Bæta upplýsinga- og samskiptatækni Rauða kross félaga í Afríku Heimsljós kynnir 26. nóvember 2019 10:00 Íslensku sendifulltrúarnir ásamt starfsbræðrum sínum í Síerra Leóne. Rauði krossinn. Sendifulltrúarnir Halldór Gíslason starfsmaður Íslandsbanka og Egill Már Ólafson starfsmaður RB–Reiknisstofu bankanna hafa síðustu vikurnar verið í Sierra Leóne og sinnt verkefni Rauða krossins á Íslandi og Alþjóðasambands Rauða krossins (IFRC) sem nefnist: Brúun hins stafræna bils. Það snýr að uppbyggingu upplýsinga- og samskiptatæknigetu hjá allt að fimmtán afrískum landsfélögum Rauða krossins og Rauða hálfmánans. „Við skipulagningu hjálparstarfs skiptir öllu máli að tölvu- og upplýsingatækni sé til staðar, bæði til að hafa aðgengi að upplýsingum, geta miðlað þeim og samhæft hjálparstarf, hvort sem um er ræða aðgerðir í kjölfar hamfara eða þróunarverkefni,“ segir Halldór Gíslason sem hefur farið fjölmargar ferðir fyrir Rauða krossinn. „Þetta verkefni snýst um að aðstoða fátæk landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans við að koma upp áreiðanlegu interneti, tengja höfuðstöðvar við deildir með netsambandi svo ekki þurfi til dæmis að senda gögn með bíl eða rútu og á þann hátt gera allt hjálparstarf skilvirkara og áreiðanlegra. Við hjálpum til við að finna staðbundnar lausnir og reynum alltaf að kaupa þann búnað sem þarf á staðnum og tryggjum þjálfun allra sem koma að verkefninu til að tryggja sjálfbærni verkefnisins. Það hljómar kannski ótrúlega, en tölvuverkefni skipta svo miklu máli, að mörg líf velta á því að vel takist til,“ segir Halldór. Rauði krossinn og fjögur íslensk fyrirtæki hafa undirritað samstarfssamning um verkefnið sem felur í sér að fyrirtækin lána Rauða krossinum starfsfólk, auk þess sem þau styðja verkefnið fjárhagslega. Utanríkisráðuneytið styður einnig dyggilega við verkefnið. Halldór hefur verið hluti af verkefninu frá febrúar 2017 og þetta var sjöunda starfsferð hans fyrir Rauða krossinn. Egill var hins vegar að fara í fyrstu sendifulltrúaferð sína. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Hjálparstarf Þróunarsamvinna Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent
Sendifulltrúarnir Halldór Gíslason starfsmaður Íslandsbanka og Egill Már Ólafson starfsmaður RB–Reiknisstofu bankanna hafa síðustu vikurnar verið í Sierra Leóne og sinnt verkefni Rauða krossins á Íslandi og Alþjóðasambands Rauða krossins (IFRC) sem nefnist: Brúun hins stafræna bils. Það snýr að uppbyggingu upplýsinga- og samskiptatæknigetu hjá allt að fimmtán afrískum landsfélögum Rauða krossins og Rauða hálfmánans. „Við skipulagningu hjálparstarfs skiptir öllu máli að tölvu- og upplýsingatækni sé til staðar, bæði til að hafa aðgengi að upplýsingum, geta miðlað þeim og samhæft hjálparstarf, hvort sem um er ræða aðgerðir í kjölfar hamfara eða þróunarverkefni,“ segir Halldór Gíslason sem hefur farið fjölmargar ferðir fyrir Rauða krossinn. „Þetta verkefni snýst um að aðstoða fátæk landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans við að koma upp áreiðanlegu interneti, tengja höfuðstöðvar við deildir með netsambandi svo ekki þurfi til dæmis að senda gögn með bíl eða rútu og á þann hátt gera allt hjálparstarf skilvirkara og áreiðanlegra. Við hjálpum til við að finna staðbundnar lausnir og reynum alltaf að kaupa þann búnað sem þarf á staðnum og tryggjum þjálfun allra sem koma að verkefninu til að tryggja sjálfbærni verkefnisins. Það hljómar kannski ótrúlega, en tölvuverkefni skipta svo miklu máli, að mörg líf velta á því að vel takist til,“ segir Halldór. Rauði krossinn og fjögur íslensk fyrirtæki hafa undirritað samstarfssamning um verkefnið sem felur í sér að fyrirtækin lána Rauða krossinum starfsfólk, auk þess sem þau styðja verkefnið fjárhagslega. Utanríkisráðuneytið styður einnig dyggilega við verkefnið. Halldór hefur verið hluti af verkefninu frá febrúar 2017 og þetta var sjöunda starfsferð hans fyrir Rauða krossinn. Egill var hins vegar að fara í fyrstu sendifulltrúaferð sína. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Hjálparstarf Þróunarsamvinna Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent