067
ICEAIR
-2,63
32
25.702
ORIGO
-2,05
10
46.407
SKEL
-1,65
6
26.119
LEQ
-1,04
1
2.719
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.