Vandamálið er ekki skortur á trausti Eva Hauksdóttir skrifar 25. nóvember 2019 12:15 Forsætisráðherra skipaði nefnd til að finna út hvernig auka mætti traust almennings á stjórnmálum. Af því að engum datt í hug að heppileg leið til þess væri að sú að standa við orð sín, segja satt, hafa upplýsingar aðgengilegar og axla ábyrgð. Ekki fer neinum sögum af því hvað gert var við tillögur starfshópsins, sem komst að einkar fyrirsjáanlegum niðurstöðum.Að auka traust á atvinnulífinu Nú þarf að auka traust almennings á atvinnulínu. Til þess ætlar sjávarútvegsráðherra, persónulegur vinur Þorsteins Más í Samherja, að óska eftir úttekt Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) á viðskiptaháttum fyrirtækja sem versla með aflaheimildir í þriðja heiminum. Aðstoðarframkvæmdastjóri stofnunarinnar er Íslendingur, fyrrum fjármálaráðherra og einn þeirra sem báru ábyrð á bankahruninu. Það vill svo skemmtilega til að sá hinn sami var sjávarútvegsráðherra áður en hann varð fjármálaráðherra. Hann er þekktur fyrir frændhygli og fékk sem dómsmálaráðherra á sig dóm til greiðslu miskabóta eftir að hafa misnotað aðstöðu sína til þess að skipa son Davíðs Oddssonar í embætti héraðsdómara. Hér er stutt samantekt á nokkrum afrekum Árna Mathiesen. Auðvitað mun úttekt FAO ekki auka traust eins eða neins á íslensku atvinnulífi. Og engum sem neinu ræður mun detta í hug að öruggasta leiðin til þess sé almennilegt eftirlit, að kröfum um heiðarlega viðskiptahætti sé framfylgt, að upplýsingar séu almenningi aðgengilegar og það hafi verulega óþægilegar afleiðingar að brjóta af sér. Allra síst mun forystu VG detta í hug að traust almennings á bæði stjórnmálunum og atvinnulífinu verði áfram í molum á meðan við sitjum uppi með fjármálaráðherra sem hvað eftir annað hefur þótt tortryggilegur.Skortur á trausti er ekki vandamál Skortur á trausti er ekki vandamál á Íslandi. Vandamálið er rótgróin spilling og það væri heimskulegt að treysta stjórnmálamönnum og atvinnurekendum sem komast upp með það ár eftir ár að misnota aðstöðu sína. Spilling verður ekki upprætt með því að fá heiðarlegra fólk í ábyrgðarstöður. Spilling er nefnilega eðlileg í þeim skilningi að maðurinn hefur meðfædda hvöt til þess að gera sér lífið auðveldara, hygla sínum nánustu og treysta þeim þrátt fyrir augljósa breyskleika. Til þess að sporna gegn spillingu þurfa tvö grundvallaratriði að vera í lagi:Gagnsæi og gott aðgengi að upplýsingumÞað þarf að vera einfalt og fljótlegt að losna við þá sem misnota aðstöðu sína og koma í veg fyrir að þeir sömu komist aftur í valdastöður Ef þessi tvö atriði eru ekki í lagi mun eftirlit alltaf verða veikt og götótt og þeir sem á endanum hrekjast frá einum kjötkatlinum ganga beint að hinum næsta. Þeir einu sem treysta kerfi sem ekki bregst við þeirri hættu eru heimskingjar og þeir sem sjálfir njóta góðs af því.Höfundur er álitshafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Samherjaskjölin Tengdar fréttir Orðsporið en ekki innistæðan – viðbrögðin við Samherjamálinu Í Namibíu grasserar spilling og það eru ekki nýjar fréttir. En þar í landi virðist þó vera einhver viðleitni til að bregðast við henni. 19. nóvember 2019 11:30 Mest lesið Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Sjá meira
Forsætisráðherra skipaði nefnd til að finna út hvernig auka mætti traust almennings á stjórnmálum. Af því að engum datt í hug að heppileg leið til þess væri að sú að standa við orð sín, segja satt, hafa upplýsingar aðgengilegar og axla ábyrgð. Ekki fer neinum sögum af því hvað gert var við tillögur starfshópsins, sem komst að einkar fyrirsjáanlegum niðurstöðum.Að auka traust á atvinnulífinu Nú þarf að auka traust almennings á atvinnulínu. Til þess ætlar sjávarútvegsráðherra, persónulegur vinur Þorsteins Más í Samherja, að óska eftir úttekt Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) á viðskiptaháttum fyrirtækja sem versla með aflaheimildir í þriðja heiminum. Aðstoðarframkvæmdastjóri stofnunarinnar er Íslendingur, fyrrum fjármálaráðherra og einn þeirra sem báru ábyrð á bankahruninu. Það vill svo skemmtilega til að sá hinn sami var sjávarútvegsráðherra áður en hann varð fjármálaráðherra. Hann er þekktur fyrir frændhygli og fékk sem dómsmálaráðherra á sig dóm til greiðslu miskabóta eftir að hafa misnotað aðstöðu sína til þess að skipa son Davíðs Oddssonar í embætti héraðsdómara. Hér er stutt samantekt á nokkrum afrekum Árna Mathiesen. Auðvitað mun úttekt FAO ekki auka traust eins eða neins á íslensku atvinnulífi. Og engum sem neinu ræður mun detta í hug að öruggasta leiðin til þess sé almennilegt eftirlit, að kröfum um heiðarlega viðskiptahætti sé framfylgt, að upplýsingar séu almenningi aðgengilegar og það hafi verulega óþægilegar afleiðingar að brjóta af sér. Allra síst mun forystu VG detta í hug að traust almennings á bæði stjórnmálunum og atvinnulífinu verði áfram í molum á meðan við sitjum uppi með fjármálaráðherra sem hvað eftir annað hefur þótt tortryggilegur.Skortur á trausti er ekki vandamál Skortur á trausti er ekki vandamál á Íslandi. Vandamálið er rótgróin spilling og það væri heimskulegt að treysta stjórnmálamönnum og atvinnurekendum sem komast upp með það ár eftir ár að misnota aðstöðu sína. Spilling verður ekki upprætt með því að fá heiðarlegra fólk í ábyrgðarstöður. Spilling er nefnilega eðlileg í þeim skilningi að maðurinn hefur meðfædda hvöt til þess að gera sér lífið auðveldara, hygla sínum nánustu og treysta þeim þrátt fyrir augljósa breyskleika. Til þess að sporna gegn spillingu þurfa tvö grundvallaratriði að vera í lagi:Gagnsæi og gott aðgengi að upplýsingumÞað þarf að vera einfalt og fljótlegt að losna við þá sem misnota aðstöðu sína og koma í veg fyrir að þeir sömu komist aftur í valdastöður Ef þessi tvö atriði eru ekki í lagi mun eftirlit alltaf verða veikt og götótt og þeir sem á endanum hrekjast frá einum kjötkatlinum ganga beint að hinum næsta. Þeir einu sem treysta kerfi sem ekki bregst við þeirri hættu eru heimskingjar og þeir sem sjálfir njóta góðs af því.Höfundur er álitshafi.
Orðsporið en ekki innistæðan – viðbrögðin við Samherjamálinu Í Namibíu grasserar spilling og það eru ekki nýjar fréttir. En þar í landi virðist þó vera einhver viðleitni til að bregðast við henni. 19. nóvember 2019 11:30
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar