Berskjaldaðir stjórnendur í boði ömmu og mömmu Vigdís Ingibjörg Pálsdóttir skrifar 27. nóvember 2019 09:00 Þrátt fyrir að hafa stundað nám við þrjá viðskiptaháskóla í jafnmörgum löndum kemur mitt allra besta rekstrarráð úr uppeldinu. Það byrjar allt með ömmu minni. Hún var og er enn höll undir leyndarmál og óljósar grunsemdir. Við erum góðar vinkonur og í gegnum ævina hefur hún laumað að mér einu og einu leyndarmáli og ég svarið upp á alla mögulega guði að ræða málið ekki frekar svo lengi sem hún lifir. Mamma mín, sem var alin upp af ömmu minni , hagar málum sínum þveröfugt og lætur allt flakka. Það var hennar loforð þegar við systkinin fæddumst að við skyldum vera fjölskylda sem fagnar opnum samskiptum í staðinn fyrir leynd. Á einhverjum tímapunkti uppgötvaði mamma nefnilega að lykillinn að ljúfara lífi er leyndarmálaleysi. Fyrirtæki í dag takast á við alls kyns vandamál. Of lítil nýsköpun. Einelti og áreitni á vinnustað. Ekki næg framleiðni. Óvinsælar vörur. Óhentugir Kveik þættir á RÚV. Áfram mætti telja. Mismunandi vandamál krefjast mismunandi úrlausna en flest eiga þau eitt sameiginlegt. Opin samskipti hefðu dregið úr líkum á vandræðum og auðveldað eftirleikinn. Góð vinnustaðamenning er ekki sjálfgefin. Flestir fræðimenn eru þó sammála um að hún skapist á toppnum og hríslist þaðan um hæðir og hóla fyrirtækjanna. Yfirmenn og eigendur leggja línurnar, ákveða reglurnar og skapa starfsanda. Það er ekki langt síðan almenn regla var að stjórnendur ættu ekki að sýna tilfinningar sínar. Helst áttu þeir að vera ógnvekjandi og hræða undirmenn til undirgefni. Það er heldur ekki langt síðan það þótti eðlilegt að rassskella börn og reykja innanhúss. Við fræðumst, lærum, breytum og bætum. Fremstu stjórnendur framtíðarinnar eru þeir sem þora að vera berskjaldaðir. Segja hvernig þeim líður. Segja starfsfólki sínu nákvæmlega til hvers er ætlast af þeim, deila vonum sínum og ótta. Viðurkenna mistök sín og viðra nýjar hugmyndir. Hafa allt uppi á borðinu, hrósa þegar við á og hlusta af alúð. Það er ekki hægt að ætlast til þess að starfsfólk þori að koma með nýjar hugmyndir, greini frá einelti eða áreitni og sleppi því að múta stjórnmálamönnum ef efsta lag stjórnenda sýnir ekki fram á að sú hegðun sé ekki bara samþykkt heldur ákjósanleg. Ef starfsfólk er afslappað og óhrætt aukast afköst, verkefnin verða vandaðri og vandamálin færri. Opin samskipti eru líka gulls ígildi út á við. Sama hvort um er að ræða samtal við viðskiptavini eða viðbrögð við krísum, þá er útkoman alltaf margfalt betri ef samskiptin eru gegnsæ og heiðarleg. Hamingjusamur viðskiptavinur er sá sem veit að hverju hann gengur við kaupin. Mistök, öllum getur jú orðið á, verða verri ef leiðin að sannleikanum liggur í gegnum leyndarmál og lygavef. Mannfólk er venjulega fúst til að fyrirgefa og sýnir skilning ef menn gangast við mistökum. Auðmýkt er ekki alltaf auðveld en margfalt verra er að grípa til ósanninda og blekkinga. Að grafa óþægileg mál virðist oft vera auðveldasti valkosturinn. En sællegri er sá sem viðurkennir sannleikann og tekur afleiðingunum strax. Amma mín hefur yfir ævina burðast með alls kyns leyndarmál. Eins gaman og mér fannst þegar hún treysti mér fyrir þeim þá hugsa ég líka að henni hefði liðið betur ef hún hefði ekki þurft að bera þau sína löngu ævi. Ég er því þakklát mömmu minni fyrir að kenna mér að tjá mig, vera óhrædd við að vera viðkvæm og sýna heiminum bæði kosti mína og galla. Það er ekki kennt í skólum enn sem komið er. Rétt eins og einstaklingarnir er ekkert fyrirtæki fullkomið. Það er þó talsvert auðveldara að eiga við vankanta og vesen ef starfsfólki líður vel, getur rætt saman í hreinskilni og treystir yfirmönnum sínum. Það segir mamma mín allavega.Höfundur er viðskiptafræðingur.Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Vinnumarkaður Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa stundað nám við þrjá viðskiptaháskóla í jafnmörgum löndum kemur mitt allra besta rekstrarráð úr uppeldinu. Það byrjar allt með ömmu minni. Hún var og er enn höll undir leyndarmál og óljósar grunsemdir. Við erum góðar vinkonur og í gegnum ævina hefur hún laumað að mér einu og einu leyndarmáli og ég svarið upp á alla mögulega guði að ræða málið ekki frekar svo lengi sem hún lifir. Mamma mín, sem var alin upp af ömmu minni , hagar málum sínum þveröfugt og lætur allt flakka. Það var hennar loforð þegar við systkinin fæddumst að við skyldum vera fjölskylda sem fagnar opnum samskiptum í staðinn fyrir leynd. Á einhverjum tímapunkti uppgötvaði mamma nefnilega að lykillinn að ljúfara lífi er leyndarmálaleysi. Fyrirtæki í dag takast á við alls kyns vandamál. Of lítil nýsköpun. Einelti og áreitni á vinnustað. Ekki næg framleiðni. Óvinsælar vörur. Óhentugir Kveik þættir á RÚV. Áfram mætti telja. Mismunandi vandamál krefjast mismunandi úrlausna en flest eiga þau eitt sameiginlegt. Opin samskipti hefðu dregið úr líkum á vandræðum og auðveldað eftirleikinn. Góð vinnustaðamenning er ekki sjálfgefin. Flestir fræðimenn eru þó sammála um að hún skapist á toppnum og hríslist þaðan um hæðir og hóla fyrirtækjanna. Yfirmenn og eigendur leggja línurnar, ákveða reglurnar og skapa starfsanda. Það er ekki langt síðan almenn regla var að stjórnendur ættu ekki að sýna tilfinningar sínar. Helst áttu þeir að vera ógnvekjandi og hræða undirmenn til undirgefni. Það er heldur ekki langt síðan það þótti eðlilegt að rassskella börn og reykja innanhúss. Við fræðumst, lærum, breytum og bætum. Fremstu stjórnendur framtíðarinnar eru þeir sem þora að vera berskjaldaðir. Segja hvernig þeim líður. Segja starfsfólki sínu nákvæmlega til hvers er ætlast af þeim, deila vonum sínum og ótta. Viðurkenna mistök sín og viðra nýjar hugmyndir. Hafa allt uppi á borðinu, hrósa þegar við á og hlusta af alúð. Það er ekki hægt að ætlast til þess að starfsfólk þori að koma með nýjar hugmyndir, greini frá einelti eða áreitni og sleppi því að múta stjórnmálamönnum ef efsta lag stjórnenda sýnir ekki fram á að sú hegðun sé ekki bara samþykkt heldur ákjósanleg. Ef starfsfólk er afslappað og óhrætt aukast afköst, verkefnin verða vandaðri og vandamálin færri. Opin samskipti eru líka gulls ígildi út á við. Sama hvort um er að ræða samtal við viðskiptavini eða viðbrögð við krísum, þá er útkoman alltaf margfalt betri ef samskiptin eru gegnsæ og heiðarleg. Hamingjusamur viðskiptavinur er sá sem veit að hverju hann gengur við kaupin. Mistök, öllum getur jú orðið á, verða verri ef leiðin að sannleikanum liggur í gegnum leyndarmál og lygavef. Mannfólk er venjulega fúst til að fyrirgefa og sýnir skilning ef menn gangast við mistökum. Auðmýkt er ekki alltaf auðveld en margfalt verra er að grípa til ósanninda og blekkinga. Að grafa óþægileg mál virðist oft vera auðveldasti valkosturinn. En sællegri er sá sem viðurkennir sannleikann og tekur afleiðingunum strax. Amma mín hefur yfir ævina burðast með alls kyns leyndarmál. Eins gaman og mér fannst þegar hún treysti mér fyrir þeim þá hugsa ég líka að henni hefði liðið betur ef hún hefði ekki þurft að bera þau sína löngu ævi. Ég er því þakklát mömmu minni fyrir að kenna mér að tjá mig, vera óhrædd við að vera viðkvæm og sýna heiminum bæði kosti mína og galla. Það er ekki kennt í skólum enn sem komið er. Rétt eins og einstaklingarnir er ekkert fyrirtæki fullkomið. Það er þó talsvert auðveldara að eiga við vankanta og vesen ef starfsfólki líður vel, getur rætt saman í hreinskilni og treystir yfirmönnum sínum. Það segir mamma mín allavega.Höfundur er viðskiptafræðingur.Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun