Körfubolti

Stólarnir án Perkovic í næstu leikjum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Baldur Þór Ragnarsson.
Baldur Þór Ragnarsson. vísir/bára

Jasmin Perkovic var fjarri góðu gamni þegar Tindastóll lagði Fjölni í Dominos deild karla í körfubolta í gær.

Ástæðan fyrir fjarveru Perkovic er að hann puttabrotnaði fyrr í þessari viku og mun því væntanlega missa af næstu leikjum Stólanna. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, staðfesti þetta í samtali við karfan.is.

Stólarnir eru í 2.sæti deildarinnar og eiga eftir að fá Þór Þorlákshöfn og Grindavík í heimsókn og leika gegn ÍR á útivelli áður en kemur að jólafríi.

Perkovic hefur verið í nokkuð stóru hlutverki hjá Stólunum til þessa með 11 stig að meðaltali í leik.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.