Körfubolti

Annar sigur Blika í röð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik í Smáranum.
Úr leik í Smáranum. VÍSIR/VILHELM
Breiðablik er komið með fjögur stig í Dominos-deild kvenna eftir að hafa unnið fimm stiga sigur á Snæfell, 73-68, í 8. umferðinni í dag.

Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og í raun allan leikinn. Blikarnir voru yfir er liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik, 33-29.

Áfram hélt spennan í síðari hálfleik en Blikarnir voru fjórum stigum yfir er fimm mínútur voru eftir. Þær náðu að halda því forskoti og innbyrðu mikilvæg tvö stig.

Breiðablik komst því upp að hlið Snæfells í 6. - 7. sæti deildarinnar en bæði lið eru með fjögur stig eftir fyrstu átta umferðirnar.

Danni L Williams fór á kostum hjá Blikunum. Hún skoraði 36 stig, tók 13 fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Paula Anna Tarnachowicz gerði tíu stig, tók sjö fráköst og gaf tvær stoðsendingar.

Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði 30 stig, tók fimm fráköst og gaf fjórar stoðsendingar í liði Snæfells. Veera Annika Pirttinen bætti við sautján stigum.

Breiðablik-Snæfell 73-68 (20-21, 13-8, 24-23, 16-16)

Breiðablik: Danni L Williams 36/13 fráköst, Paula Anna Tarnachowicz 10/7 fráköst, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 9, Hafrún Erna Haraldsdóttir 6, Telma Lind Ásgeirsdóttir 4, Björk Gunnarsdótir 4, Fanney Lind G. Thomas 2, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 2/4 fráköst.

Snæfell: Gunnhildur Gunnarsdóttir 30/5 fráköst, Veera Annika Pirttinen 17/7 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 8/7 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 7/4 fráköst, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 4, Emese Vida 2/10 fráköst,  Anna Soffía Lárusdóttir 0/4 fráköst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×