Fótbolti

„Ég var frábær boltastrákur þegar ég var yngri og þessi krakki var frábær í dag“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mourinho og boltastrákurinn í stuði.
Mourinho og boltastrákurinn í stuði. vísir/getty
Tottenham vann 4-2 endurkomusigur gegn Olympiakos er liðin mættust í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi en með sigrinum tryggði Lundúnarliðið sér sæti í 16-liða úrslitunum, annað tímabilið í röð.

Þetta var fyrsti Meistaradeildarleikur Jose Mourinho en eftir að hafa tekið við liðinu í síðustu viku stýrði hann liðinu í deildarleik um helgina sem Tottenham vann 3-2 gegn West Ham á útivelli.

Það leit ekki vel út fyrir Tottenham sem voru 2-0 undir snemma í fyrri hálfleik en þeir komu þó til baka og jöfnuðu metin. Jöfnunarmarkið skoruðu þeir með hjálp boltastráksins.





Hann var fljótur að koma boltanum í leik eftir að boltinn fór útaf svo Sergie Aurier gat kastað boltanum strax á Lucas Moura sem gaf fyrir markið. Enski markahrókurinn Harry Kane kom svo boltanum í netið.

Mourinho var sáttur með boltastrákinn og fór til hans og faðmaði hann. Hann hrósaði honum, og aðeins sjálfur, í viðtali eftir leikinn.

„Ég var frábær boltastrákur þegar ég var yngri og þessi krakki var frábær í dag því hann las leikinn vel,“ sagði Mourinho.





„Hann skilur leikinn og hann gaf mikilvæga stoðsendingu,“ sagði sá Portúgali léttur í bragði en hann er enn eina ferðina kominn í 16-liða úrslit í Meistaradeildinni.

Atvikið má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Mourinho faðmaði boltastrákinn
 


Tengdar fréttir

Mögnuð endurkoma Tottenham

Tottenham vann sigur í fyrsta heimaleik Jose Mourinho eftir að hafa lent tveimur mörkum undir gegn Olympiacos á heimavelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×