Fótbolti

Í hóp hjá United ári eftir að hafa greinst með krabbamein

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Taylor fór með United-liðinu til Astana.
Taylor fór með United-liðinu til Astana. vísir/getty
Hinn 19 ára gamli Max Taylor er í leikmannahópi Manchester United sem mætir Rúnari Má Sigurjónssyni og félögum í Astana í Kasakstan í Evrópudeildinni á fimmtudaginn.

Það er ekki í frásögur færandi nema það eru tólf mánuðir síðan Taylor hóf lyfjameðferð vegna krabbameins.

Taylor greindist með krabbamein í eistum í nóvember í fyrra og hóf strax lyfjameðferð sem gekk vel.

Hann byrjaði aftur að æfa í september og núna, ári eftir að hafa hafið lyfjameðferð, er hann kominn í hóp hjá aðalliði United.



Taylor er einn fjölmargra ungra leikmanna sem fara með United-liðinu til Astana.

United er á toppi L-riðils með tíu stig og öruggt með sæti í 32-liða úrslitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×