Enski boltinn

Sterling vill sjá Guardiola framlengja áður en hann skrifar sjálfur undir

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guardiola og Sterling á góðri stundu.
Guardiola og Sterling á góðri stundu. vísir/getty
Manchester City hefur boðið Raheem Sterling nýjan samning en Sterling hefur verið funheitur síðustu tvær leiktíðir.

Sterling hefur farið á kostum eftir að Pep Guardiola kom til Manchester City árið 2016 en City vill framlengingu Sterling, einungis tólf mánuðum eftir að hann skrifaði undir nýjan samning.

Mörg stærstu lið Evrópu eru talinn horfa hýru auga til Sterling sem hefur skorað 39 mörk og gefið 23 stoðsendingar í þeim 68 leikjum sem hann hefur spilað með frá byrjun síðustu leiktíðar.





City er talið reiðubúið að borga Sterling 450 þúsund á viku en Sterling vill bíða með að ákveða sig þangað til Guardiola ákveður framtíð sína.

Spánverjinn á 18 mánuði eftir af samningi sínum við City en hann hefur verið orðaður við Bayern Munchen á nýjan leik. Sterling er talinn hafa áhuga á að fylgja Guardiola leiti hann á ný mið.

Sterling kom boltanum í leik City gegn Chelsea um helgina en markið var dæmt af eftir skoðun í VARsjánni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×