Körfubolti

Stólarnir án Perkovic í næstu leikjum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Baldur Þór Ragnarsson.
Baldur Þór Ragnarsson. vísir/bára
Jasmin Perkovic var fjarri góðu gamni þegar Tindastóll lagði Fjölni í Dominos deild karla í körfubolta í gær.

Ástæðan fyrir fjarveru Perkovic er að hann puttabrotnaði fyrr í þessari viku og mun því væntanlega missa af næstu leikjum Stólanna. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, staðfesti þetta í samtali við karfan.is.

Stólarnir eru í 2.sæti deildarinnar og eiga eftir að fá Þór Þorlákshöfn og Grindavík í heimsókn og leika gegn ÍR á útivelli áður en kemur að jólafríi.

Perkovic hefur verið í nokkuð stóru hlutverki hjá Stólunum til þessa með 11 stig að meðaltali í leik.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.